Ætla að semja og æfa nýtt efni á Íslandi í janúar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2018 18:37 Íslenska hljómsveitin Kaleo, sem hefur slegið í gegn utan landsteinanna undanfarin misseri, hyggst semja og æfa nýtt efni hér á Íslandi í janúar. Davíð Antonsson, Dabbi, trommari Kaleo og bassaleikarinn Daníel Kristjánsson, Danni, kíktu í spjall til Ómars Úlfs á X-inu í dag. Þar ræddu þeir viðburðarríkt ár, þar sem tónleikaferðalag um heiminn bar hæst, og snertu einnig á því sem framundan er hjá sveitinni. „Við erum að taka okkur smá tíma í að æfa og búa til nýtt efni. Við ætlum ekki að túra jafn mikið á næsta ári heldur að fara að vinna í nýrri plötu. En við munum alveg túra eitthvað,“ sagði Danni en næst stígur Kaleo á stokk í Suður-Ameríku, nánar tiltekið í Brasilíu, Argentínu og Chile á tónlistarhátíðinni Lollapalooza í mars.Sjá einnig: Kaleo mest gúgglaðir Þá sögðust Danni og Dabbi báðir spenntir fyrir því að semja og spila ný lög á tónleikum en sú vinna tekur við nú í janúar. „Við verðum hér út janúar,“ sagði Danni og bætti við að upptökur færu fram á nokkrum stöðum. „Við gerum líklegast eitthvað hér heima, eitthvað í LA og eitthvað í Nashville.“ Hljómsveitin Kaleo hefur notið gríðarmikilla vinsælda síðustu ár, og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, en sveitin var nýlega tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir besta rokkflutning ársins á laginu No Good. Grammy-verðlaunahátíðin fer fram þann 28. janúar næstkomandi.Hlusta má á viðtal Ómars Úlfs við Danna og Dabba í Kaleo í heild í spilaranum hér að ofan. Kaleo Tónlist Tengdar fréttir Kaleo mest gúgglaðir Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson var sá Íslendingur sem Íslendingar gúggluðu hvað oftast á árinu. 14. desember 2017 12:45 Kaleo sendir landsliðinu kveðju Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær stuðning úr öllum áttum í kvöld. 9. október 2017 19:10 Kaleo hitar upp fyrir Rolling Stones á tónleikum Íslenska rokkhljómsveitin Kaleo mun hita upp fyrir goðsagnirnar í Rolling Stones á tónleikum í næsta mánuði. 16. ágúst 2017 09:30 Kaleo-tónleikar fylltu Ólafíu af jákvæðri orku og stolti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var afslöppuð á síðasta móti sínu og það bar góðan árangur. 6. september 2017 09:00 Kaleo og Jóhann Jóhannsson tilnefnd til Grammy Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir bestu tónlistina í kvikmynd en hann gerði tónlistina fyrir kvikmyndina Arrival sem kom út árið 2016. 28. nóvember 2017 14:15 Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslenska hljómsveitin Kaleo, sem hefur slegið í gegn utan landsteinanna undanfarin misseri, hyggst semja og æfa nýtt efni hér á Íslandi í janúar. Davíð Antonsson, Dabbi, trommari Kaleo og bassaleikarinn Daníel Kristjánsson, Danni, kíktu í spjall til Ómars Úlfs á X-inu í dag. Þar ræddu þeir viðburðarríkt ár, þar sem tónleikaferðalag um heiminn bar hæst, og snertu einnig á því sem framundan er hjá sveitinni. „Við erum að taka okkur smá tíma í að æfa og búa til nýtt efni. Við ætlum ekki að túra jafn mikið á næsta ári heldur að fara að vinna í nýrri plötu. En við munum alveg túra eitthvað,“ sagði Danni en næst stígur Kaleo á stokk í Suður-Ameríku, nánar tiltekið í Brasilíu, Argentínu og Chile á tónlistarhátíðinni Lollapalooza í mars.Sjá einnig: Kaleo mest gúgglaðir Þá sögðust Danni og Dabbi báðir spenntir fyrir því að semja og spila ný lög á tónleikum en sú vinna tekur við nú í janúar. „Við verðum hér út janúar,“ sagði Danni og bætti við að upptökur færu fram á nokkrum stöðum. „Við gerum líklegast eitthvað hér heima, eitthvað í LA og eitthvað í Nashville.“ Hljómsveitin Kaleo hefur notið gríðarmikilla vinsælda síðustu ár, og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, en sveitin var nýlega tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir besta rokkflutning ársins á laginu No Good. Grammy-verðlaunahátíðin fer fram þann 28. janúar næstkomandi.Hlusta má á viðtal Ómars Úlfs við Danna og Dabba í Kaleo í heild í spilaranum hér að ofan.
Kaleo Tónlist Tengdar fréttir Kaleo mest gúgglaðir Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson var sá Íslendingur sem Íslendingar gúggluðu hvað oftast á árinu. 14. desember 2017 12:45 Kaleo sendir landsliðinu kveðju Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær stuðning úr öllum áttum í kvöld. 9. október 2017 19:10 Kaleo hitar upp fyrir Rolling Stones á tónleikum Íslenska rokkhljómsveitin Kaleo mun hita upp fyrir goðsagnirnar í Rolling Stones á tónleikum í næsta mánuði. 16. ágúst 2017 09:30 Kaleo-tónleikar fylltu Ólafíu af jákvæðri orku og stolti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var afslöppuð á síðasta móti sínu og það bar góðan árangur. 6. september 2017 09:00 Kaleo og Jóhann Jóhannsson tilnefnd til Grammy Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir bestu tónlistina í kvikmynd en hann gerði tónlistina fyrir kvikmyndina Arrival sem kom út árið 2016. 28. nóvember 2017 14:15 Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Kaleo mest gúgglaðir Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson var sá Íslendingur sem Íslendingar gúggluðu hvað oftast á árinu. 14. desember 2017 12:45
Kaleo sendir landsliðinu kveðju Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær stuðning úr öllum áttum í kvöld. 9. október 2017 19:10
Kaleo hitar upp fyrir Rolling Stones á tónleikum Íslenska rokkhljómsveitin Kaleo mun hita upp fyrir goðsagnirnar í Rolling Stones á tónleikum í næsta mánuði. 16. ágúst 2017 09:30
Kaleo-tónleikar fylltu Ólafíu af jákvæðri orku og stolti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var afslöppuð á síðasta móti sínu og það bar góðan árangur. 6. september 2017 09:00
Kaleo og Jóhann Jóhannsson tilnefnd til Grammy Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir bestu tónlistina í kvikmynd en hann gerði tónlistina fyrir kvikmyndina Arrival sem kom út árið 2016. 28. nóvember 2017 14:15