Nánast með svuntuna í útkalli á Ármannsfelli Benedikt Bóas skrifar 2. janúar 2018 07:00 Um 20 björgunarsveitarmenn fóru af stað í verkefnið og fyrstu hópar voru komnir á svæðið um klukkan sjö þegar flestir voru að borða áramótasteikina. „Það voru nokkrir sem fóru í þetta útkall sem voru varla sestir við matarborðið eða voru að elda og þeir þurftu bara að biðjast afsökunar og hlaupa út,“ segir Ármann Ingi Sigurðsson, formaður Björgunarfélags Árborgar, en björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út á sjöunda tímanum á gamlárskvöld vegna fjögurra kvenna sem lentu í vandræðum efst í hlíðum Ármannsfells, norðan Þingvallavatns.Konurnar treystu sér ekki til að halda áfram þar sem mikil ísing var í hlíðum fjallsins. Ármann Ingi segir að þær hafi gert allt rétt með því að hringja áður en þær komust í meiri vandræði.Mynd/LandsbjörgKonurnar treystu sér ekki til að halda áfram niður fjallið þar sem mikil ísing var í hlíðum þess. Rúmlega 20 björgunarsveitarmenn stukku af stað í verkefnið og fyrstu hópar voru komnir á svæðið klukkutíma síðar. „Það þarf að eiga góða og skilningsríka fjölskyldu til að geta staðið upp á gamlársdag klukkan sex til að bjarga öðrum. En þetta er ákveðin lífsstíll,“ bætir hann við. Einn hópur var meira að segja enn í bækistöð Björgunarfélags Árborgar á Selfossi eftir að hafa lokið við flugeldasölu, þegar útkallið barst. „Ég kallaði út alla sýsluna því ég vissi að það yrði erfitt að manna þetta útkall,“ segir Ármann en hver sveit hefur sitt svæði og ef útkall er á því svæði er sú björgunarsveit boðuð. Vegna tímasetningarinnar var ákveðið að senda boð á allar sveitir og gátu 20 manns lagt allt sitt til hliðar til að aðstoða konurnar fjórar – sem höfðu verið í gamlársgöngu. Konurnar voru íslenskar og segir Ármann að þær hafi gert allt rétt. Þær hafi lent í vandræðum og hringt á aðstoð áður en þær færu sér að voða. „Það var engin stórhætta. En niðurgangan hefur trúlega verið neyðarleg. Þegar lögreglan hringdi, þá spurði ég hvort þetta væri ekki örugglega grín. Útkall klukkan 18 á gamlársdag. En maður býst alltaf við að kallið komi.“ Ármann segir að nóg sé búið að vera að gera hjá björgunarsveitum sýslunnar um jólahátíðina. Rútuslysið hörmulega, leit að manni á Hofsjökli og svo þetta, svo fátt eitt sé nefnt. Því sé ágætt til þess að vita að flugeldasalan hafi gengið vel. „Það sem þarf að skoða er að þetta er ekki fjáröflun sem verður til að eilífu. Það þarf að skoða hvernig þarf að fjármagna reksturinn í framtíðinni. Það eru um 50-70 útköll á ári á björgunarsveitirnar hér í Árnessýslu sem er heilmikið álag á oft litlar sveitir.“ Konurnar komust heilu og höldnu niður fjallið og sömuleiðis björgunarsveitarfólkið og beið ilmandi áramótasteikin eftir flestum, köld en bragðgóð. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Það voru nokkrir sem fóru í þetta útkall sem voru varla sestir við matarborðið eða voru að elda og þeir þurftu bara að biðjast afsökunar og hlaupa út,“ segir Ármann Ingi Sigurðsson, formaður Björgunarfélags Árborgar, en björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út á sjöunda tímanum á gamlárskvöld vegna fjögurra kvenna sem lentu í vandræðum efst í hlíðum Ármannsfells, norðan Þingvallavatns.Konurnar treystu sér ekki til að halda áfram þar sem mikil ísing var í hlíðum fjallsins. Ármann Ingi segir að þær hafi gert allt rétt með því að hringja áður en þær komust í meiri vandræði.Mynd/LandsbjörgKonurnar treystu sér ekki til að halda áfram niður fjallið þar sem mikil ísing var í hlíðum þess. Rúmlega 20 björgunarsveitarmenn stukku af stað í verkefnið og fyrstu hópar voru komnir á svæðið klukkutíma síðar. „Það þarf að eiga góða og skilningsríka fjölskyldu til að geta staðið upp á gamlársdag klukkan sex til að bjarga öðrum. En þetta er ákveðin lífsstíll,“ bætir hann við. Einn hópur var meira að segja enn í bækistöð Björgunarfélags Árborgar á Selfossi eftir að hafa lokið við flugeldasölu, þegar útkallið barst. „Ég kallaði út alla sýsluna því ég vissi að það yrði erfitt að manna þetta útkall,“ segir Ármann en hver sveit hefur sitt svæði og ef útkall er á því svæði er sú björgunarsveit boðuð. Vegna tímasetningarinnar var ákveðið að senda boð á allar sveitir og gátu 20 manns lagt allt sitt til hliðar til að aðstoða konurnar fjórar – sem höfðu verið í gamlársgöngu. Konurnar voru íslenskar og segir Ármann að þær hafi gert allt rétt. Þær hafi lent í vandræðum og hringt á aðstoð áður en þær færu sér að voða. „Það var engin stórhætta. En niðurgangan hefur trúlega verið neyðarleg. Þegar lögreglan hringdi, þá spurði ég hvort þetta væri ekki örugglega grín. Útkall klukkan 18 á gamlársdag. En maður býst alltaf við að kallið komi.“ Ármann segir að nóg sé búið að vera að gera hjá björgunarsveitum sýslunnar um jólahátíðina. Rútuslysið hörmulega, leit að manni á Hofsjökli og svo þetta, svo fátt eitt sé nefnt. Því sé ágætt til þess að vita að flugeldasalan hafi gengið vel. „Það sem þarf að skoða er að þetta er ekki fjáröflun sem verður til að eilífu. Það þarf að skoða hvernig þarf að fjármagna reksturinn í framtíðinni. Það eru um 50-70 útköll á ári á björgunarsveitirnar hér í Árnessýslu sem er heilmikið álag á oft litlar sveitir.“ Konurnar komust heilu og höldnu niður fjallið og sömuleiðis björgunarsveitarfólkið og beið ilmandi áramótasteikin eftir flestum, köld en bragðgóð.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira