Munu ræða Ólympíuleika í fyrstu viðræðum í tvö ár Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. janúar 2018 07:00 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Nordicphotos/AFP Einræðisstjórn Kim Jong-un í Norður-Kóreu hefur þegið boð Suður-Kóreustjórnar um að halda formlegar viðræður þann 9. janúar næstkomandi. Búist er við því að viðræðurnar fari fram í landamærabænum Panmunjom en þetta verða fyrstu viðræður ríkjanna tveggja frá því í desember 2015. Ekki liggur fyrir hverjir mæta til viðræðna og er þar af leiðandi óljóst hvort einræðisherrann Kim eða suðurkóreski forsetinn Moon Jae-in hittast á þriðjudaginn. Viðfangsefni viðræðnanna verður þátttaka Norður-Kóreu á vetrarólympíuleikunum sem fara fram í suðurkóresku borginni Pyeongchang síðar á árinu. Unnið verður að því að finna út úr því hvernig þátttökunni verði best háttað. Heimildarmaður suðurkóresku fréttastofunnar Yonhap frá skrifstofu forseta sagði í gær að þar í landi væri talið líklegt að viðræður færu fram um bætt samskipti ríkjanna. Svo virðist sem Norður-Kóreustjórn vilji vinna að bættum samskiptum og friði en fyrr í vikunni var tilkynnt að bein neyðarlína á milli ríkjanna hefði verið tengd á ný. Síðustu neyðarlínunni, áður en þessi var opnuð, hafði verið lokað stuttu eftir viðræðuslitin í desember 2015. Ekki eru þó allir sannfærðir um að stjórn Kim hafi nokkurn áhuga á að vinna af alvöru að friðsamlegri framtíð. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði til að mynda í gær að samkomulagið um viðræður væri til komið vegna þrýstings alþjóðasamfélagsins. Ekki væri hægt að fullyrða hvort um væri að ræða raunverulega stefnubreytingu Kim-stjórnarinnar eða einstaka undantekningu. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Einræðisstjórn Kim Jong-un í Norður-Kóreu hefur þegið boð Suður-Kóreustjórnar um að halda formlegar viðræður þann 9. janúar næstkomandi. Búist er við því að viðræðurnar fari fram í landamærabænum Panmunjom en þetta verða fyrstu viðræður ríkjanna tveggja frá því í desember 2015. Ekki liggur fyrir hverjir mæta til viðræðna og er þar af leiðandi óljóst hvort einræðisherrann Kim eða suðurkóreski forsetinn Moon Jae-in hittast á þriðjudaginn. Viðfangsefni viðræðnanna verður þátttaka Norður-Kóreu á vetrarólympíuleikunum sem fara fram í suðurkóresku borginni Pyeongchang síðar á árinu. Unnið verður að því að finna út úr því hvernig þátttökunni verði best háttað. Heimildarmaður suðurkóresku fréttastofunnar Yonhap frá skrifstofu forseta sagði í gær að þar í landi væri talið líklegt að viðræður færu fram um bætt samskipti ríkjanna. Svo virðist sem Norður-Kóreustjórn vilji vinna að bættum samskiptum og friði en fyrr í vikunni var tilkynnt að bein neyðarlína á milli ríkjanna hefði verið tengd á ný. Síðustu neyðarlínunni, áður en þessi var opnuð, hafði verið lokað stuttu eftir viðræðuslitin í desember 2015. Ekki eru þó allir sannfærðir um að stjórn Kim hafi nokkurn áhuga á að vinna af alvöru að friðsamlegri framtíð. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði til að mynda í gær að samkomulagið um viðræður væri til komið vegna þrýstings alþjóðasamfélagsins. Ekki væri hægt að fullyrða hvort um væri að ræða raunverulega stefnubreytingu Kim-stjórnarinnar eða einstaka undantekningu.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira