Miklar líkur á að kona verði næsti leiðtogi Katalóníu Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2017 09:51 Líkur eru á að aðskilnaðarsinninn Marta Rovira eða sambandssinninn Ines Arrimadas verði næsti forseti héraðsstjórnar Katalóníu. Vísir/AFP Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Katalóníu þar sem kosið verður til nýs héraðsþings í dag. Spænska ríkisstjórnin boðaði til kosninganna eftir að hafa leyst upp þingið í kjölfar ólöglegrar sjálfstæðisyfirlýsingar katalónska héraðsþingsins í haust. Miklar líkur eru á að kona verði næsti forseti héraðsstjórnarinnar en aðskilnaðarsinninn Marta Rovira og sambandssinninn Ines Arrimadas leiða þá flokka sem mælast með mest fylgi í könnunum. Rovira leiðir vinstriflokkinn ERC og Arrimadas mið-hægriflokkinn Ciudadanos. Bandalag aðskilnaðarflokka og bandalag flokka sambandsinna mælast með álíka mikið fylgi og þykir líklegast að annað hvort ERC og Ciudadanos muni standa uppi sem stærsti flokkur.Í kosningabaráttu frá Brussel Spænska ríkisstjórnin ákvað að taka yfir stjórn héraðsins með því að beita í fyrsta sinn 155. grein stjórnarskrár landsins. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnarinnar, flúði í kjölfarið til Brussel en hann sætir nú ákæru. Puigdemont hefur háð kosningabaráttu frá Brussel fyrir nýjan flokk, Junts per Catalunya (JuntsXCat), en í könnunum mælist flokkurinn sá þriðji stærsti.Gæti gegnt embættinu tímabundið Aðskilnaðarflokkurinn ERC var stofnaður árið 1931, en leiðtogi hans, Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnar Katalóníu, er nú í varðhaldi fyrir utan Madríd þar sem hann sætir ákærðu fyrir að hvetja til uppreisnar og fleiri brota. Varaformaður flokksins, hin fertuga Rovira, leiðir því flokkinn í kosningabaráttunni. Vinni flokkurinn sigur í kosningunum kann svo að fara að hún gegni forsetaembættinu tímabundið á meðan Junqueras situr fastur.Gift aðskilnaðarsinna Hin 36 ára Arramadas er fædd í Andalúsíu og er eiginmaður hennar fyrrverandi stjórnmálamaður sem barðist fyrir aðskilnaði Katalóníu. Markmið hennar er að stýra héraðinu ásamt sósíalistaflokknum PSC og íhaldsflokknum PP, flokki Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. Í allri umræðu um næsta forseta héraðsstjórnarinnar hefur nafn Miquel Iceta, leiðtoga PSC, einnig verið nefnt sem möguleg málamiðlun í stjórnarmyndunarviðræðum.Kjörstaðir loka klukkan 19 Nokkuð hefur dregið úr slagkrafti sjálfstæðisbaráttu Katalóna eftir hörð viðbrögð Spánarstjórnar og klofnings meðal aðskilnaðarsinna á síðustu vikum. Þá hafa margir aðskilnaðarsinnar dempað orðræðuna í kosningabaráttunni. Alls eru 5,5 milljónir manna á kjörskrá þar sem til stendur að kjósa 135 fulltrúa á héraðsþingið. Kjörstöðum verður lokað klukkan 19 að íslenskum tíma og verða ekki birtar neinar útgönguspár. Reiknað er með að klukkan 21 verði búið að reikna um 80 prósent atkvæða. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Mjótt á munum og korter í kosningar Ef spár El País ganga eftir fá aðskilnaðarsinnar eins manns meirihluta á katalónska þinginu. Boðað var til kosninga eftir að forsætisráðherra Spánar leysti upp héraðsþingið vegna sjálfstæðisyfirlýsingar. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Katalóníu þar sem kosið verður til nýs héraðsþings í dag. Spænska ríkisstjórnin boðaði til kosninganna eftir að hafa leyst upp þingið í kjölfar ólöglegrar sjálfstæðisyfirlýsingar katalónska héraðsþingsins í haust. Miklar líkur eru á að kona verði næsti forseti héraðsstjórnarinnar en aðskilnaðarsinninn Marta Rovira og sambandssinninn Ines Arrimadas leiða þá flokka sem mælast með mest fylgi í könnunum. Rovira leiðir vinstriflokkinn ERC og Arrimadas mið-hægriflokkinn Ciudadanos. Bandalag aðskilnaðarflokka og bandalag flokka sambandsinna mælast með álíka mikið fylgi og þykir líklegast að annað hvort ERC og Ciudadanos muni standa uppi sem stærsti flokkur.Í kosningabaráttu frá Brussel Spænska ríkisstjórnin ákvað að taka yfir stjórn héraðsins með því að beita í fyrsta sinn 155. grein stjórnarskrár landsins. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnarinnar, flúði í kjölfarið til Brussel en hann sætir nú ákæru. Puigdemont hefur háð kosningabaráttu frá Brussel fyrir nýjan flokk, Junts per Catalunya (JuntsXCat), en í könnunum mælist flokkurinn sá þriðji stærsti.Gæti gegnt embættinu tímabundið Aðskilnaðarflokkurinn ERC var stofnaður árið 1931, en leiðtogi hans, Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnar Katalóníu, er nú í varðhaldi fyrir utan Madríd þar sem hann sætir ákærðu fyrir að hvetja til uppreisnar og fleiri brota. Varaformaður flokksins, hin fertuga Rovira, leiðir því flokkinn í kosningabaráttunni. Vinni flokkurinn sigur í kosningunum kann svo að fara að hún gegni forsetaembættinu tímabundið á meðan Junqueras situr fastur.Gift aðskilnaðarsinna Hin 36 ára Arramadas er fædd í Andalúsíu og er eiginmaður hennar fyrrverandi stjórnmálamaður sem barðist fyrir aðskilnaði Katalóníu. Markmið hennar er að stýra héraðinu ásamt sósíalistaflokknum PSC og íhaldsflokknum PP, flokki Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. Í allri umræðu um næsta forseta héraðsstjórnarinnar hefur nafn Miquel Iceta, leiðtoga PSC, einnig verið nefnt sem möguleg málamiðlun í stjórnarmyndunarviðræðum.Kjörstaðir loka klukkan 19 Nokkuð hefur dregið úr slagkrafti sjálfstæðisbaráttu Katalóna eftir hörð viðbrögð Spánarstjórnar og klofnings meðal aðskilnaðarsinna á síðustu vikum. Þá hafa margir aðskilnaðarsinnar dempað orðræðuna í kosningabaráttunni. Alls eru 5,5 milljónir manna á kjörskrá þar sem til stendur að kjósa 135 fulltrúa á héraðsþingið. Kjörstöðum verður lokað klukkan 19 að íslenskum tíma og verða ekki birtar neinar útgönguspár. Reiknað er með að klukkan 21 verði búið að reikna um 80 prósent atkvæða.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Mjótt á munum og korter í kosningar Ef spár El País ganga eftir fá aðskilnaðarsinnar eins manns meirihluta á katalónska þinginu. Boðað var til kosninga eftir að forsætisráðherra Spánar leysti upp héraðsþingið vegna sjálfstæðisyfirlýsingar. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Mjótt á munum og korter í kosningar Ef spár El País ganga eftir fá aðskilnaðarsinnar eins manns meirihluta á katalónska þinginu. Boðað var til kosninga eftir að forsætisráðherra Spánar leysti upp héraðsþingið vegna sjálfstæðisyfirlýsingar. 20. desember 2017 06:00