Jaguar Land Rover fyrirtæki ársins hjá Autobest Finnur Thorlacius skrifar 20. desember 2017 15:09 Land Rover Velar þykir með allra fallegustu bílum, en í leiðinni alvöru jeppi. Breski bílaframleiðindinn Jaguar Land Rover var í vikunni kjörinn besta fyrirtækið og handhafi verðlaunanna Companybest 2017 hjá dómnefnd Autobest, helstu óháðu sömtökum bílablaðamanna í 30 Evrópulöndum. Í niðurstöðu dómnefndar er fyrirtækið heiðrað fyrir framúrskarandi nýjungar og byltingarkennda hönnun í nýjustu kynslóðum bílgerða beggja merkjanna, Jaguar og Land Rover, mikinn fjárhagslegan styrk og vöxt og ekki síst fyrir áframhaldandi fjárfestingar í starfsemi sinni. Tvær nýjungar hafa litið dagsins ljós á árinu hjá Jaguar Land Rover; hinn nýi og byltingarkenndi Range Rover Velar sem bílablaðamenn kalla gjarnan þann fallegasta sem hannaður hafi verið, og sportjeppinn Jaguar E-Pace. Á næsta ári kemur á markað fyrsti rafbíllinn frá Jaguar, I-PACE sem miklar vorir eru bundnar við. Bíllinn, sem verður um 400 hestöfl og mun hafa um 500 km drægni, var fyrr á árinu kjörinn „markverðasti hugmyndabíll ársins“á verðlaunahátíð Concours d’Elegance í Bandríkjunum. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent
Breski bílaframleiðindinn Jaguar Land Rover var í vikunni kjörinn besta fyrirtækið og handhafi verðlaunanna Companybest 2017 hjá dómnefnd Autobest, helstu óháðu sömtökum bílablaðamanna í 30 Evrópulöndum. Í niðurstöðu dómnefndar er fyrirtækið heiðrað fyrir framúrskarandi nýjungar og byltingarkennda hönnun í nýjustu kynslóðum bílgerða beggja merkjanna, Jaguar og Land Rover, mikinn fjárhagslegan styrk og vöxt og ekki síst fyrir áframhaldandi fjárfestingar í starfsemi sinni. Tvær nýjungar hafa litið dagsins ljós á árinu hjá Jaguar Land Rover; hinn nýi og byltingarkenndi Range Rover Velar sem bílablaðamenn kalla gjarnan þann fallegasta sem hannaður hafi verið, og sportjeppinn Jaguar E-Pace. Á næsta ári kemur á markað fyrsti rafbíllinn frá Jaguar, I-PACE sem miklar vorir eru bundnar við. Bíllinn, sem verður um 400 hestöfl og mun hafa um 500 km drægni, var fyrr á árinu kjörinn „markverðasti hugmyndabíll ársins“á verðlaunahátíð Concours d’Elegance í Bandríkjunum.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent