„Frekar myndum við fara í fangelsi“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 5. janúar 2018 09:05 Jón Trausti Reynisson er ritstjóri Stundarinnar en GlitnirHoldco fór fram á lögbann á fréttaflutning miðilsins og Reykjavík Media úr gögnum frá Glitni. Vísir/ÞÞ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Skýrslutaka hefst klukkan 9:15 en áætlað er að aðalmeðferðin standi til 14:15 samkvæmt dagskrá dómstólanna. Þann 13. október síðastliðinn fór félag Glitnis HoldCo fram á lögbann á frekari fréttaflutningi útgáfufélags Stundarinnar og Reykjavik Media ehf. úr gögnum sem Stundin hafði undir höndum. Þá höfðu Stundin og Reykjavik Media, ásamt breska fjölmiðlinum The Guardian, um nokkurra vikna skeið flutt ítarlegar fréttir um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, og fjölskyldu hans, dagana fyrir efnahagshrunið árið 2008. Auk lögbannskröfunnar fór Glitnir HoldCo fram á að gögnin yrðu afhent og að lögbanni yrði komið á frekari dreifingu eldri frétta. Kröfunni um afhendingu gagnanna var hafnað og féll lögmaður Glitnis frá síðari kröfunni. Þá var lögbannskrafan byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir og rökin með henni að í gögnunum væri að finna upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Var í lögbannsbeiðninni látið að því liggja að gögnin væru stolin úr kerfum bankans og ítrekað að beiðnin yrði því tekin fyrir tafarlaust. Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst á að lögbannskrafan yrði samþykkt og gengu fulltrúar embættisins fyrirvaralaust inn á skrifstofur Stundarinnar þar sem afhendingu gagnanna var krafist. Sigríður Rut Júlíusdóttir, annar tveggja lögmanna Stundarinnar og Reykjavik Media, gerði athugasemd við framkvæmdina og sagði að blaðamenn Stundarinnar hefðu engum vörnum getað komið við. Þá sagði Jón Trausti Reynisson, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar, að frekar færu þau í fangelsi heldur en að afhenda gögnin sýslumanni.Sjá einnig: „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“„Aðför“ gegn Sjálfstæðisflokknum og formanni hansHaft var eftir Bjarna Benedikssyni, sem Stundin fjallaði um út frá gögnunum, að hann hefði ekki beðið um lögbannið og hafi aldrei kveinkað sér undan fjölmiðlaumfjöllun og enn síður farið fram á að látið yrði af umræðu um sig í fjölmiðlum. Þá sagði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að lögbannið væri aðför að flokknum og formanni hans. „Þetta lögbann toppar líklega allar aðrar aðfarir að flokknum mínum og formanni hans.[...]“ Fylgst verður með aðalmeðferðinni á Vísi í dag. Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Skýrslutaka hefst klukkan 9:15 en áætlað er að aðalmeðferðin standi til 14:15 samkvæmt dagskrá dómstólanna. Þann 13. október síðastliðinn fór félag Glitnis HoldCo fram á lögbann á frekari fréttaflutningi útgáfufélags Stundarinnar og Reykjavik Media ehf. úr gögnum sem Stundin hafði undir höndum. Þá höfðu Stundin og Reykjavik Media, ásamt breska fjölmiðlinum The Guardian, um nokkurra vikna skeið flutt ítarlegar fréttir um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, og fjölskyldu hans, dagana fyrir efnahagshrunið árið 2008. Auk lögbannskröfunnar fór Glitnir HoldCo fram á að gögnin yrðu afhent og að lögbanni yrði komið á frekari dreifingu eldri frétta. Kröfunni um afhendingu gagnanna var hafnað og féll lögmaður Glitnis frá síðari kröfunni. Þá var lögbannskrafan byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir og rökin með henni að í gögnunum væri að finna upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Var í lögbannsbeiðninni látið að því liggja að gögnin væru stolin úr kerfum bankans og ítrekað að beiðnin yrði því tekin fyrir tafarlaust. Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst á að lögbannskrafan yrði samþykkt og gengu fulltrúar embættisins fyrirvaralaust inn á skrifstofur Stundarinnar þar sem afhendingu gagnanna var krafist. Sigríður Rut Júlíusdóttir, annar tveggja lögmanna Stundarinnar og Reykjavik Media, gerði athugasemd við framkvæmdina og sagði að blaðamenn Stundarinnar hefðu engum vörnum getað komið við. Þá sagði Jón Trausti Reynisson, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar, að frekar færu þau í fangelsi heldur en að afhenda gögnin sýslumanni.Sjá einnig: „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“„Aðför“ gegn Sjálfstæðisflokknum og formanni hansHaft var eftir Bjarna Benedikssyni, sem Stundin fjallaði um út frá gögnunum, að hann hefði ekki beðið um lögbannið og hafi aldrei kveinkað sér undan fjölmiðlaumfjöllun og enn síður farið fram á að látið yrði af umræðu um sig í fjölmiðlum. Þá sagði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að lögbannið væri aðför að flokknum og formanni hans. „Þetta lögbann toppar líklega allar aðrar aðfarir að flokknum mínum og formanni hans.[...]“ Fylgst verður með aðalmeðferðinni á Vísi í dag.
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira