„Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. janúar 2018 20:21 Veðurstofan varar við stormi á Suður og Suðausturlandi. Skjáskot/Veðurstofa „Það streymir hér inn fólk,“ segir Ragnheiður Högnadóttir sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum sem stödd er í fjöldahjálparstöðinni í íþróttahúsinu í Vík. Þjóðvegur 1 frá Markarfljóti að Vík í Mýrdal hefur verið lokaður frá því í dag vegna veðurhams. Fjöldi ferðalanga er fastur á svæðinu og öll gistiúrræði full. Rauði krossinn er með búnað til að taka á móti 30 manns á staðnum en ljóst er að mun fleiri verða í fjöldahjálparstöðinni í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi eru rúmlega 100 manns nú þegar í hjálparmiðstöðinni og eitthvað af fólki á leiðinni. „Við getum afskaplega lítið boðið fólki annað en húsaskjól en það er hægt að koma mörgum inn í íþróttasal,“ segir Ragnheiður. Fjöldahjálparstöðin átti að opna klukkan 19:30 í kvöld en klukkan 19:20 voru 20 fyrstu einstaklingarnir mættir á staðinn. „Það er stanslaus straumur af fólki hér inn. Fólk er ánægt með húsaskjólið því það er brjálað veður úti.“Vindhviður gætu farið yfir 35 m/s Ragnheiður segir að vel gangi að koma fólkinu inn en erfitt sé að átta sig á því á þessum tímapunkti hversu margir muni koma í hjálparmiðstöðina í kvöld. Hún á von á því að fjöldinn gæti verið í kringum 150 manns. Samkvæmt Vegagerðinni blæs talsvert syðst á landinu og í Öræfum, austan og norðaustan 18-25 m/s og slydda eða snjókoma í Öræfum og þar fyrir vestan að Eyjafjöllum. Vindhviður gætu farið yfir 35 m/s, einkum í Öræfum. Hvessir undir Eyjafjöllum eftir hádegi með slyddu eða snjókomu. Austan 18-25 m/s þar síðdegis og fram á kvöld. Veðurstofan varar við stormi og hefur sett á svokallaða gula viðvörun fyrir Suðurland og Suðausturland. Blæs mikið á svæðinu núna. Austan og norðaustan 20-25 m/s sunnan Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls, vindhviður gætu farið yfir 35 m/s. Veðurfræðingur segir svæðið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Mögulega er einnig snjókoma með köflum, til dæmis á veginum um Reynisfjall og þá erfið akstursskilyrði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er áætlað að veðrið gangi niður þegar líður á nóttina. Allt hefur gengið vel í hjálparmiðstöðinni og væsir ekki um neinn í vistinni. „Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól,“ segir Ragnheiður. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36 Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
„Það streymir hér inn fólk,“ segir Ragnheiður Högnadóttir sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum sem stödd er í fjöldahjálparstöðinni í íþróttahúsinu í Vík. Þjóðvegur 1 frá Markarfljóti að Vík í Mýrdal hefur verið lokaður frá því í dag vegna veðurhams. Fjöldi ferðalanga er fastur á svæðinu og öll gistiúrræði full. Rauði krossinn er með búnað til að taka á móti 30 manns á staðnum en ljóst er að mun fleiri verða í fjöldahjálparstöðinni í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi eru rúmlega 100 manns nú þegar í hjálparmiðstöðinni og eitthvað af fólki á leiðinni. „Við getum afskaplega lítið boðið fólki annað en húsaskjól en það er hægt að koma mörgum inn í íþróttasal,“ segir Ragnheiður. Fjöldahjálparstöðin átti að opna klukkan 19:30 í kvöld en klukkan 19:20 voru 20 fyrstu einstaklingarnir mættir á staðinn. „Það er stanslaus straumur af fólki hér inn. Fólk er ánægt með húsaskjólið því það er brjálað veður úti.“Vindhviður gætu farið yfir 35 m/s Ragnheiður segir að vel gangi að koma fólkinu inn en erfitt sé að átta sig á því á þessum tímapunkti hversu margir muni koma í hjálparmiðstöðina í kvöld. Hún á von á því að fjöldinn gæti verið í kringum 150 manns. Samkvæmt Vegagerðinni blæs talsvert syðst á landinu og í Öræfum, austan og norðaustan 18-25 m/s og slydda eða snjókoma í Öræfum og þar fyrir vestan að Eyjafjöllum. Vindhviður gætu farið yfir 35 m/s, einkum í Öræfum. Hvessir undir Eyjafjöllum eftir hádegi með slyddu eða snjókomu. Austan 18-25 m/s þar síðdegis og fram á kvöld. Veðurstofan varar við stormi og hefur sett á svokallaða gula viðvörun fyrir Suðurland og Suðausturland. Blæs mikið á svæðinu núna. Austan og norðaustan 20-25 m/s sunnan Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls, vindhviður gætu farið yfir 35 m/s. Veðurfræðingur segir svæðið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Mögulega er einnig snjókoma með köflum, til dæmis á veginum um Reynisfjall og þá erfið akstursskilyrði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er áætlað að veðrið gangi niður þegar líður á nóttina. Allt hefur gengið vel í hjálparmiðstöðinni og væsir ekki um neinn í vistinni. „Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól,“ segir Ragnheiður.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36 Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36
Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18