Einkaþjálfari Brady settur út í kuldann af Belichick Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2017 11:30 Alex Guerrero og Tom Brady ræða saman eftir einn af fjölmörgum sigurleikjum Patriots. Vísir/Getty Svo virðist sem að Alex Guerrero sé kominn út í skammarkrókinn hjá Bill Belichick, þjálfara New England Patriots. Það væri vart í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Guerrero er einkaþjálfari leikstjórnandans Tom Brady, sigursælasta leikmanns NFL-deildarinnar frá upphafi og langmikilvægasta leikmanns liðsins undanfarin fimmtán ár. Guerrero hefur verið með skrifstofu nærri búningsklefa Patriots, aðgang að hliðarlínunni á leikdögum og fær að ferðast með leikmönnum í flugvél félagsins. Hann hefur ekki aðeins sinnt Brady heldur fleiri leikmönnum Patriots í gegnum tíðina. Samkvæmt frétt Boston Globe fær Guerrero ekki lengur að sinna leikmönnum á skrifstofu sinni og þá hefur aðgengi hans að hliðarlínunni og flugvél félagsins verið afturkallað. „Ég vil ekkert tjá mig um þetta nema að Alex er og hefur verið stór hluti af því sem ég geri. Ég er ekki aðeins þakklátur fyrir að eiga hann að sem vin heldur einnig allt það sem við höfum gert saman í gegnum árin,“ sagði Brady sem bætti því við að það væri Guerrero að stóru leyti að þakka að hann væri enn að spila 40 ára gamall. Brady hefur áður sagt frá samstarfi sínu við Guerrero og þakkaði snilli hans fyrir góðan bata eftir að hann sleit krossband í hné árið 2008. Sjá einnig: Ótrúlegur endir þegar Patriots vann toppslaginn Fjölmiðlar vestanhafs hafa áður fjallað um að aðkoma Guerrero að Brady og liði Patriots hefur valdið núningi innan félagsins, ekki síst í læknateymi þess. Óhefðbundnar aðferðir hans stangist á við aðferðir sem læknar félagsins vilja fremur notast við. Belichick hafi hins vegar hingað til ekki viljað gera neitt í málinu vegna stöðu og mikilvægi Brady innan liðsins en nú virðist það breytt. Ekki er tilgreind ástæða þess að Guerrero nýtur ekki sömu hlunninda nú og áður. Patriots er nú eins og svo oft áður í lykilstöðu í Ameríkudeildinni í NFL-deildinni. Liðið, sem er ríkjandi meistari, er búið að vinna sinn riðil og er í efsta sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Haldi Patriots efsta sætinu verður liðið með heimavallarrétt alla úrslitakeppnina, fram að Super Bowl þann 4. febrúar. NFL Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Svo virðist sem að Alex Guerrero sé kominn út í skammarkrókinn hjá Bill Belichick, þjálfara New England Patriots. Það væri vart í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Guerrero er einkaþjálfari leikstjórnandans Tom Brady, sigursælasta leikmanns NFL-deildarinnar frá upphafi og langmikilvægasta leikmanns liðsins undanfarin fimmtán ár. Guerrero hefur verið með skrifstofu nærri búningsklefa Patriots, aðgang að hliðarlínunni á leikdögum og fær að ferðast með leikmönnum í flugvél félagsins. Hann hefur ekki aðeins sinnt Brady heldur fleiri leikmönnum Patriots í gegnum tíðina. Samkvæmt frétt Boston Globe fær Guerrero ekki lengur að sinna leikmönnum á skrifstofu sinni og þá hefur aðgengi hans að hliðarlínunni og flugvél félagsins verið afturkallað. „Ég vil ekkert tjá mig um þetta nema að Alex er og hefur verið stór hluti af því sem ég geri. Ég er ekki aðeins þakklátur fyrir að eiga hann að sem vin heldur einnig allt það sem við höfum gert saman í gegnum árin,“ sagði Brady sem bætti því við að það væri Guerrero að stóru leyti að þakka að hann væri enn að spila 40 ára gamall. Brady hefur áður sagt frá samstarfi sínu við Guerrero og þakkaði snilli hans fyrir góðan bata eftir að hann sleit krossband í hné árið 2008. Sjá einnig: Ótrúlegur endir þegar Patriots vann toppslaginn Fjölmiðlar vestanhafs hafa áður fjallað um að aðkoma Guerrero að Brady og liði Patriots hefur valdið núningi innan félagsins, ekki síst í læknateymi þess. Óhefðbundnar aðferðir hans stangist á við aðferðir sem læknar félagsins vilja fremur notast við. Belichick hafi hins vegar hingað til ekki viljað gera neitt í málinu vegna stöðu og mikilvægi Brady innan liðsins en nú virðist það breytt. Ekki er tilgreind ástæða þess að Guerrero nýtur ekki sömu hlunninda nú og áður. Patriots er nú eins og svo oft áður í lykilstöðu í Ameríkudeildinni í NFL-deildinni. Liðið, sem er ríkjandi meistari, er búið að vinna sinn riðil og er í efsta sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Haldi Patriots efsta sætinu verður liðið með heimavallarrétt alla úrslitakeppnina, fram að Super Bowl þann 4. febrúar.
NFL Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira