Faðir Rotary vélarinnar allur Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2018 09:45 Rotary vélar eru með annarskonar þjöppun en hefðbundnar vélar. Verkfræðingurinn Kenichi Yamamoto, sá er bjó til Rotary vélina, er fallinn frá 95 ára að aldri. Yamamoto var fæddur í Hiroshima en útskrifaðist sem verkfræðingur frá Tokyo Imperial University árið 1944. Hann snéri aftur til fæðingarstaðs síns eftir seinni heimsstyrjöldina aðeins til að finna sitt æskuheimili í rústum eftir kjarnorkusprengjuna í Hiroshima, auk þess að fá þær fréttir að yngri systir hans hafi dáið í sprengingunni. Til að hjálpa fjölskyldu sinni hóf hann starf hjá verksmiðju sem framleiddi trukka í Hiroshima. Á aðeins tveimur árum vann hann sig upp frá hefðbundnum verkamanni í yfirmannsstöðu og fékk fljótt það verkefni að hanna nýja vél í bíl sem bera myndi merki Mazda. Fljótlega eftir það var hann kominn í teymi með öðrum verkfræðingum hjá Mazda sem höfðu það verkefni með höndum að hanna nokkrar gerðir af Rotary vélum sem knýja myndu bíla Mazda, meðal annars hinn goðsagnarkennda Cosmo Sport bíl Mazda með twin-rotary vél. Yamamoto hélt áfram að klifra upp virðingarstigann hjá Mazda og var settur yfirmaður rannsókna og þróunar hjá fyrirtækinu á áttunda áratug síðustu aldar. Hann varð árið 1985 forstjóri Mazda og síðar stjórnarformaður Mazda tveimur árum síðar. Undir hans yfirstjórn rann upp blómaskeið Mazda í akstursíþróttum þar sem Mazda hafði meðal annars sigur í LeMans þolaksturskeppninni árið 1991. Ári seinna lét hann af embætti hjá Mazda. Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent
Verkfræðingurinn Kenichi Yamamoto, sá er bjó til Rotary vélina, er fallinn frá 95 ára að aldri. Yamamoto var fæddur í Hiroshima en útskrifaðist sem verkfræðingur frá Tokyo Imperial University árið 1944. Hann snéri aftur til fæðingarstaðs síns eftir seinni heimsstyrjöldina aðeins til að finna sitt æskuheimili í rústum eftir kjarnorkusprengjuna í Hiroshima, auk þess að fá þær fréttir að yngri systir hans hafi dáið í sprengingunni. Til að hjálpa fjölskyldu sinni hóf hann starf hjá verksmiðju sem framleiddi trukka í Hiroshima. Á aðeins tveimur árum vann hann sig upp frá hefðbundnum verkamanni í yfirmannsstöðu og fékk fljótt það verkefni að hanna nýja vél í bíl sem bera myndi merki Mazda. Fljótlega eftir það var hann kominn í teymi með öðrum verkfræðingum hjá Mazda sem höfðu það verkefni með höndum að hanna nokkrar gerðir af Rotary vélum sem knýja myndu bíla Mazda, meðal annars hinn goðsagnarkennda Cosmo Sport bíl Mazda með twin-rotary vél. Yamamoto hélt áfram að klifra upp virðingarstigann hjá Mazda og var settur yfirmaður rannsókna og þróunar hjá fyrirtækinu á áttunda áratug síðustu aldar. Hann varð árið 1985 forstjóri Mazda og síðar stjórnarformaður Mazda tveimur árum síðar. Undir hans yfirstjórn rann upp blómaskeið Mazda í akstursíþróttum þar sem Mazda hafði meðal annars sigur í LeMans þolaksturskeppninni árið 1991. Ári seinna lét hann af embætti hjá Mazda.
Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent