Vegagerðin vaktar hættulegustu staði vegakerfisins Heimir Már Pétursson skrifar 17. janúar 2018 13:05 Talsmaður Vegagerðarinnar segir meginmarkmið hennar að auka umferðaröryggi. Síðasta ár var eitt það versta í umferðinni á síðasta áratug en sextán manns létust í bílslysum og tæplega tvö hundruð manns slösuðust alvarlega. Sérfræðingur í umferðarmálum segir fjármagni ekki beint til úrbóta á hættulegustu vegaköflum landsins. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að einungis árið 2016 er verra hvað slys og dauðsföll í umferðinni varðar en árið í fyrra. En í fyrra slösuðust 184 alvarlega í umferðinni og sextán létust. Þessi tvö ár eru þau verstu á undanförnum tíu árum, en í fyrra létust fjórðungi fleiri í umferðinni en að meðaltali á síðasta áratug. Ólafur Guðmundsson tæknistjóri hjá EuroRap, samtökum 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu segir í Fréttablaðinu að það sé sorglegt að fjármagni sem veitt sé til samgangna á Íslandi, sé sjaldnast varið í að gera úrbætur á þeim vegum þar sem flest alvarleg slys verða á fólki. En það sé vegakaflar upp á samtals um 550 kílómetra. Magnús Valur Jóhannsson framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar segir Vegagerðina horfa sérstaklega til þeirra kafla í vegakerfinu þar sem mest er um slys, þá sérstaklega á umferðarmestu vegunum inn og út úr Reykjavík þótt það það hafi gengið hægar en margir vildu. „Er ég þá að vitna til tvöföldunar á Reykjanesbraut sem er auðvitað á dagskrá þótt við vitum ekki hvenær að því kemur. Tvöföldun á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss og Kjalarnesið er til umræðu. En þetta gengur auðvitað mun hægar en menn gjarnan vildu,“ segir Magnús Valur. Vandinn sé meðal annars sá að samþykktar vegaáætlanir og fjárveitingar fari ekki alltaf saman. Þessi stóru verkefni séu öll í áætlunum Alþingis til 2026 en fjármagnið ráði för. Í drögum að vegaáætlun til 2021 sem lögð verði fyrir Alþingi í vor sé gert ráð fyrir framlögum til sumra þessara verkefna. Tuttugu og níu alvarleg umferðarslys hafa orðið á samanlagðri Hringbraut og Miklubraut á undanförnum tíu árum. Magnús Valur segir ekki reiknað með miklu fjármagni í þessa stofnbraut í gegnum borgina, þar sem borgin hafi lagt meiri áherslu á almenningssamgöngur, hjólreiðastíga og svo framvegis í gegnum vegaáætlanir. Því hafi verið lítið um framkvæmdir að hálfu Vegagerðarinnar í Reykjavík. „Sérstaklega þá kannski mislæg gatnamót. Fleiri mislæg gatnamót myndu vitanlega auka umferðaröryggi töluvert mikið,“ segir Magnús Valur. Ef ráðast ætti í öll stóru verkefnin í vegakerfinu á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring myndu þau kosta tugi milljarða króna. Vegagerðin fylgist mjög vel með hvar slysin verða og hvar hættulegir staðir séu í vegakerfinu. Þá séu sérstakar fjárveitingar til minni öryggisaðgerða sem fólk verði kannski ekki vart við. „Það eru nokkur hundruð milljónir á ári þar sem við reynum að lagfæra slysastaði eins og kostur er. Þannig að umferðaröryggi er í forgrunni hjá Vegagerðinni. Eitt af meginmarkmiðunum hjá okkur er að bæta umferðaröryggi. Það er nú bara þannig,“ segir Magnús Valur Jóhannsson. Samgöngur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Talsmaður Vegagerðarinnar segir meginmarkmið hennar að auka umferðaröryggi. Síðasta ár var eitt það versta í umferðinni á síðasta áratug en sextán manns létust í bílslysum og tæplega tvö hundruð manns slösuðust alvarlega. Sérfræðingur í umferðarmálum segir fjármagni ekki beint til úrbóta á hættulegustu vegaköflum landsins. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að einungis árið 2016 er verra hvað slys og dauðsföll í umferðinni varðar en árið í fyrra. En í fyrra slösuðust 184 alvarlega í umferðinni og sextán létust. Þessi tvö ár eru þau verstu á undanförnum tíu árum, en í fyrra létust fjórðungi fleiri í umferðinni en að meðaltali á síðasta áratug. Ólafur Guðmundsson tæknistjóri hjá EuroRap, samtökum 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu segir í Fréttablaðinu að það sé sorglegt að fjármagni sem veitt sé til samgangna á Íslandi, sé sjaldnast varið í að gera úrbætur á þeim vegum þar sem flest alvarleg slys verða á fólki. En það sé vegakaflar upp á samtals um 550 kílómetra. Magnús Valur Jóhannsson framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar segir Vegagerðina horfa sérstaklega til þeirra kafla í vegakerfinu þar sem mest er um slys, þá sérstaklega á umferðarmestu vegunum inn og út úr Reykjavík þótt það það hafi gengið hægar en margir vildu. „Er ég þá að vitna til tvöföldunar á Reykjanesbraut sem er auðvitað á dagskrá þótt við vitum ekki hvenær að því kemur. Tvöföldun á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss og Kjalarnesið er til umræðu. En þetta gengur auðvitað mun hægar en menn gjarnan vildu,“ segir Magnús Valur. Vandinn sé meðal annars sá að samþykktar vegaáætlanir og fjárveitingar fari ekki alltaf saman. Þessi stóru verkefni séu öll í áætlunum Alþingis til 2026 en fjármagnið ráði för. Í drögum að vegaáætlun til 2021 sem lögð verði fyrir Alþingi í vor sé gert ráð fyrir framlögum til sumra þessara verkefna. Tuttugu og níu alvarleg umferðarslys hafa orðið á samanlagðri Hringbraut og Miklubraut á undanförnum tíu árum. Magnús Valur segir ekki reiknað með miklu fjármagni í þessa stofnbraut í gegnum borgina, þar sem borgin hafi lagt meiri áherslu á almenningssamgöngur, hjólreiðastíga og svo framvegis í gegnum vegaáætlanir. Því hafi verið lítið um framkvæmdir að hálfu Vegagerðarinnar í Reykjavík. „Sérstaklega þá kannski mislæg gatnamót. Fleiri mislæg gatnamót myndu vitanlega auka umferðaröryggi töluvert mikið,“ segir Magnús Valur. Ef ráðast ætti í öll stóru verkefnin í vegakerfinu á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring myndu þau kosta tugi milljarða króna. Vegagerðin fylgist mjög vel með hvar slysin verða og hvar hættulegir staðir séu í vegakerfinu. Þá séu sérstakar fjárveitingar til minni öryggisaðgerða sem fólk verði kannski ekki vart við. „Það eru nokkur hundruð milljónir á ári þar sem við reynum að lagfæra slysastaði eins og kostur er. Þannig að umferðaröryggi er í forgrunni hjá Vegagerðinni. Eitt af meginmarkmiðunum hjá okkur er að bæta umferðaröryggi. Það er nú bara þannig,“ segir Magnús Valur Jóhannsson.
Samgöngur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira