Munu ræða Ólympíuleika í fyrstu viðræðum í tvö ár Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. janúar 2018 07:00 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Nordicphotos/AFP Einræðisstjórn Kim Jong-un í Norður-Kóreu hefur þegið boð Suður-Kóreustjórnar um að halda formlegar viðræður þann 9. janúar næstkomandi. Búist er við því að viðræðurnar fari fram í landamærabænum Panmunjom en þetta verða fyrstu viðræður ríkjanna tveggja frá því í desember 2015. Ekki liggur fyrir hverjir mæta til viðræðna og er þar af leiðandi óljóst hvort einræðisherrann Kim eða suðurkóreski forsetinn Moon Jae-in hittast á þriðjudaginn. Viðfangsefni viðræðnanna verður þátttaka Norður-Kóreu á vetrarólympíuleikunum sem fara fram í suðurkóresku borginni Pyeongchang síðar á árinu. Unnið verður að því að finna út úr því hvernig þátttökunni verði best háttað. Heimildarmaður suðurkóresku fréttastofunnar Yonhap frá skrifstofu forseta sagði í gær að þar í landi væri talið líklegt að viðræður færu fram um bætt samskipti ríkjanna. Svo virðist sem Norður-Kóreustjórn vilji vinna að bættum samskiptum og friði en fyrr í vikunni var tilkynnt að bein neyðarlína á milli ríkjanna hefði verið tengd á ný. Síðustu neyðarlínunni, áður en þessi var opnuð, hafði verið lokað stuttu eftir viðræðuslitin í desember 2015. Ekki eru þó allir sannfærðir um að stjórn Kim hafi nokkurn áhuga á að vinna af alvöru að friðsamlegri framtíð. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði til að mynda í gær að samkomulagið um viðræður væri til komið vegna þrýstings alþjóðasamfélagsins. Ekki væri hægt að fullyrða hvort um væri að ræða raunverulega stefnubreytingu Kim-stjórnarinnar eða einstaka undantekningu. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Sjá meira
Einræðisstjórn Kim Jong-un í Norður-Kóreu hefur þegið boð Suður-Kóreustjórnar um að halda formlegar viðræður þann 9. janúar næstkomandi. Búist er við því að viðræðurnar fari fram í landamærabænum Panmunjom en þetta verða fyrstu viðræður ríkjanna tveggja frá því í desember 2015. Ekki liggur fyrir hverjir mæta til viðræðna og er þar af leiðandi óljóst hvort einræðisherrann Kim eða suðurkóreski forsetinn Moon Jae-in hittast á þriðjudaginn. Viðfangsefni viðræðnanna verður þátttaka Norður-Kóreu á vetrarólympíuleikunum sem fara fram í suðurkóresku borginni Pyeongchang síðar á árinu. Unnið verður að því að finna út úr því hvernig þátttökunni verði best háttað. Heimildarmaður suðurkóresku fréttastofunnar Yonhap frá skrifstofu forseta sagði í gær að þar í landi væri talið líklegt að viðræður færu fram um bætt samskipti ríkjanna. Svo virðist sem Norður-Kóreustjórn vilji vinna að bættum samskiptum og friði en fyrr í vikunni var tilkynnt að bein neyðarlína á milli ríkjanna hefði verið tengd á ný. Síðustu neyðarlínunni, áður en þessi var opnuð, hafði verið lokað stuttu eftir viðræðuslitin í desember 2015. Ekki eru þó allir sannfærðir um að stjórn Kim hafi nokkurn áhuga á að vinna af alvöru að friðsamlegri framtíð. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði til að mynda í gær að samkomulagið um viðræður væri til komið vegna þrýstings alþjóðasamfélagsins. Ekki væri hægt að fullyrða hvort um væri að ræða raunverulega stefnubreytingu Kim-stjórnarinnar eða einstaka undantekningu.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Sjá meira