Aðförin 1751 Pawel Bartoszek skrifar 8. janúar 2018 07:00 Það er ekki auðvelt að segja hvenær aðför stjórnvalda að einkabílaeign Íslendinga hafi hafist af alvöru. En ef velja ætti einhverja eina upphafsdagsetningu þá er kannski nærtækast að miða við 17. júlí 1751, daginn sem Innréttingarnar voru stofnaðar. Frá þeim degi hafa yfirvöld, oftar en ekki erlend yfirvöld, reynt að leggja stein í götu einkabílsins, gjarnan með stuðningi nytsamlegra sakleysingja innanlands. Áður en Innréttingarnar voru stofnaðar bjuggu Íslendingar frjálsir og sjálfstæðir, hver á sínum bæ, sjálfbjarga um flest og engum háðir. Ef menn vildu ferðast, þurftu þeir ekki að bíða eftir strætó. Menn löbbuðu bara. En þá komu boð að ofan, frá einvaldinum sjálfum í Kaupmannahöfn, um að nú skyldi iðnvæðast, þétta byggð og skapa grundvöll undir Borgarlínur, sérakreinar og hjólastíga. Hefðu menn þá vitað að þeir þyrftu 250 árum síðar að ofgreiða fyrir bílastæði á háannatíma og niðurgreiða almenningssamgöngur með himinháum bensínsköttum þá hefðu menn hugsanlega spyrnt við fótum. En, nei, einfaldir þegnar Danakonungs í Norður-Atlantshafi sáu ekki í hvað stefndi og hlýddu, grunlausir um þá aðför að lífsstíl þeirra sem í vændum var. Það sem er einstaklega grátlegt við þetta er að Íslendingum hafði þá tekist að verjast aðförinni að einkabílnum þær fimm aldir sem þeir höfðu verið undir erlendri stjórn. Engin tilraun þeirra erlendu kónga sem stjórnuðu landinu til að skapa grundvöll undir niðurgreiddar hágæða-almenningssamgöngur gekk eftir. Öll þéttingaráform í Danaveldi féllu útbyrðis í Norðursjóinn og náðu ekki til Íslands. Fyrr en komið var á 18. öldina.Manntalið 1703 – innrásin undirbúin Veturinn 1702 til 1703 framkvæmdi Árni Magnússon fyrsta manntal Íslandssögunnar, að beiðni konungs. Flestir líta eflaust á þetta sem fremur jákvætt framtak: Tilraun til að ná utan um ástand fátækrar þjóðar. En bak við sakleysislegt yfirbragð lá í raun annar og dekkri ásetningur: Friðrik 4. Danakonungur var nefnilega að leita að heppilegum stöðum til að láta til skara stríða gegn rétti hvers einstaklings til að að velja sér ferðamáta í samræmi við sínar raunverulegu þarfir. Það átti að kortleggja heppilega þéttingarreiti framtíðarinnar! Það var svo barnabarn hans, Friðrik 5., sem tróð áðurnefndum Innréttingum ofan í friðsæla Kvosina við Reykjavíkurtjörn og sá næsti í röðinni, Kristján 7., bætti svo um betur með því að fyrirskipa eins konar aðför gegn einkabílnum á sex stöðum á landinu árið 1786. Á þessum sex stöðum; Grundarfirði, Ísafirði, Akureyri, Eskifirði og Vestmannaeyjum, auk Reykjavíkur, skyldi komið á fót svokölluðum „kaupstöðum“ í því skyni að neyða fólk til að búa þétt og þurfa væntanlega að taka strætó eða hjóla þegar fram liðu stundir. Sem betur fer tókst, um stundarsakir, að hrinda þessari árás, alls staðar nema í Reykjavík. Þar var skaðinn skeður.Hjólhýsahöfuðborgin Í mörg hundruð ár höfðu Íslendingar komist upp með einhverja sveitalubbalegustu hugmynd að höfuðborg sem hugsast getur. Höfuðborgin okkar var nefnilega einhvers konar hjólhýsagarður. Já, einu sinni á sumri keyrðu allir merkustu menn landsins á Þingvelli, tjölduðu þar, ákváðu lög, dæmdu fólk, framkvæmdu dómana og grilluðu á milli. Árleg útihátíð ríkisvaldsins. Og enginn strætó. Ekki þótti evrópsku þéttingarsinnunum þetta nógu fínt og eftir farsæl 870 ár var hugmyndinni um sumarhöfuðborg í hjólhýsagarði slaufað. Þegar Alþingi var svo endurreist 1844 voru þeir vissulega til sem vildu sjá það á gamla staðnum en þeir frelsiselskandi einstaklingshyggjumenn urðu undir. Það var svo Kaupmannahafnarbúinn og þéttingarsinninn Jón Sigurðsson sem vildi dúndra þinginu inn í þéttingarreit í Kvosinni, væntanlega í enn einni örvæntingarfullri tilraun til að neyða fólk til að nota almenningssamgöngur. Þar með gat Jón bara látið nægja að skjótast milli Reykjavíkur og Köben og stundað sinn bíllausa lífsstíl á sitthvorum staðnum. En sögur fara af því að Jón hafi lítið farið út fyrir póstnúmerið 101 þá mánuði sem hann dvaldi í bænum. Þegar allt kom saman, flutningur biskupsseturs, Alþingis, elsta skóla landsins, ríkisrekin iðnvæðing og samþjöppun verslunar með konunglegu boðvaldi, var jarðvegurinn undir aðförina kominn. Restina af sögunni þekkja allir. Í dag eru einungis 75% allra ferða á höfuðborgarsvæðinu farnar á einkabíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun
Það er ekki auðvelt að segja hvenær aðför stjórnvalda að einkabílaeign Íslendinga hafi hafist af alvöru. En ef velja ætti einhverja eina upphafsdagsetningu þá er kannski nærtækast að miða við 17. júlí 1751, daginn sem Innréttingarnar voru stofnaðar. Frá þeim degi hafa yfirvöld, oftar en ekki erlend yfirvöld, reynt að leggja stein í götu einkabílsins, gjarnan með stuðningi nytsamlegra sakleysingja innanlands. Áður en Innréttingarnar voru stofnaðar bjuggu Íslendingar frjálsir og sjálfstæðir, hver á sínum bæ, sjálfbjarga um flest og engum háðir. Ef menn vildu ferðast, þurftu þeir ekki að bíða eftir strætó. Menn löbbuðu bara. En þá komu boð að ofan, frá einvaldinum sjálfum í Kaupmannahöfn, um að nú skyldi iðnvæðast, þétta byggð og skapa grundvöll undir Borgarlínur, sérakreinar og hjólastíga. Hefðu menn þá vitað að þeir þyrftu 250 árum síðar að ofgreiða fyrir bílastæði á háannatíma og niðurgreiða almenningssamgöngur með himinháum bensínsköttum þá hefðu menn hugsanlega spyrnt við fótum. En, nei, einfaldir þegnar Danakonungs í Norður-Atlantshafi sáu ekki í hvað stefndi og hlýddu, grunlausir um þá aðför að lífsstíl þeirra sem í vændum var. Það sem er einstaklega grátlegt við þetta er að Íslendingum hafði þá tekist að verjast aðförinni að einkabílnum þær fimm aldir sem þeir höfðu verið undir erlendri stjórn. Engin tilraun þeirra erlendu kónga sem stjórnuðu landinu til að skapa grundvöll undir niðurgreiddar hágæða-almenningssamgöngur gekk eftir. Öll þéttingaráform í Danaveldi féllu útbyrðis í Norðursjóinn og náðu ekki til Íslands. Fyrr en komið var á 18. öldina.Manntalið 1703 – innrásin undirbúin Veturinn 1702 til 1703 framkvæmdi Árni Magnússon fyrsta manntal Íslandssögunnar, að beiðni konungs. Flestir líta eflaust á þetta sem fremur jákvætt framtak: Tilraun til að ná utan um ástand fátækrar þjóðar. En bak við sakleysislegt yfirbragð lá í raun annar og dekkri ásetningur: Friðrik 4. Danakonungur var nefnilega að leita að heppilegum stöðum til að láta til skara stríða gegn rétti hvers einstaklings til að að velja sér ferðamáta í samræmi við sínar raunverulegu þarfir. Það átti að kortleggja heppilega þéttingarreiti framtíðarinnar! Það var svo barnabarn hans, Friðrik 5., sem tróð áðurnefndum Innréttingum ofan í friðsæla Kvosina við Reykjavíkurtjörn og sá næsti í röðinni, Kristján 7., bætti svo um betur með því að fyrirskipa eins konar aðför gegn einkabílnum á sex stöðum á landinu árið 1786. Á þessum sex stöðum; Grundarfirði, Ísafirði, Akureyri, Eskifirði og Vestmannaeyjum, auk Reykjavíkur, skyldi komið á fót svokölluðum „kaupstöðum“ í því skyni að neyða fólk til að búa þétt og þurfa væntanlega að taka strætó eða hjóla þegar fram liðu stundir. Sem betur fer tókst, um stundarsakir, að hrinda þessari árás, alls staðar nema í Reykjavík. Þar var skaðinn skeður.Hjólhýsahöfuðborgin Í mörg hundruð ár höfðu Íslendingar komist upp með einhverja sveitalubbalegustu hugmynd að höfuðborg sem hugsast getur. Höfuðborgin okkar var nefnilega einhvers konar hjólhýsagarður. Já, einu sinni á sumri keyrðu allir merkustu menn landsins á Þingvelli, tjölduðu þar, ákváðu lög, dæmdu fólk, framkvæmdu dómana og grilluðu á milli. Árleg útihátíð ríkisvaldsins. Og enginn strætó. Ekki þótti evrópsku þéttingarsinnunum þetta nógu fínt og eftir farsæl 870 ár var hugmyndinni um sumarhöfuðborg í hjólhýsagarði slaufað. Þegar Alþingi var svo endurreist 1844 voru þeir vissulega til sem vildu sjá það á gamla staðnum en þeir frelsiselskandi einstaklingshyggjumenn urðu undir. Það var svo Kaupmannahafnarbúinn og þéttingarsinninn Jón Sigurðsson sem vildi dúndra þinginu inn í þéttingarreit í Kvosinni, væntanlega í enn einni örvæntingarfullri tilraun til að neyða fólk til að nota almenningssamgöngur. Þar með gat Jón bara látið nægja að skjótast milli Reykjavíkur og Köben og stundað sinn bíllausa lífsstíl á sitthvorum staðnum. En sögur fara af því að Jón hafi lítið farið út fyrir póstnúmerið 101 þá mánuði sem hann dvaldi í bænum. Þegar allt kom saman, flutningur biskupsseturs, Alþingis, elsta skóla landsins, ríkisrekin iðnvæðing og samþjöppun verslunar með konunglegu boðvaldi, var jarðvegurinn undir aðförina kominn. Restina af sögunni þekkja allir. Í dag eru einungis 75% allra ferða á höfuðborgarsvæðinu farnar á einkabíl.