Viðreisn og Björt framtíð ræða samvinnu á sveitarstjórnarstigi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. janúar 2018 07:30 Pawel Bartoszek og Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi stjórnarþingmenn. vísir/vilhelm/pjetur Áhugi er fyrir því bæði innan Viðreisnar og Bjartrar framtíðar að vinna saman að því markmiði að halda íhaldsöflunum frá völdum í þeim sveitarfélögum þar sem það er mögulegt. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Þannig hafa forystumenn innan Viðreisnar og Bjartrar framtíðar átt óformleg samtöl um samstarf í borginni og í öðrum stærstu sveitarfélögum landsins; Hafnarfirði, Kópavogi, Akureyri og mögulega í Reykjanesbæ. Fátt er þó um fína drætti þegar kemur að frambjóðendum fyrir flokkana tvo, þótt mörgum nöfnum hafi verið haldið á lofti í umræðunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gefa sitjandi borgarfulltrúar Bjartrar framtíðar ekki kost á sér í forystusæti fyrir flokkinn í Reykjavík. Nichole Leigh Mosty er hins vegar sögð mjög líkleg. „Ég er að hugsa um það en ekki endanlega búin að gefa það út,“ segir Nichole, aðspurð um framboð. Nichole býr í Breiðholti og hefur nýverið tekið við stöðu verkefnastjóra samfélagsþróunar í hverfinu. „Mér finnst mjög spennandi hlutir hafa verið að gerast hér í Breiðholti. Það hefur verið svo jákvæð þróun hér og gerjun sem ég myndi vilja að héldi áfram í borginni,“ segir Nichole og bætir við um framboð: „Ég viðurkenni að ég er enn að sleikja sárin eftir reynsluna af þinginu. Ég mætti miklu mótlæti fyrir að vera með, en Björt framtíð skiptir mig mjög miklu máli og ef kallið kemur þaðan, þá er ég til,“ segir Nichole. Nafni Pawels Bartoszek hefur verið haldið á lofti síðan hann datt út af þingi í haust. Að eigin sögn er Pawel að leita sér að starfi og hefur ekki gert upp hug sinn um framboð. Heimildir blaðsins herma að hann muni þó ekki sækjast eftir fyrsta sæti á lista. Hins vegar þykir ekki ólíklegt að María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, muni sækjast eftir forystu í borginni fyrir Viðreisn. Áður en María hóf að aðstoða Þorgerði Katrínu starfaði hún sem sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu og leiddi meðal annars samráðshóp um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Ekki er að vænta mikillar endurnýjunar hjá Samfylkingunni í Reykjavík en enginn sitjandi borgarfulltrúa flokksins hefur gefið út að hann hyggist hætta. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hjálmar Sveinsson hafa setið tvö kjörtímabil en hinir borgarfulltrúarnir, Skúli Helgason, Kristín Soffía Jónsdóttir og Heiða Björg Hilmisdóttir, hafa setið eitt kjörtímabil. Kristín segist þó enn vera að hugsa málið. „Það er bara pínu erfitt að fara í fæðingarorlof í pólitík og koma til baka,“ segir Kristín og tekur dæmi úr borgarpólitíkinni um Sveinbjörgu Birnu, Þorbjörgu Helgu og Oddnýju Sturludóttur. „Ætli maður sé ekki bara svo hræddur við að það hafi áhrif á gengið að hafa farið í fæðingarorlof að maður þorir varla að taka slaginn,“ segir Kristín sem hugsar nú málið í ljósi #metoo-byltingarinnar. Þórlaug Ágústsdóttir hefur formlega gefið kost á sér til forystu fyrir Pírata í borginni en Halldór Auðar Svansson, eini borgarfulltrúi flokksins, hefur gefið út að hann ætli ekki aftur í framboð. Þórlaug hefur verið virk í flokknum lengi og skipaði þriðja sæti á lista flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum. Enn liggur ekki fyrir hverjir gefa kost á sér í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins aðrir en Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, sitjandi borgarfulltrúar, en framboðsfrestur rennur út á morgun. Eyþór Arnalds liggur enn undir feldi en margir líklegir frambjóðendur hafa helst úr lestinni undanfarna daga. Þannig hafa Unnur Brá Konráðsdóttir og Jón Karl Ólafsson bæði lýst því yfir að þau fari ekki fram, þrátt fyrir fjölda áskorana. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Áhugi er fyrir því bæði innan Viðreisnar og Bjartrar framtíðar að vinna saman að því markmiði að halda íhaldsöflunum frá völdum í þeim sveitarfélögum þar sem það er mögulegt. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Þannig hafa forystumenn innan Viðreisnar og Bjartrar framtíðar átt óformleg samtöl um samstarf í borginni og í öðrum stærstu sveitarfélögum landsins; Hafnarfirði, Kópavogi, Akureyri og mögulega í Reykjanesbæ. Fátt er þó um fína drætti þegar kemur að frambjóðendum fyrir flokkana tvo, þótt mörgum nöfnum hafi verið haldið á lofti í umræðunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gefa sitjandi borgarfulltrúar Bjartrar framtíðar ekki kost á sér í forystusæti fyrir flokkinn í Reykjavík. Nichole Leigh Mosty er hins vegar sögð mjög líkleg. „Ég er að hugsa um það en ekki endanlega búin að gefa það út,“ segir Nichole, aðspurð um framboð. Nichole býr í Breiðholti og hefur nýverið tekið við stöðu verkefnastjóra samfélagsþróunar í hverfinu. „Mér finnst mjög spennandi hlutir hafa verið að gerast hér í Breiðholti. Það hefur verið svo jákvæð þróun hér og gerjun sem ég myndi vilja að héldi áfram í borginni,“ segir Nichole og bætir við um framboð: „Ég viðurkenni að ég er enn að sleikja sárin eftir reynsluna af þinginu. Ég mætti miklu mótlæti fyrir að vera með, en Björt framtíð skiptir mig mjög miklu máli og ef kallið kemur þaðan, þá er ég til,“ segir Nichole. Nafni Pawels Bartoszek hefur verið haldið á lofti síðan hann datt út af þingi í haust. Að eigin sögn er Pawel að leita sér að starfi og hefur ekki gert upp hug sinn um framboð. Heimildir blaðsins herma að hann muni þó ekki sækjast eftir fyrsta sæti á lista. Hins vegar þykir ekki ólíklegt að María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, muni sækjast eftir forystu í borginni fyrir Viðreisn. Áður en María hóf að aðstoða Þorgerði Katrínu starfaði hún sem sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu og leiddi meðal annars samráðshóp um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Ekki er að vænta mikillar endurnýjunar hjá Samfylkingunni í Reykjavík en enginn sitjandi borgarfulltrúa flokksins hefur gefið út að hann hyggist hætta. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hjálmar Sveinsson hafa setið tvö kjörtímabil en hinir borgarfulltrúarnir, Skúli Helgason, Kristín Soffía Jónsdóttir og Heiða Björg Hilmisdóttir, hafa setið eitt kjörtímabil. Kristín segist þó enn vera að hugsa málið. „Það er bara pínu erfitt að fara í fæðingarorlof í pólitík og koma til baka,“ segir Kristín og tekur dæmi úr borgarpólitíkinni um Sveinbjörgu Birnu, Þorbjörgu Helgu og Oddnýju Sturludóttur. „Ætli maður sé ekki bara svo hræddur við að það hafi áhrif á gengið að hafa farið í fæðingarorlof að maður þorir varla að taka slaginn,“ segir Kristín sem hugsar nú málið í ljósi #metoo-byltingarinnar. Þórlaug Ágústsdóttir hefur formlega gefið kost á sér til forystu fyrir Pírata í borginni en Halldór Auðar Svansson, eini borgarfulltrúi flokksins, hefur gefið út að hann ætli ekki aftur í framboð. Þórlaug hefur verið virk í flokknum lengi og skipaði þriðja sæti á lista flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum. Enn liggur ekki fyrir hverjir gefa kost á sér í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins aðrir en Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, sitjandi borgarfulltrúar, en framboðsfrestur rennur út á morgun. Eyþór Arnalds liggur enn undir feldi en margir líklegir frambjóðendur hafa helst úr lestinni undanfarna daga. Þannig hafa Unnur Brá Konráðsdóttir og Jón Karl Ólafsson bæði lýst því yfir að þau fari ekki fram, þrátt fyrir fjölda áskorana.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira