Tengja við sýninguna sem fyrrverandi börn og líka sem fullorðið fólk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. janúar 2018 10:15 Stuð á sviðinu hjá þeim Stefáni Halli og Maríu Thelmu. Mynd/Halldór Örn Óskarsson Ég get! nefnist leikrit sem Þjóðleikhúsið frumsýnir á morgun í Kúlunni við Lindargötu. Það er eftir sænska leikhúsmógúlinn Peter Engkvist. „Sýningin er miðuð við þriggja til sex ára og líka fullorðnu börnin,“ segir Björn Ingi Hilmarsson, leikstjóri verksins. Rennsli er rétt að hefjast þegar ég kíki inn í Kúluna. Leikararnir, María Thelma Smáradóttir og Stefán Hallur Stefánsson, eru að setja sig í stellingar undir vökulu auga leikstjórans og ljósamaðurinn, Hermann Karl Björnsson, hefur komið sér fyrir með sínar græjur. Þau taka því þó öll vel að vera tafin í fimm mínútur til að segja frá sýningunni, kaffi er rennt í bolla og ég tylli mér niður á lítinn stól í næstfremstu röð. Um hvað fjallar Ég get? Stefán Hallur er fyrstur til svars. „Í rannsóknarferðalaginu fyrir þessa sýningu höfum við komist að ýmsu og eigum auðvelt með að tengja við hana á margan hátt, bæði sem fyrrverandi börn og líka sem fullorðið fólk. Til dæmis er í henni ýmislegt sem viðkemur sjálfstæði, réttindum og sjálfsmyndinni.“ „Hún snýst líka um klassísk viðfangsefni eins og vináttuna, að deila með sér og hjálpast að,“ bætir María Thelma við. „Í þessari sýningu er ekkert verið að predika eða segja hvernig hlutirnir eigi að vera,“ segir Björn Ingi og bætir við að titillinn, Ég get, sé bein tilvitnun í frænda höfundarins. „Systursonur hans sagði þetta: „Ég get. Ég get allt. Ég er bestur.“ Svona setningar heyrast oft þegar börn eru að uppgötva sjálf sig. Hver þekkir ekki samtöl eins og: „Farðu í þessi föt.“ „Nei.“ „Ég skal klæða þig.“ „Nei, ég get.“ …?“ Er leikritið sem sagt þerapía fyrir foreldra líka? „Kannski, en líka um það að þiggja hjálp og gera hluti saman,“ segir María Thelma. „Svo er sýningin mjög myndræn.“ „Við fengum tuttugu og fimm leikskólabörn á æfinguna í gær og þau skemmtu sér konunglega,“ segir Stefán Hallur. „Já, ég fékk póst frá kennaranum þeirra á eftir sem sagði að börnin hefðu verið á fullu að tala um sýninguna þegar þau komu til baka,“ upplýsir Björn Ingi. „Þau voru líka svo fús til að taka þátt, búa til hljóð með okkur og fleira, fylgdu okkur og treystu alveg um leið,“ segir María Thelma. Stefán Hallur tekur fram að þau María Thelma séu ekkert að leika sérstaklega fyrir börn, heldur bara vinna vinnuna sína sem listamenn. „Já, og finna okkar eigið barn innra með okkur,“ segir María Thelma brosandi. Að lokum spyr ég Björn Inga hvort úrval sé til af góðum leikverkum fyrir unga áhorfendur eins og þessi sýning er miðuð við. Hann segir svo vera. „Ég var að vinna í leikhúsi í Stokkhólmi í fimm ár sem gerir leikrit fyrir börn frá tveggja upp í sextán ára. Það er mikill brunnur að ganga í fyrir mig. Ég er með margar ferðatöskur af leikritum fyrir alla aldurshópa.“ Nú tef ég ekki lengur. Fólkið verður að fá að æfa. Áður en ég smeygi mér út fæ ég að sjá smá brot úr sýningunni. Persónurnar ætla að fara að vökva en fyrr en varir eru garðkönnurnar búnar að taka völdin, bregða á leik í loftinu og mynda listaverk með hjálp leikaranna og ljósamannsins. Menning Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ég get! nefnist leikrit sem Þjóðleikhúsið frumsýnir á morgun í Kúlunni við Lindargötu. Það er eftir sænska leikhúsmógúlinn Peter Engkvist. „Sýningin er miðuð við þriggja til sex ára og líka fullorðnu börnin,“ segir Björn Ingi Hilmarsson, leikstjóri verksins. Rennsli er rétt að hefjast þegar ég kíki inn í Kúluna. Leikararnir, María Thelma Smáradóttir og Stefán Hallur Stefánsson, eru að setja sig í stellingar undir vökulu auga leikstjórans og ljósamaðurinn, Hermann Karl Björnsson, hefur komið sér fyrir með sínar græjur. Þau taka því þó öll vel að vera tafin í fimm mínútur til að segja frá sýningunni, kaffi er rennt í bolla og ég tylli mér niður á lítinn stól í næstfremstu röð. Um hvað fjallar Ég get? Stefán Hallur er fyrstur til svars. „Í rannsóknarferðalaginu fyrir þessa sýningu höfum við komist að ýmsu og eigum auðvelt með að tengja við hana á margan hátt, bæði sem fyrrverandi börn og líka sem fullorðið fólk. Til dæmis er í henni ýmislegt sem viðkemur sjálfstæði, réttindum og sjálfsmyndinni.“ „Hún snýst líka um klassísk viðfangsefni eins og vináttuna, að deila með sér og hjálpast að,“ bætir María Thelma við. „Í þessari sýningu er ekkert verið að predika eða segja hvernig hlutirnir eigi að vera,“ segir Björn Ingi og bætir við að titillinn, Ég get, sé bein tilvitnun í frænda höfundarins. „Systursonur hans sagði þetta: „Ég get. Ég get allt. Ég er bestur.“ Svona setningar heyrast oft þegar börn eru að uppgötva sjálf sig. Hver þekkir ekki samtöl eins og: „Farðu í þessi föt.“ „Nei.“ „Ég skal klæða þig.“ „Nei, ég get.“ …?“ Er leikritið sem sagt þerapía fyrir foreldra líka? „Kannski, en líka um það að þiggja hjálp og gera hluti saman,“ segir María Thelma. „Svo er sýningin mjög myndræn.“ „Við fengum tuttugu og fimm leikskólabörn á æfinguna í gær og þau skemmtu sér konunglega,“ segir Stefán Hallur. „Já, ég fékk póst frá kennaranum þeirra á eftir sem sagði að börnin hefðu verið á fullu að tala um sýninguna þegar þau komu til baka,“ upplýsir Björn Ingi. „Þau voru líka svo fús til að taka þátt, búa til hljóð með okkur og fleira, fylgdu okkur og treystu alveg um leið,“ segir María Thelma. Stefán Hallur tekur fram að þau María Thelma séu ekkert að leika sérstaklega fyrir börn, heldur bara vinna vinnuna sína sem listamenn. „Já, og finna okkar eigið barn innra með okkur,“ segir María Thelma brosandi. Að lokum spyr ég Björn Inga hvort úrval sé til af góðum leikverkum fyrir unga áhorfendur eins og þessi sýning er miðuð við. Hann segir svo vera. „Ég var að vinna í leikhúsi í Stokkhólmi í fimm ár sem gerir leikrit fyrir börn frá tveggja upp í sextán ára. Það er mikill brunnur að ganga í fyrir mig. Ég er með margar ferðatöskur af leikritum fyrir alla aldurshópa.“ Nú tef ég ekki lengur. Fólkið verður að fá að æfa. Áður en ég smeygi mér út fæ ég að sjá smá brot úr sýningunni. Persónurnar ætla að fara að vökva en fyrr en varir eru garðkönnurnar búnar að taka völdin, bregða á leik í loftinu og mynda listaverk með hjálp leikaranna og ljósamannsins.
Menning Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira