Dæmi um að eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins sé hótað lífláti Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. janúar 2018 19:00 Dæmi eru um að eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins sé hótað lífláti Vísir/Sigurjón Dæmi eru um að eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins hafi verið hótað lífláti við störf sín og að þeir hafi þurft á vernd að halda í vettvangsferðum. Forstjóri Vinnueftirlitsins segir að auðvelda þurfi stofnunum að kæra mál sem koma upp, svo starfsmenn þurfi ekki að standa í því persónulega. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að eldvarnareftirlitsmanni hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafi verið hótað við störf sín í máli sem tengdist ólöglegri búsetu í iðnaðarhúsnæði. Það mál var ekki kært til lögreglu en hefur fréttastofan upplýsingar um að starfsmenn opinberra stofnanna veigri sér við að kæra mál sem þessi þar sem starfsmennirnir sjálfir þurfi að gefa upp persónuupplýsingar sem svo séu aðgengilegar þeim sem staðið hafa í hótunum. Eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins hefur verið hótað við störf sín, jafnvel lífláti og verið ógnað í vettvangsferðum. Hlutverk þeirra er að tryggja öryggi starfsmanna á vinnustað og þurfa í sumum tilfellum að taka erfiðar ákvarðanir. „Við getum komið að aðstæðum á vinnustað sem kalla á aðgerðir. Til dæmist að vinna sé stöðvuð og menn hafa brugðist illa við því og verið með sterkar hótanir þannig að við höfum þurft að kalla til lögreglu til að geta klárað okkar vinnu,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. Eyjólfur segir að í raun séu þessi mál bara lítið brot af öllum þeim heimsóknum sem eftirlitsmenn fara í á hverju ári en hvert mál sé alltaf alvarlegt komi það upp. „Við erum til dæmis með eitt mál núna þar sem að við höfum stöðvað starfsemi og eigandi í fyrirtækinu er með heilmiklar hótanir í garð starfsmanna hérna hjá okkur, bæði mín og annarra,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur segir að gera þurfi opinberum stofnunum auðveldara að kæra hótanir fyrir hönd starfsmanna sinna en ekki hafa öll mál sem komið hafi upp hjá Vinnueftirlitinu verið kærð til lögreglu. „Það þarf að vera þannig að stofnunin geti gert það en einstaklingurinn sjálfur, starfsmaðurinn sem vinnur hjá okkur, að hann þurfi ekki að vera að standa í því beint, persónulega. Við erum með eitt mál núna þar sem um er að ræða alvarlega hótanir og ég reikna með því að við munum kæra það til lögreglunnar og reyna koma því inn í dómskerfið,“ segir Eyjólfur. Og þá eru dæmi að eftirlitsmenn hafi þurft vernd lögreglu í eftirlitsheimsóknum. „Við höfum þurft að kalla til lögreglu til að aðstoða við að klára eftirlitsheimsókn og ég man sérstaklega eftir einu tilviki að starfsmanni okkar var hótað lífláti,“ segir Eyjólfur. Tengdar fréttir „Lít svo á að ef opinberum starfsmönnum er hótað þá beri að kæra það til lögreglu“ Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig á því af hverju eigandi iðnaðarhúsnæðis hafi komist upp með að hafa haft í hótunum við slökkviliðsmann vegna brunaúttektar 16. janúar 2018 20:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Dæmi eru um að eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins hafi verið hótað lífláti við störf sín og að þeir hafi þurft á vernd að halda í vettvangsferðum. Forstjóri Vinnueftirlitsins segir að auðvelda þurfi stofnunum að kæra mál sem koma upp, svo starfsmenn þurfi ekki að standa í því persónulega. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að eldvarnareftirlitsmanni hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafi verið hótað við störf sín í máli sem tengdist ólöglegri búsetu í iðnaðarhúsnæði. Það mál var ekki kært til lögreglu en hefur fréttastofan upplýsingar um að starfsmenn opinberra stofnanna veigri sér við að kæra mál sem þessi þar sem starfsmennirnir sjálfir þurfi að gefa upp persónuupplýsingar sem svo séu aðgengilegar þeim sem staðið hafa í hótunum. Eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins hefur verið hótað við störf sín, jafnvel lífláti og verið ógnað í vettvangsferðum. Hlutverk þeirra er að tryggja öryggi starfsmanna á vinnustað og þurfa í sumum tilfellum að taka erfiðar ákvarðanir. „Við getum komið að aðstæðum á vinnustað sem kalla á aðgerðir. Til dæmist að vinna sé stöðvuð og menn hafa brugðist illa við því og verið með sterkar hótanir þannig að við höfum þurft að kalla til lögreglu til að geta klárað okkar vinnu,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. Eyjólfur segir að í raun séu þessi mál bara lítið brot af öllum þeim heimsóknum sem eftirlitsmenn fara í á hverju ári en hvert mál sé alltaf alvarlegt komi það upp. „Við erum til dæmis með eitt mál núna þar sem að við höfum stöðvað starfsemi og eigandi í fyrirtækinu er með heilmiklar hótanir í garð starfsmanna hérna hjá okkur, bæði mín og annarra,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur segir að gera þurfi opinberum stofnunum auðveldara að kæra hótanir fyrir hönd starfsmanna sinna en ekki hafa öll mál sem komið hafi upp hjá Vinnueftirlitinu verið kærð til lögreglu. „Það þarf að vera þannig að stofnunin geti gert það en einstaklingurinn sjálfur, starfsmaðurinn sem vinnur hjá okkur, að hann þurfi ekki að vera að standa í því beint, persónulega. Við erum með eitt mál núna þar sem um er að ræða alvarlega hótanir og ég reikna með því að við munum kæra það til lögreglunnar og reyna koma því inn í dómskerfið,“ segir Eyjólfur. Og þá eru dæmi að eftirlitsmenn hafi þurft vernd lögreglu í eftirlitsheimsóknum. „Við höfum þurft að kalla til lögreglu til að aðstoða við að klára eftirlitsheimsókn og ég man sérstaklega eftir einu tilviki að starfsmanni okkar var hótað lífláti,“ segir Eyjólfur.
Tengdar fréttir „Lít svo á að ef opinberum starfsmönnum er hótað þá beri að kæra það til lögreglu“ Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig á því af hverju eigandi iðnaðarhúsnæðis hafi komist upp með að hafa haft í hótunum við slökkviliðsmann vegna brunaúttektar 16. janúar 2018 20:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Lít svo á að ef opinberum starfsmönnum er hótað þá beri að kæra það til lögreglu“ Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig á því af hverju eigandi iðnaðarhúsnæðis hafi komist upp með að hafa haft í hótunum við slökkviliðsmann vegna brunaúttektar 16. janúar 2018 20:00