2,4 stiga jarðskálfti mældist aust-suðaustur af Bárðarbungu laust fyrir klukkan þrjú í nótt á svipuðum slóðum og skjálfti upp á 2,9 stig varð í fyrrinótt.
Tuttugu vægari skjálftar urðu á þessum slóðum í hrinu 31. desember, en engar vísbendingar eru þó um gosóróa.
Annars mældust 420 skjálftar á landinu í síðustu viku nýliðins árs, sem var hundrað skjálftum fleiri en í vikunni þar á undan.
Skjálfti í Bárðarbungu
Gissur Sigurðsson skrifar
