Vildu aðstoða þjófinn en ekki sækja til saka Sveinn Arnarsson skrifar 4. janúar 2018 07:00 Hannes og Birna eru forstöðumenn Hjálpræðishersins á Akureyri og vilja aðstoða hinn brotlega með samtölum frekar en fangavist. vísir/auðunn „Það er ekki í okkar anda að eltast við svona smotterí og erfitt að eiga við þetta fyrir okkur,“ segir Hannes Bjarnason, annar forstöðumanna Hjálpræðishersins á Akureyri, þegar hann er spurður út í dóm sem maður fékk fyrir að stela sex þúsund krónum úr söfnunarbauk Hersins á Akureyri í fyrra. Var maðurinn dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar. „Það sem gerist er að brotist er inn í nytjamarkað okkar og þar er stolið úr söfnunarbauk,“ segir Hannes. „Þar sem um innbrot er að ræða þá tilkynntum við það til lögreglu vegna þess að munir voru eyðilagðir. Síðan er málið úr okkar höndum og við getum ekki gert neitt meira. Lögreglan bað okkur um að skila skaðabótakröfu en við vildum það ekki. Það er miklu nær að aðstoða manninn og ræða við hann en sækja hann til saka.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að karlmaður hefði í mars á síðasta ári brotist inn í nytjamarkað Hjálpræðishersins og stolið þaðan sex þúsund krónum. Vegna þess og fyrri brota hans var talið hæfilegt að dæma hann til fangelsisvistar í tvo mánuði. Hannes og Birna Dís segja það ekki hjálpa mikið. „Við vonum að yfirvöld girði sig í brók. Lausnin er ekki fangelsi fyrir svona hóp ef þeir hafa brotið af sér í langan tíma, það segir sig sjálft.“ Hjálpræðisherinn hefur um langan tíma aðstoðað fanga á Akureyri um nauðsynjar, fatnað og jólagjafir, án endurgjalds og mun halda því áfram. Þau vonast eftir því að geta hitt manninn og rætt við hann í þeim tilgangi að aðstoða hann. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að einstaklingar sem hlotið hafa brot fyrir væg auðgunarbrot geti afplánað refsingu sína í samfélagsþjónustu. Til að mynda fyrir samtök eins og Rauða krossinn. Fyrir því eru ákveðin skilyrði hins vegar. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fangelsisvist fyrir að stela klinki frá Hjálpræðishernum Sakaferill mannsins samkvæmt dómi Héraðsdóms hafði verið nær óslitinn frá árinu 1990 til ársins 2005. 3. janúar 2018 11:44 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
„Það er ekki í okkar anda að eltast við svona smotterí og erfitt að eiga við þetta fyrir okkur,“ segir Hannes Bjarnason, annar forstöðumanna Hjálpræðishersins á Akureyri, þegar hann er spurður út í dóm sem maður fékk fyrir að stela sex þúsund krónum úr söfnunarbauk Hersins á Akureyri í fyrra. Var maðurinn dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar. „Það sem gerist er að brotist er inn í nytjamarkað okkar og þar er stolið úr söfnunarbauk,“ segir Hannes. „Þar sem um innbrot er að ræða þá tilkynntum við það til lögreglu vegna þess að munir voru eyðilagðir. Síðan er málið úr okkar höndum og við getum ekki gert neitt meira. Lögreglan bað okkur um að skila skaðabótakröfu en við vildum það ekki. Það er miklu nær að aðstoða manninn og ræða við hann en sækja hann til saka.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að karlmaður hefði í mars á síðasta ári brotist inn í nytjamarkað Hjálpræðishersins og stolið þaðan sex þúsund krónum. Vegna þess og fyrri brota hans var talið hæfilegt að dæma hann til fangelsisvistar í tvo mánuði. Hannes og Birna Dís segja það ekki hjálpa mikið. „Við vonum að yfirvöld girði sig í brók. Lausnin er ekki fangelsi fyrir svona hóp ef þeir hafa brotið af sér í langan tíma, það segir sig sjálft.“ Hjálpræðisherinn hefur um langan tíma aðstoðað fanga á Akureyri um nauðsynjar, fatnað og jólagjafir, án endurgjalds og mun halda því áfram. Þau vonast eftir því að geta hitt manninn og rætt við hann í þeim tilgangi að aðstoða hann. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að einstaklingar sem hlotið hafa brot fyrir væg auðgunarbrot geti afplánað refsingu sína í samfélagsþjónustu. Til að mynda fyrir samtök eins og Rauða krossinn. Fyrir því eru ákveðin skilyrði hins vegar.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fangelsisvist fyrir að stela klinki frá Hjálpræðishernum Sakaferill mannsins samkvæmt dómi Héraðsdóms hafði verið nær óslitinn frá árinu 1990 til ársins 2005. 3. janúar 2018 11:44 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Fangelsisvist fyrir að stela klinki frá Hjálpræðishernum Sakaferill mannsins samkvæmt dómi Héraðsdóms hafði verið nær óslitinn frá árinu 1990 til ársins 2005. 3. janúar 2018 11:44