Strigaskórnir 2018 eru skítugir Ritstjórn skrifar 20. janúar 2018 08:30 Glamour/Getty Strigaskórnir eru svo sannarlega komnir til að vera og hafa þeir verið mikið í tísku síðustu ár, bæði hjá körlum og konum. Það er ekki skrítið, enda erfitt að finna þægilegri skóbúnað. Vinsælustu strigaskórnir um þessar mundir eru þessir stóru og litríku Triple S frá Balenciaga, en parið kostar í kringum 85.000 krónur. Hins vegar þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að ganga þá til og gera þá að þínum, heldur koma þeir eins og skítugir og notaðir beint upp úr kassanum. Strigaskórnir frá Louis Vuitton koma í búðir í febrúar, og verða á svipuðu verði og þeir frá Balenciaga. Það eru miklar líkur á að þetta verði einir vinsælustu skórnir í ár, en það er fagnaðarefni að þeir eru í það minnsta hreinir. Önnur skómerki eins og Acne, Fila og Nike eru með svipaðar og mun ódýrari týpur til sölu, sem eru jafnvel skynsamari kostur. Því við vitum ekki hversu lengi þetta trend verður til staðar. Balenciaga strigaskórnir frægu. Bella Hadid í Balenciaga Triple S. Louis Vuitton strigaskórnir koma í búðir í febrúar. Biðlistinn er örugglega orðinn virkilega langur. Í Acne strigaskóm. Mest lesið Barn númer tvö á leiðinni Glamour Cara Delevingne ýtir undir orðróm um trúlofun Glamour Unga fólkið tekur yfir tískupallinn hjá Dolce & Gabbana Glamour Dóttir Jude Law er nýtt andlit Burberry Beauty Glamour 85 þúsund króna Crocs skór seldust upp í forsölu Glamour Raf Simons endurhannar Calvin Klein merkið Glamour Vinsælustu skórnir í París Glamour Gerðu glimrandi kaup á netinu Glamour Tryllt auglýsing frá Kenzo leikstýrð af Spike Jonze Glamour Prada kom með sumarið í gær Glamour
Strigaskórnir eru svo sannarlega komnir til að vera og hafa þeir verið mikið í tísku síðustu ár, bæði hjá körlum og konum. Það er ekki skrítið, enda erfitt að finna þægilegri skóbúnað. Vinsælustu strigaskórnir um þessar mundir eru þessir stóru og litríku Triple S frá Balenciaga, en parið kostar í kringum 85.000 krónur. Hins vegar þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að ganga þá til og gera þá að þínum, heldur koma þeir eins og skítugir og notaðir beint upp úr kassanum. Strigaskórnir frá Louis Vuitton koma í búðir í febrúar, og verða á svipuðu verði og þeir frá Balenciaga. Það eru miklar líkur á að þetta verði einir vinsælustu skórnir í ár, en það er fagnaðarefni að þeir eru í það minnsta hreinir. Önnur skómerki eins og Acne, Fila og Nike eru með svipaðar og mun ódýrari týpur til sölu, sem eru jafnvel skynsamari kostur. Því við vitum ekki hversu lengi þetta trend verður til staðar. Balenciaga strigaskórnir frægu. Bella Hadid í Balenciaga Triple S. Louis Vuitton strigaskórnir koma í búðir í febrúar. Biðlistinn er örugglega orðinn virkilega langur. Í Acne strigaskóm.
Mest lesið Barn númer tvö á leiðinni Glamour Cara Delevingne ýtir undir orðróm um trúlofun Glamour Unga fólkið tekur yfir tískupallinn hjá Dolce & Gabbana Glamour Dóttir Jude Law er nýtt andlit Burberry Beauty Glamour 85 þúsund króna Crocs skór seldust upp í forsölu Glamour Raf Simons endurhannar Calvin Klein merkið Glamour Vinsælustu skórnir í París Glamour Gerðu glimrandi kaup á netinu Glamour Tryllt auglýsing frá Kenzo leikstýrð af Spike Jonze Glamour Prada kom með sumarið í gær Glamour