2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2018 08:49 Kort NOAA sem sýnir frávik frá meðaltalshita 20. aldar á jörðinni árið 2017. NOAA Hrinu meta í meðalhita jarðar lauk í fyrra en samkvæmt gögnum tveggja bandarískra vísindastofnana var árið 2017 á meðal þriggja hlýjustu ára frá upphafi mælinga. Árið var hins vegar það hlýjasta fram að þessu þar sem áhrifa El niño-veðurfyrirbrigðisins gætti ekki. Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) og Haf- og loftslagsstofun Bandaríkjanna (NOAA) birtu niðurstöður sínar fyrir árið í fyrra í gær. Stofnanirnar nota aðeins ólíkar aðferðir við mælingar sínar. Samkvæmt tölum NASA var 2017 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga en það þriðja hlýjasta samkvæmt gögnum NOAA. Síðustu þrjú ár á undan, 2014, 2015 og 2016, höfðu öll slegið met sem hlýjasta árið frá upphafi mælinga. Síðustu þrjá ár hafa verið þau hlýjustu í 138 ára mælingasögunni. Sautján af átján hlýjustu árum mælingasögunnar frá árin 1850 hafa verið á þessari öld, að því er segir í frétt The Guardian. „Plánetan er að hlýna merkilega jafnt,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA.Takmörkum Parísarsamkomulagsins náð innan tveggja áratugaÁrin 2015 og 2016 voru sérlega hlý vegna þess að þá var El niño-veðurfyrirbrigðið í gangi í Kyrrahafi sem veldur hlýnun þar. Stefan Rahmstorf frá Potdsam-loftslagsáhrifarannsóknastofnuninni segir við The Guardian að meðalhiti jarðar hafi hækkað verulega frá því að síðasti stóri El niño-viðburðurinn átti sér stað árið 1998. „Á aðeins átján árum hefur losun okkar á gróðurhúsalofttegundum þrýst meðalhita jarðar upp um heilar 0,4°C. Með sama áframhaldi munum við fara fram úr takmörkum Parísarsamkomulagsins um 1,5°C þegar innan tveggja áratuga,“ segir Rahmstorf. Ríkisstjórn Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur undið ofan af loftslagsaðgerðum bandarískra stjórnvalda síðasta árið. Fjöldi ráðherra og forstöðumanna ríkisstofnana sem Trump hefur skipað þræta fyrir vísindalega þekkingu á loftslagsbreytingum. Þannig segir Washington Post að þegar niðurstöður NASA og NOAA voru bornar undir Hvíta húsið hafi Raj Shah, aðstoðarblaðafulltrúi þess, vísað til þess að „loftslagið hafið breyst og sé alltaf að breytast“. Það hefur verið algengt viðkvæði þeirra sem afneita því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með brennslu á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Hrinu meta í meðalhita jarðar lauk í fyrra en samkvæmt gögnum tveggja bandarískra vísindastofnana var árið 2017 á meðal þriggja hlýjustu ára frá upphafi mælinga. Árið var hins vegar það hlýjasta fram að þessu þar sem áhrifa El niño-veðurfyrirbrigðisins gætti ekki. Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) og Haf- og loftslagsstofun Bandaríkjanna (NOAA) birtu niðurstöður sínar fyrir árið í fyrra í gær. Stofnanirnar nota aðeins ólíkar aðferðir við mælingar sínar. Samkvæmt tölum NASA var 2017 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga en það þriðja hlýjasta samkvæmt gögnum NOAA. Síðustu þrjú ár á undan, 2014, 2015 og 2016, höfðu öll slegið met sem hlýjasta árið frá upphafi mælinga. Síðustu þrjá ár hafa verið þau hlýjustu í 138 ára mælingasögunni. Sautján af átján hlýjustu árum mælingasögunnar frá árin 1850 hafa verið á þessari öld, að því er segir í frétt The Guardian. „Plánetan er að hlýna merkilega jafnt,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA.Takmörkum Parísarsamkomulagsins náð innan tveggja áratugaÁrin 2015 og 2016 voru sérlega hlý vegna þess að þá var El niño-veðurfyrirbrigðið í gangi í Kyrrahafi sem veldur hlýnun þar. Stefan Rahmstorf frá Potdsam-loftslagsáhrifarannsóknastofnuninni segir við The Guardian að meðalhiti jarðar hafi hækkað verulega frá því að síðasti stóri El niño-viðburðurinn átti sér stað árið 1998. „Á aðeins átján árum hefur losun okkar á gróðurhúsalofttegundum þrýst meðalhita jarðar upp um heilar 0,4°C. Með sama áframhaldi munum við fara fram úr takmörkum Parísarsamkomulagsins um 1,5°C þegar innan tveggja áratuga,“ segir Rahmstorf. Ríkisstjórn Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur undið ofan af loftslagsaðgerðum bandarískra stjórnvalda síðasta árið. Fjöldi ráðherra og forstöðumanna ríkisstofnana sem Trump hefur skipað þræta fyrir vísindalega þekkingu á loftslagsbreytingum. Þannig segir Washington Post að þegar niðurstöður NASA og NOAA voru bornar undir Hvíta húsið hafi Raj Shah, aðstoðarblaðafulltrúi þess, vísað til þess að „loftslagið hafið breyst og sé alltaf að breytast“. Það hefur verið algengt viðkvæði þeirra sem afneita því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með brennslu á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02
Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07