Fálkaorðuhafinn sem fílar pönk og Iggy Pop Þórarinn Þórarinsson skrifar 9. janúar 2018 06:00 Þeir verða ekki öllu pönkaðri, fálkaorðuhafarnir, en Dr. Ólafur Dýrmundsson sem hefur krækt sér í nánast allar plötur Iggy Pop. vísir/anton brink Ólafur Dýrmundsson verður 74 ára á þessu ári og varð ekki heitur Iggy Pop aðdáandi fyrr en hann var kominn á sjötugsaldurinn. Iggy vann hann endanlega á sitt band á tónleikum sem hann hélt í Listasafni Reykjavíkur 2006. „Ég var þá farinn að hlusta aðeins á hann og átti eina eða tvær plötur. Þetta voru hörku hljómleikar þar sem hann hafði það sem eftir var af The Stooges með sér.“ Ólafur segir flesta í kringum sig hafa talið Iggy vera „einhvern brjálæðing“ en ráðunautur lífræns búskapar og landnýtingar hjá Bændasamtökunum sá annað og meira í tónlistarmanninum. „Hann mætti í sjónvarpsviðtal daginn fyrir tónleika, virðulegur mjög, fullklæddur í frakka og virtist bara vera ágætis kall. Hann er vel lesinn, talar vandaða ensku og er vel að sér um ýmislegt. Fortíð hans er skrautleg og kannski merkilegt að hann skuli enn vera lifandi. En ég er löngu sannfærður um að hann er maður með viti.“ Iggy óx enn meira í áliti hjá Ólafi þegar hann las ævisögu hans. „Þetta var enginn sérstakur lofsöngur en ég held að hann geti skrifað undir flest sem þar kemur fram, bæði gott og illt.“ Eftir að hafa sé Iggy á sviði byrjaði Ólafur að safna plötum hans fyrir alvöru. „Ég fór út um allt. Í Geisladiskabúð Valda og víðar og er kominn með þetta mest allt núna. Fyrir utan það nýjasta en ég hef verið að hlusta á það á YouTube. Annars hlusta ég mest á hann í bílnum til þess að vera ekkert að kvelja aðra með þessu.“ Ólafur var við nám í Wales á árabilinu 1966-1972 og fékk þá allt það helsta sem var að gerast beint í æð með sjónvarpsþættinum Top of the Pops. „Þarna sá maður Jimi Hendrix, Stones, Bowie, Lou Reed og Bítlana á sínum tíma. Allt þetta gullaldarlið.“ Ólafur lét sig að vonum ekki vanta þegar Iggy kom aftur til Íslands og hélt tónleika á Ásbrú 2015. Hann hafði þá nýlátið af störfum og Bændablaðið gaf honum tvo tónleikamiða. „Konan mín hafði aldrei komið á svona og leist ekki alveg á þetta enda var hassreykur í loftinu og ýmislegt í gangi. Þarna var hann 68 ára og ég 71 árs en ég hoppaði og skoppaði þarna eins og fleiri. Þetta var alveg stórkostlegt. Ógleymanlegt.“ Ólafur segist hafa miklu meira gaman af pönki en þungarokki og Iggy Pop sé guðfaðir pönksins. „Þetta var bara komið hjá honum strax á fyrstu plötum The Stooges. Alveg í það minnsta áratug á undan öllum hinum. Ég hef líka gaman af því að skella The Sex Pistols á fóninn af og til en ég heyrði fyrst í þeim þegar ég var á ráðstefnu í Skotlandi 1978,“ segir fálkaorðuhafinn sem telur The Sex Pistols eiga Iggy Pop margt að þakka. Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Tengdar fréttir Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Sex karlar og sex konur voru sæmd fálkaorðunni á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2018 14:44 Sjáðu myndirnar frá ATP: 68 ára gamall Iggy Pop ber að ofan Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy voru á meðal þeirra listamanna sem skemmtu hressum tónleikagestum á Ásbrú á fyrsta kvöldi ATP. 3. júlí 2015 09:57 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Ólafur Dýrmundsson verður 74 ára á þessu ári og varð ekki heitur Iggy Pop aðdáandi fyrr en hann var kominn á sjötugsaldurinn. Iggy vann hann endanlega á sitt band á tónleikum sem hann hélt í Listasafni Reykjavíkur 2006. „Ég var þá farinn að hlusta aðeins á hann og átti eina eða tvær plötur. Þetta voru hörku hljómleikar þar sem hann hafði það sem eftir var af The Stooges með sér.“ Ólafur segir flesta í kringum sig hafa talið Iggy vera „einhvern brjálæðing“ en ráðunautur lífræns búskapar og landnýtingar hjá Bændasamtökunum sá annað og meira í tónlistarmanninum. „Hann mætti í sjónvarpsviðtal daginn fyrir tónleika, virðulegur mjög, fullklæddur í frakka og virtist bara vera ágætis kall. Hann er vel lesinn, talar vandaða ensku og er vel að sér um ýmislegt. Fortíð hans er skrautleg og kannski merkilegt að hann skuli enn vera lifandi. En ég er löngu sannfærður um að hann er maður með viti.“ Iggy óx enn meira í áliti hjá Ólafi þegar hann las ævisögu hans. „Þetta var enginn sérstakur lofsöngur en ég held að hann geti skrifað undir flest sem þar kemur fram, bæði gott og illt.“ Eftir að hafa sé Iggy á sviði byrjaði Ólafur að safna plötum hans fyrir alvöru. „Ég fór út um allt. Í Geisladiskabúð Valda og víðar og er kominn með þetta mest allt núna. Fyrir utan það nýjasta en ég hef verið að hlusta á það á YouTube. Annars hlusta ég mest á hann í bílnum til þess að vera ekkert að kvelja aðra með þessu.“ Ólafur var við nám í Wales á árabilinu 1966-1972 og fékk þá allt það helsta sem var að gerast beint í æð með sjónvarpsþættinum Top of the Pops. „Þarna sá maður Jimi Hendrix, Stones, Bowie, Lou Reed og Bítlana á sínum tíma. Allt þetta gullaldarlið.“ Ólafur lét sig að vonum ekki vanta þegar Iggy kom aftur til Íslands og hélt tónleika á Ásbrú 2015. Hann hafði þá nýlátið af störfum og Bændablaðið gaf honum tvo tónleikamiða. „Konan mín hafði aldrei komið á svona og leist ekki alveg á þetta enda var hassreykur í loftinu og ýmislegt í gangi. Þarna var hann 68 ára og ég 71 árs en ég hoppaði og skoppaði þarna eins og fleiri. Þetta var alveg stórkostlegt. Ógleymanlegt.“ Ólafur segist hafa miklu meira gaman af pönki en þungarokki og Iggy Pop sé guðfaðir pönksins. „Þetta var bara komið hjá honum strax á fyrstu plötum The Stooges. Alveg í það minnsta áratug á undan öllum hinum. Ég hef líka gaman af því að skella The Sex Pistols á fóninn af og til en ég heyrði fyrst í þeim þegar ég var á ráðstefnu í Skotlandi 1978,“ segir fálkaorðuhafinn sem telur The Sex Pistols eiga Iggy Pop margt að þakka.
Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Tengdar fréttir Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Sex karlar og sex konur voru sæmd fálkaorðunni á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2018 14:44 Sjáðu myndirnar frá ATP: 68 ára gamall Iggy Pop ber að ofan Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy voru á meðal þeirra listamanna sem skemmtu hressum tónleikagestum á Ásbrú á fyrsta kvöldi ATP. 3. júlí 2015 09:57 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Sex karlar og sex konur voru sæmd fálkaorðunni á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2018 14:44
Sjáðu myndirnar frá ATP: 68 ára gamall Iggy Pop ber að ofan Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy voru á meðal þeirra listamanna sem skemmtu hressum tónleikagestum á Ásbrú á fyrsta kvöldi ATP. 3. júlí 2015 09:57