Sport

Duttu í stærsta útlendingalukkupottinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Diana Satkauskaite í leik með Val í vetur
Diana Satkauskaite í leik með Val í vetur Vísir/eyþór
Litháíska skyttan Diana Satkauskaite er markahæsti leikmaður Vals í vetur með 77 mörk í 12 deildarleikjum. Diana er á sínu öðru tímabili með Val en hún spilaði einnig afar vel í fyrra.

„Hún er náttúrutalent. Þetta er stelpa sem hefur aldrei lyft en er samt í geggjuðu formi og gríðarlega sterk. En ég hugsa stundum að ef hún væri með góðan einkaþjálfara og æfði tvisvar á dag yrði hún örugglega sjúk,“ segir Valskonan Kristín Guðmundsdóttir um Diönu sem er afar viðkunnanleg.

„Hún er svo mikið gæðablóð. Við duttum í stærsta útlendingalukkupott sem ég hef orðið vitni að hérna á Íslandi. Hún fellur svo vel inn í hópinn, er alltaf glöð og kát og brosandi. Svo gerir hún bara það sem henni er sagt.“

Kristín segir að það þurfi stundum að hvetja Diönu áfram og stappa í hana stálinu.

„Maður þarf að peppa hana upp og hún virðist ekki vita hversu góð hún er. Henni finnst hún allavega ekki vera eins góð og okkur finnst hún vera. Hún er einstök stelpa og alveg ótrúleg,“ sagði Kristín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×