Ráðherra mun birta svarbréf dómnefndar Daníel Freyr Birkisson skrifar 3. janúar 2018 18:45 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, er settur dómsmálaráðherra í málinu. vísir/stefán Dómnefnd um hæfni umsækjenda um átta stöður héraðsdómara hefur óskað eftir því við Guðlaug Þór Þórðarson, settan dómsmálaráðherra, að svarbréf nefndarinnar við bréfi ráðherra verði birt á vef ráðuneytisins. Bréfið barst dómsmálaráðuneytinu síðdegis í dag og samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður það birt á vef ráðuneytisins. Jakob R. Möller, formaður dómnefndarinnar, segist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig efnislega um bréfið fyrr en það hafi verið birt opinberlega. Jakob segir að öllum tíu athugasemdum setts dómsmálaráðherra hafi verið svarað í bréfinu. Guðlaugur Þór er utanríkisráðherra en var settur dómsmálaráðherra í málinu í stað Sigríðar Á. Andersen sem vék sæti þar sem Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var einn umsækjenda um stöðu héraðsdómara. Settur dómsmálaráðherra hafði óskað eftir nánari upplýsingum um matið, meðal annars hvort dómnefndin hefði raðað umsækjendum með hlutlægum hætti upp í stigatöflu, hvort sett hafi verið töluleg viðmið um mat á því hvenig umsækjendur uppfylltu einstaka kröfu, hvert hefði verið innbyrðis vægi sjónarmiða sem dómnefndin lagði mat á og hvert hefði verið innbyrðis vægi mats á umsóknargögnum. Í svari nefndarinnar kom meðal annars fram að dómnefndin hafði ekki sett hæfnismatið fram í valtöflu og að reynsla af dómstörfum, reynsla af lögmannsstörfum og reynsla af stjórnsýslustörfum hefði haft mest vægi við gerð umsagnarinnar. Nefndin áréttaði að umsögnin hefði verið reist á heildstæðu mati samkvæmt málefnalegum sjónarmiðum. Í kjölfarið birti dómsmálaráðuneytið bréf með athugasemdum Guðlaugs á vef ráðuneytisins og eru þær í tíu liðum en hægt er að lesa þær hér.Sætir furðu að ekki hafi verið notast við stigatöflu í matinuFyrsta athugasemd Guðlaugs snýr að því að honum þyki það sæta furðu að dómnefndin hafi ekki notast við stigatöflu í mati sínu og þannig raðað í hæfisröð og bendir svo á að slíkt hafi áður tíðkast við val dómnefndarinnar.Sjá einnig: Í verulegum erfiðleikum með að ganga úr skugga um að mat nefndarinnar sé forsvaranlegtÞá var það einnig gagnrýnt að sá umsækjandi sem settur var efst í þeim þætti sem sneri að reynslu í dómarastörfum hefði átta ára reynslu á meðan annar umsækjandi, sem settur var neðar í matinu, hafi verið skipaður héraðsdómari í um tuttugu ár. Að sama skapi þótti ráðherranum erfitt að átta sig á því hvernig lögmaður með yfir þrjátíu ára reynslu hafi verið settur í 8.-10. sæti í liðnum er sneri að reynslu af lögmannsstörfum.Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður, er einn þeirra átta umsækjenda sem metinn var hæfastur.vísir/anton brinkMeð tuttugu ára dómarareynslu en ekki metinn hæfur„Nefndin virðist ekki hafa lagt forsvaranlegt mat á ákveðna þætti, eins og t.d. reynslu af dómarastörfum, og er erfitt fyrir settan ráðherra að átta sig á því heildstæða mati sem dómnefndin segist hafa framkvæmt. Umsögnin er enda rökstudd eins og um sé að ræða mjög hlutlægan samanburð á milli umsækjenda í einstökum matsþáttum, en nefndin segist þrátt fyrir það ekki hafa raðað umsækjendum á grundvelli stigatöflu,“ segir Guðlaugur í bréfinu og bætir við að hann eigi í verulegum erfiðleikum með að ganga úr skugga um að matið sé forsvaranlegt vegna skorts á upplýsingum. Dómnefndin mat fimm karla og þrjár konur hæfust til að verða nýir dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur og Vestfjarða en í bréfinu kemur fram að alls hafi 23 umsækjendur andmælt niðurstöðu nefndarinnar. Einn þeirra er Jónas Jóhannsson, sem á að baki um tuttugu ára reynslu sem héraðsdómari víða um land, en var engu að síður ekki metinn meðal þeirra átta hæfustu. Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 sagðist Jónas gáttaður á niðurstöðu nefndarinnar. Dómsmál Tengdar fréttir Ástráður og sjö önnur verði dómarar við héraðsdóm Dómnefnd hefur komist að niðurstöðu hvaða átta af 41 umsækjanda séu hæfust til að gegna stöðu héraðsdómara. 29. desember 2017 15:32 Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndar Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. 30. desember 2017 21:00 Í verulegum erfiðleikum með að ganga úr skugga um að mat nefndarinnar sé forsvaranlegt Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar hæfnisnefndinni nokkuð harðort bréf þar sem hann efast um það hvort mat nefndarinnar sé forsvaranlegt. 29. desember 2017 21:03 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um átta stöður héraðsdómara hefur óskað eftir því við Guðlaug Þór Þórðarson, settan dómsmálaráðherra, að svarbréf nefndarinnar við bréfi ráðherra verði birt á vef ráðuneytisins. Bréfið barst dómsmálaráðuneytinu síðdegis í dag og samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður það birt á vef ráðuneytisins. Jakob R. Möller, formaður dómnefndarinnar, segist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig efnislega um bréfið fyrr en það hafi verið birt opinberlega. Jakob segir að öllum tíu athugasemdum setts dómsmálaráðherra hafi verið svarað í bréfinu. Guðlaugur Þór er utanríkisráðherra en var settur dómsmálaráðherra í málinu í stað Sigríðar Á. Andersen sem vék sæti þar sem Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var einn umsækjenda um stöðu héraðsdómara. Settur dómsmálaráðherra hafði óskað eftir nánari upplýsingum um matið, meðal annars hvort dómnefndin hefði raðað umsækjendum með hlutlægum hætti upp í stigatöflu, hvort sett hafi verið töluleg viðmið um mat á því hvenig umsækjendur uppfylltu einstaka kröfu, hvert hefði verið innbyrðis vægi sjónarmiða sem dómnefndin lagði mat á og hvert hefði verið innbyrðis vægi mats á umsóknargögnum. Í svari nefndarinnar kom meðal annars fram að dómnefndin hafði ekki sett hæfnismatið fram í valtöflu og að reynsla af dómstörfum, reynsla af lögmannsstörfum og reynsla af stjórnsýslustörfum hefði haft mest vægi við gerð umsagnarinnar. Nefndin áréttaði að umsögnin hefði verið reist á heildstæðu mati samkvæmt málefnalegum sjónarmiðum. Í kjölfarið birti dómsmálaráðuneytið bréf með athugasemdum Guðlaugs á vef ráðuneytisins og eru þær í tíu liðum en hægt er að lesa þær hér.Sætir furðu að ekki hafi verið notast við stigatöflu í matinuFyrsta athugasemd Guðlaugs snýr að því að honum þyki það sæta furðu að dómnefndin hafi ekki notast við stigatöflu í mati sínu og þannig raðað í hæfisröð og bendir svo á að slíkt hafi áður tíðkast við val dómnefndarinnar.Sjá einnig: Í verulegum erfiðleikum með að ganga úr skugga um að mat nefndarinnar sé forsvaranlegtÞá var það einnig gagnrýnt að sá umsækjandi sem settur var efst í þeim þætti sem sneri að reynslu í dómarastörfum hefði átta ára reynslu á meðan annar umsækjandi, sem settur var neðar í matinu, hafi verið skipaður héraðsdómari í um tuttugu ár. Að sama skapi þótti ráðherranum erfitt að átta sig á því hvernig lögmaður með yfir þrjátíu ára reynslu hafi verið settur í 8.-10. sæti í liðnum er sneri að reynslu af lögmannsstörfum.Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður, er einn þeirra átta umsækjenda sem metinn var hæfastur.vísir/anton brinkMeð tuttugu ára dómarareynslu en ekki metinn hæfur„Nefndin virðist ekki hafa lagt forsvaranlegt mat á ákveðna þætti, eins og t.d. reynslu af dómarastörfum, og er erfitt fyrir settan ráðherra að átta sig á því heildstæða mati sem dómnefndin segist hafa framkvæmt. Umsögnin er enda rökstudd eins og um sé að ræða mjög hlutlægan samanburð á milli umsækjenda í einstökum matsþáttum, en nefndin segist þrátt fyrir það ekki hafa raðað umsækjendum á grundvelli stigatöflu,“ segir Guðlaugur í bréfinu og bætir við að hann eigi í verulegum erfiðleikum með að ganga úr skugga um að matið sé forsvaranlegt vegna skorts á upplýsingum. Dómnefndin mat fimm karla og þrjár konur hæfust til að verða nýir dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur og Vestfjarða en í bréfinu kemur fram að alls hafi 23 umsækjendur andmælt niðurstöðu nefndarinnar. Einn þeirra er Jónas Jóhannsson, sem á að baki um tuttugu ára reynslu sem héraðsdómari víða um land, en var engu að síður ekki metinn meðal þeirra átta hæfustu. Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 sagðist Jónas gáttaður á niðurstöðu nefndarinnar.
Dómsmál Tengdar fréttir Ástráður og sjö önnur verði dómarar við héraðsdóm Dómnefnd hefur komist að niðurstöðu hvaða átta af 41 umsækjanda séu hæfust til að gegna stöðu héraðsdómara. 29. desember 2017 15:32 Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndar Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. 30. desember 2017 21:00 Í verulegum erfiðleikum með að ganga úr skugga um að mat nefndarinnar sé forsvaranlegt Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar hæfnisnefndinni nokkuð harðort bréf þar sem hann efast um það hvort mat nefndarinnar sé forsvaranlegt. 29. desember 2017 21:03 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ástráður og sjö önnur verði dómarar við héraðsdóm Dómnefnd hefur komist að niðurstöðu hvaða átta af 41 umsækjanda séu hæfust til að gegna stöðu héraðsdómara. 29. desember 2017 15:32
Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndar Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. 30. desember 2017 21:00
Í verulegum erfiðleikum með að ganga úr skugga um að mat nefndarinnar sé forsvaranlegt Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar hæfnisnefndinni nokkuð harðort bréf þar sem hann efast um það hvort mat nefndarinnar sé forsvaranlegt. 29. desember 2017 21:03