Fjórtán ára organisti: „Ég myndi ekki segja að ég væri undrabarn“ Magnús Hlynur Hreiðarsson og Þórdís Valsdóttir skrifa 30. desember 2017 21:15 Þótt Pétur Nói Stefánsson í Hveragerði sé ekki nema fjórtán ára gamall þá bregður hann sér í hlutverk organista Hveragerðiskirkju þegar svo ber undir. Pétur Nói þykir einstaklega klár orgel- og píanóleikari, enda nánast búin með allar Suzuki píanóbækurnar. Fréttamaður hitti Pétur Nóa þar sem hann var að spila á orgel kirkjunnar. Það er alveg sama hvort hann spilar á orgelið eða flygilinn í kirkjunni, hann er jafn fær á bæði hljóðfærin. Pétur Nói er nemandi í Tónlistarskóla Árnesinga í Hveragerði. Hann hefur verið að spila frá sex ára aldri en þar hófst samvinna hans og Önnu Jórunnar Stefánsdóttur, ömmu hans sem hefur fylgt honum í gegnum Suzuki-nám í píanóleik. „Ég var beðin að taka þetta að mér fyrir hann og ég hef alltaf verið jafn stolt af því að vera Suzuki-amma,“ segir Anna Jórunn.Hvað er það við Suzuki sem er svona áhugavert? „Það er það hvernig það er kennt frá upphafi. Það fylgir diskur með bókunum, þau eiga að hlusta, þau eiga að þekkja lögin. Þau eiga líka að læra að lesa nótur, það kemur smátt og smátt. Ég myndi lýsa honum sem mjög góðum píanóleikara og óvenju þroskuðum miðað við aldur og hann hefur svo mikinn áhuga. Það er það sem drífur hann áfram og hann hefur svo gaman af tónlistinni.“En hvað er það við píanóið sem hrífur Pétur Nóa mest? „Mér finnst það bara hljóðið. Það er skemmtilegt að glamra á píanóið. Það er hægt að spila vitlaust á það en eiginlega ekki falskt, nema píanóið sé falskt,“ segir Pétur Nói.Ertu undrabarn? „Nei ég ég myndi ekki segja að ég væri undrabarn. Ég myndi segja að æfingin skapar meistarann.“Æfir nýja prelúdíu fyrir messu Pétur Nói segir virkilega gaman að spila á orgel Hveragerðiskirkju. „Ég er farinn að spila meira í messum, ég er að æfa nýtt lag núna, nýja prelúdíu sem ég get spilað einhverntímann í messu. Kennari Péturs Nóa er mjög stolt af honum og segir hann eiga bjarta framtíð fyrir sér haldi hann rétt á spilunum. „Hann hefur verið mjög duglegur og hefuð fengið afskaplega góðan stuðning hjá ömmu sinni og saman hefur þetta gengið mjög vel hjá þeim,“ segir Esther Ólafsdóttir, kennari Péturs Nóa. Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Þótt Pétur Nói Stefánsson í Hveragerði sé ekki nema fjórtán ára gamall þá bregður hann sér í hlutverk organista Hveragerðiskirkju þegar svo ber undir. Pétur Nói þykir einstaklega klár orgel- og píanóleikari, enda nánast búin með allar Suzuki píanóbækurnar. Fréttamaður hitti Pétur Nóa þar sem hann var að spila á orgel kirkjunnar. Það er alveg sama hvort hann spilar á orgelið eða flygilinn í kirkjunni, hann er jafn fær á bæði hljóðfærin. Pétur Nói er nemandi í Tónlistarskóla Árnesinga í Hveragerði. Hann hefur verið að spila frá sex ára aldri en þar hófst samvinna hans og Önnu Jórunnar Stefánsdóttur, ömmu hans sem hefur fylgt honum í gegnum Suzuki-nám í píanóleik. „Ég var beðin að taka þetta að mér fyrir hann og ég hef alltaf verið jafn stolt af því að vera Suzuki-amma,“ segir Anna Jórunn.Hvað er það við Suzuki sem er svona áhugavert? „Það er það hvernig það er kennt frá upphafi. Það fylgir diskur með bókunum, þau eiga að hlusta, þau eiga að þekkja lögin. Þau eiga líka að læra að lesa nótur, það kemur smátt og smátt. Ég myndi lýsa honum sem mjög góðum píanóleikara og óvenju þroskuðum miðað við aldur og hann hefur svo mikinn áhuga. Það er það sem drífur hann áfram og hann hefur svo gaman af tónlistinni.“En hvað er það við píanóið sem hrífur Pétur Nóa mest? „Mér finnst það bara hljóðið. Það er skemmtilegt að glamra á píanóið. Það er hægt að spila vitlaust á það en eiginlega ekki falskt, nema píanóið sé falskt,“ segir Pétur Nói.Ertu undrabarn? „Nei ég ég myndi ekki segja að ég væri undrabarn. Ég myndi segja að æfingin skapar meistarann.“Æfir nýja prelúdíu fyrir messu Pétur Nói segir virkilega gaman að spila á orgel Hveragerðiskirkju. „Ég er farinn að spila meira í messum, ég er að æfa nýtt lag núna, nýja prelúdíu sem ég get spilað einhverntímann í messu. Kennari Péturs Nóa er mjög stolt af honum og segir hann eiga bjarta framtíð fyrir sér haldi hann rétt á spilunum. „Hann hefur verið mjög duglegur og hefuð fengið afskaplega góðan stuðning hjá ömmu sinni og saman hefur þetta gengið mjög vel hjá þeim,“ segir Esther Ólafsdóttir, kennari Péturs Nóa.
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira