Elliði tilbúinn í fyrsta prófkjör í Eyjum í 28 ár Þórarinn Þórarinsson skrifar 6. janúar 2018 07:00 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum felldi skömmu fyrir áramót tillögu um að stillt yrði upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Aníta Óðinsdóttir, formaður fulltrúaráðsins, segir að ráðið muni því á næstunni kjósa um hvort valið verði á listann með prófkjöri. Nái sú tillaga ekki fram að ganga verði kosning kjörnefndar þrautalendingin. Elliði Vignisson, oddviti flokksins, sem hefur verið bæjarstjóri í tólf ár, hefur lýst því yfir að hann gefi kost á sér áfram og hvikar hvergi frá því þótt tillagan um uppstillingu hafi verið felld. „Ég gef kost á mér sama hvaða leið verður farin og er nú uppteknari af því hvernig við vinnum kosningar frekar en hvaða aðferð er notuð til þess að stilla upp lista.“ Elliði segist aðspurður ekki vera kominn í neinn sérstakan prófkjörsham strax. Hann bíði einfaldlega rólegur eftir lokaniðurstöðunni. Elliði lýsti því yfir í desember að hann gæfi kost á sér áfram. Hann sagðist þá, á undanförnum mánuðum, hafa verið þráspurður hvort hann myndi sækjast eftir endurkjöri. Eftir að hafa ráðfært sig við fjölskyldu, vini og samstarfsfólk tók hann ákvörðun „um að láta reyna á hvort ég hafi áfram traust Eyjamanna til að vinna sveitarfélaginu gagn“. Sjálfstæðisfólk í Vestmannaeyjum var síðast með prófkjör árið 1990, fyrir 28 árum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum felldi skömmu fyrir áramót tillögu um að stillt yrði upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Aníta Óðinsdóttir, formaður fulltrúaráðsins, segir að ráðið muni því á næstunni kjósa um hvort valið verði á listann með prófkjöri. Nái sú tillaga ekki fram að ganga verði kosning kjörnefndar þrautalendingin. Elliði Vignisson, oddviti flokksins, sem hefur verið bæjarstjóri í tólf ár, hefur lýst því yfir að hann gefi kost á sér áfram og hvikar hvergi frá því þótt tillagan um uppstillingu hafi verið felld. „Ég gef kost á mér sama hvaða leið verður farin og er nú uppteknari af því hvernig við vinnum kosningar frekar en hvaða aðferð er notuð til þess að stilla upp lista.“ Elliði segist aðspurður ekki vera kominn í neinn sérstakan prófkjörsham strax. Hann bíði einfaldlega rólegur eftir lokaniðurstöðunni. Elliði lýsti því yfir í desember að hann gæfi kost á sér áfram. Hann sagðist þá, á undanförnum mánuðum, hafa verið þráspurður hvort hann myndi sækjast eftir endurkjöri. Eftir að hafa ráðfært sig við fjölskyldu, vini og samstarfsfólk tók hann ákvörðun „um að láta reyna á hvort ég hafi áfram traust Eyjamanna til að vinna sveitarfélaginu gagn“. Sjálfstæðisfólk í Vestmannaeyjum var síðast með prófkjör árið 1990, fyrir 28 árum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira