Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2018 12:00 Tyrkneskir hermenn hafa komið sér fyrir á landamærunum. Vísir/AFP Tyrkneski herinn hóf í nótt stórskotaárásir á stöður Kúrda í Afrinhéraði í Sýrlandi. Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir Tyrkja gegn sýrlenskum Kúrdum vera í raun hafnar, hins vegar hafi engir af hermönnum þeirra eða þeim uppreisnarmönnum sem Tyrkir styðja stigið fæti inn í héraðið enn. „Öllum hryðjuverkahópum í norður Sýrlandi verður eytt. Það er eina leiðin,“ sagði ráðherrann Nurettin Canikli. Vopnaðar sveitir sýrlenskra Kúrda, sem kallast YPG, segja Tyrki hafa skotið um 70 skotum að þorpum Kúrda í héraðinu og skothríðin hafi byrjað um miðnætti. Tyrkir hafa undirbúið árásina um nokkuð skeið og hafa eir jafnvel hótað því að reka Kúrda frá Manbij. Yfirvöld Tyrklands segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi, sem hafa um árabil barist fyrir sjálfstæði í Tyrklandi, og vera hryðjuverkamenn. Forsvarsmenn YPG neita því að tengjast PKK og Bandaríkin og bandamenn þeirra sem veitt hafa Kúrdum mikinn stuðning gegn Íslamska ríkinu taka undir þá staðhæfingu.Ekki fyrsta innrásin Þetta yrði þó ekki í fyrsta sinn sem Tyrkir gera í raun innrás í Sýrland. Sumarið 2016 gerðu Tyrkneskir hermenn og uppreisnarmenn studdir af Tyrkjum innrás í norðurhluta Sýrlands til að koma í veg fyrir að sýrlenskir Kúrdar gætu sameinað yfirráðasvæði sín og náð tökum á gervöllum landamærum Tyrklands og Sýrlands. Tyrkir hafa nú safnað fjölda hermanna og skriðdreka við landamæri Afrinhéraðs. Vísir/GraphicNewsRíkisstjórn Bashar al Assad, forseta Sýrlands, sagði í gær að stjórnarherinn væri tilbúinn til að skjóta niður flugvélar Tyrklands verði þeim flogið inn í lofthelgi landsins. Ríkisstjórnin segist andvíg innrás Tyrkja í héraðið. Tyrkneskir embættismenn flugu þó til Rússlands í gær til að reyna að fá leyfi Rússa til að nota lofthelgi Sýrlands til árása gegn Kúrdum. Menn hafa einnig verið sendir til Íran. Rússar og Íranar styðja við bakið á Assad og hafa hjálpað stjórnarhernum að ná aftur tökum á stórum hluta Sýrlands. Sýrlenskir Kúrdar eru um fimmtán prósent af öllum íbúum Sýrlands og með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja hafa þeir leitt regnhlífarbandalagið Syrian Democratic Forces eða SDF. Bandalagið hefur svo rekið vígamenn Íslamska ríkisins á brott frá stórum svæðum í Sýrlandi.Án ríkis í hundrað ár Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrklandi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli. Mið-Austurlönd Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Sjá meira
Tyrkneski herinn hóf í nótt stórskotaárásir á stöður Kúrda í Afrinhéraði í Sýrlandi. Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir Tyrkja gegn sýrlenskum Kúrdum vera í raun hafnar, hins vegar hafi engir af hermönnum þeirra eða þeim uppreisnarmönnum sem Tyrkir styðja stigið fæti inn í héraðið enn. „Öllum hryðjuverkahópum í norður Sýrlandi verður eytt. Það er eina leiðin,“ sagði ráðherrann Nurettin Canikli. Vopnaðar sveitir sýrlenskra Kúrda, sem kallast YPG, segja Tyrki hafa skotið um 70 skotum að þorpum Kúrda í héraðinu og skothríðin hafi byrjað um miðnætti. Tyrkir hafa undirbúið árásina um nokkuð skeið og hafa eir jafnvel hótað því að reka Kúrda frá Manbij. Yfirvöld Tyrklands segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi, sem hafa um árabil barist fyrir sjálfstæði í Tyrklandi, og vera hryðjuverkamenn. Forsvarsmenn YPG neita því að tengjast PKK og Bandaríkin og bandamenn þeirra sem veitt hafa Kúrdum mikinn stuðning gegn Íslamska ríkinu taka undir þá staðhæfingu.Ekki fyrsta innrásin Þetta yrði þó ekki í fyrsta sinn sem Tyrkir gera í raun innrás í Sýrland. Sumarið 2016 gerðu Tyrkneskir hermenn og uppreisnarmenn studdir af Tyrkjum innrás í norðurhluta Sýrlands til að koma í veg fyrir að sýrlenskir Kúrdar gætu sameinað yfirráðasvæði sín og náð tökum á gervöllum landamærum Tyrklands og Sýrlands. Tyrkir hafa nú safnað fjölda hermanna og skriðdreka við landamæri Afrinhéraðs. Vísir/GraphicNewsRíkisstjórn Bashar al Assad, forseta Sýrlands, sagði í gær að stjórnarherinn væri tilbúinn til að skjóta niður flugvélar Tyrklands verði þeim flogið inn í lofthelgi landsins. Ríkisstjórnin segist andvíg innrás Tyrkja í héraðið. Tyrkneskir embættismenn flugu þó til Rússlands í gær til að reyna að fá leyfi Rússa til að nota lofthelgi Sýrlands til árása gegn Kúrdum. Menn hafa einnig verið sendir til Íran. Rússar og Íranar styðja við bakið á Assad og hafa hjálpað stjórnarhernum að ná aftur tökum á stórum hluta Sýrlands. Sýrlenskir Kúrdar eru um fimmtán prósent af öllum íbúum Sýrlands og með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja hafa þeir leitt regnhlífarbandalagið Syrian Democratic Forces eða SDF. Bandalagið hefur svo rekið vígamenn Íslamska ríkisins á brott frá stórum svæðum í Sýrlandi.Án ríkis í hundrað ár Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrklandi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli.
Mið-Austurlönd Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Sjá meira