Volkswagen stærst með 10,7 milljónir seldra bíla Finnur Thorlacius skrifar 8. janúar 2018 15:42 Volkswagen Golf GTI Clubsport. Nú eru sölutölur síðasta árs hjá bílaframleiðendum að skila sér og Volkswagen hefur birt tölur um sölu í fyrra. Þær reyndust hærri en nokkru sinni fyrr, eða 10,7 milljónir seldra bíla. Toyota hefur ekki enn birt tölur, en búist er við 10,35 milljón bíla sölutölu þaðan. Innan Volkswagen Group bílasamstæðunnar eru fleiri bílamerki að finna en bara Volkswagen, því Audi, Porsche, Skoda, Seat, Bugatti, Lamborghini, Bentley, MAN og Scania merkin tilheyra einnig samstæðunni. Hjá Toyota teljast einnig með merkin Lexus, Daihatsu og Hino. Volkswagen Group seldi 10,3 milljónir bíla árið 2016 og því er vöxturinn nú rétt um 4% á milli ára. Toyota áætlar að vöxtur í sölu frá 2016 til 2017 sé um 2% og því helmingi minni en hjá Volkswagen Group. Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent
Nú eru sölutölur síðasta árs hjá bílaframleiðendum að skila sér og Volkswagen hefur birt tölur um sölu í fyrra. Þær reyndust hærri en nokkru sinni fyrr, eða 10,7 milljónir seldra bíla. Toyota hefur ekki enn birt tölur, en búist er við 10,35 milljón bíla sölutölu þaðan. Innan Volkswagen Group bílasamstæðunnar eru fleiri bílamerki að finna en bara Volkswagen, því Audi, Porsche, Skoda, Seat, Bugatti, Lamborghini, Bentley, MAN og Scania merkin tilheyra einnig samstæðunni. Hjá Toyota teljast einnig með merkin Lexus, Daihatsu og Hino. Volkswagen Group seldi 10,3 milljónir bíla árið 2016 og því er vöxturinn nú rétt um 4% á milli ára. Toyota áætlar að vöxtur í sölu frá 2016 til 2017 sé um 2% og því helmingi minni en hjá Volkswagen Group.
Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent