Innlent

Björgunarsveit fær ekki að setja upp ljósaskilti í fjáröflunarskyni

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Björgunarsveitin vildi nýta húsgaflinn til fjáröflunar.
Björgunarsveitin vildi nýta húsgaflinn til fjáröflunar. Vísir/Hanna
Björgunarsveitin Ársæll fær ekki að setja upp ljósaskilti undir auglýsingar á gafl byggingarinnar þar sem sveitin er til húsa í Grandagarði 1. Stjórn Faxaflóahafna segir það hvorki myndu samrýmast sinni stefnu né skiltareglugerð Reykjavíkurborgar.

Fram kemur í erindi Ársæls, sem Vilhjálmur Halldórsson, formaður sveitarinnar, skrifar undir að óskað hafi verið eftir heimild til að setja upp allt að 25 fermetra, tölvustýrt díóðuskilti. Tilgangurinn væri að afla sveitinni fjár til að klára frágang hússins að utan og viðhalda því.

„Ljósmagni er stýrt af ljósnema, sem minnkar eða eykur birtu skiltisins í samræmi við dagsbirtu. Birtustig verður því aðeins 6 prósent af heildargetu skiltisins eftir að skyggja tekur. Á daginn væri birtustig um 50 til 60 prósent. Skiltið myndi snúa að hringtorgi við Ánanaust,“ segir í erindinu sem hafnað var.

Björgunarsveitin Ársæll er með aðsetur í Gaujabúð á Seltjarnarnesi og í Gróubúð í Grandagarði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×