Dansar eins og fiðrildi og stingur eins og bý Þórarinn Þórarinsson skrifar 17. janúar 2018 07:00 Davíð Oddsson í sögumannshamnum í miðri forsetakosningabaráttu þar sem gamla brýnið lék á als oddi og sýndi kunnuglega takta. Vísir/Anton „Ég get sagt alls konar hluti um Davíð Oddsson. Hann er með gáfaðri mönnum. Hann er ofboðslega hjartahlýr, sem ég held að menn geri sér ekki almennt grein fyrir, og á góðri stundu getur hann verið ótrúlega skemmtilegur,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um Davíð Oddsson. Davíð er óumdeilt áhrifaríkasti stjórnmálamaður landsins á síðari hluta síðustu aldar. Hann var borgarstjóri, formaður Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, seðlabankastjóri og nú síðast ritstjóri Morgunblaðsins.Kári Stefánsson fer fögrum orðum um vin sinn og afmælisbarnið Davíð Oddsson.Kári og Davíð voru samtíða í Menntaskólanum í Reykjavík þar sem leiklistarhæfileikar Davíðs fengu notið sín. „Hann hefur líklega fórnað stórkostlegum leikferli fyrir stjórnmálin,“ segir Kári en bætir við að hugsanlega hafi hann frekar ákveðið að nýta sér leikhæfileikana í pólitíkinni. Kári segir samskipti þeirra Davíðs ekki hafa verið mikil í seinni tíð en á milli þeirra séu þó sterkar og hlýjar taugar. Þeir hafi alla tíð verið á öndverðum meiði í stjórnmálum. Kári hafi alltaf verið sósíalisti og aldrei farið leynt með það. Pólitískur ágreiningur hafi þó aldrei truflað samskipti þeirra.Sjá einnig: Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs „Davíð Oddsson hefur orð á sér fyrir að vera heldur ósveigjanlegur í pólitík og á köflum öfgakenndur,“ segir Kári en bendir á að vinir Davíðs þekki hann sem traustan vin. „Hann er afskaplega trúr vinum sínum. Hann svíkur þá aldrei og hefur á köflum beygt reglur fyrir þá. Hann hefur gamaldags afstöðu til hollustu og fylgir ákveðnum heiðursreglum út í ystu æsar.“Þegar hnefaleikakappinn Muhammad Ali lýsi sjálfum sér í hringnum sagðist hann svífa eins og fiðrildi og stinga eins og geitungur. Kári Stefánsson segir þá lýsingu eiga fullkomlega við Davíð Oddsson.Undir yfirborðinu, sem sumum kann að þykja full hart, leynist hjartahlýr maður og traustur vinur. En er Davíð ekki bara fyrst og fremst skáld? „Hann er í grunninn fyrst og fremst sögumaður. Það er ekki alveg það sama og skáld. Hann er ofboðslega skemmtilegur sögumaður. Tveir bestu sögumenn sem ég hef kynnst eru faðir minn, heitinn, og Davíð. Hann er ótrúlega lipur og skemmtilegur og þeir segja sögur um margt á svipaðan hátt, faðir minn og Davíð.“ Afmælisdagurinn 17. janúar er um margt merkilegur og ljóst má vera að það eru engar geðleysur sem koma í heiminn þennan dag en Davíð deilir afmælisdegi með ekki ómerkari harðjöxlum en glæpaforingjanum Al Capone og hnefaleikagoðsögninni Muhammad Ali. Með Ali í huga segir Kári: „Fyrirsögnin á þessu á auðvitað að vera: „Float like a butterfly, sting like a bee.“ Þannig nákvæmlega er Davíð Oddsson.“ Stj.mál Tengdar fréttir Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins verður sjötugur á morgun. 16. janúar 2018 15:25 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
„Ég get sagt alls konar hluti um Davíð Oddsson. Hann er með gáfaðri mönnum. Hann er ofboðslega hjartahlýr, sem ég held að menn geri sér ekki almennt grein fyrir, og á góðri stundu getur hann verið ótrúlega skemmtilegur,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um Davíð Oddsson. Davíð er óumdeilt áhrifaríkasti stjórnmálamaður landsins á síðari hluta síðustu aldar. Hann var borgarstjóri, formaður Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, seðlabankastjóri og nú síðast ritstjóri Morgunblaðsins.Kári Stefánsson fer fögrum orðum um vin sinn og afmælisbarnið Davíð Oddsson.Kári og Davíð voru samtíða í Menntaskólanum í Reykjavík þar sem leiklistarhæfileikar Davíðs fengu notið sín. „Hann hefur líklega fórnað stórkostlegum leikferli fyrir stjórnmálin,“ segir Kári en bætir við að hugsanlega hafi hann frekar ákveðið að nýta sér leikhæfileikana í pólitíkinni. Kári segir samskipti þeirra Davíðs ekki hafa verið mikil í seinni tíð en á milli þeirra séu þó sterkar og hlýjar taugar. Þeir hafi alla tíð verið á öndverðum meiði í stjórnmálum. Kári hafi alltaf verið sósíalisti og aldrei farið leynt með það. Pólitískur ágreiningur hafi þó aldrei truflað samskipti þeirra.Sjá einnig: Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs „Davíð Oddsson hefur orð á sér fyrir að vera heldur ósveigjanlegur í pólitík og á köflum öfgakenndur,“ segir Kári en bendir á að vinir Davíðs þekki hann sem traustan vin. „Hann er afskaplega trúr vinum sínum. Hann svíkur þá aldrei og hefur á köflum beygt reglur fyrir þá. Hann hefur gamaldags afstöðu til hollustu og fylgir ákveðnum heiðursreglum út í ystu æsar.“Þegar hnefaleikakappinn Muhammad Ali lýsi sjálfum sér í hringnum sagðist hann svífa eins og fiðrildi og stinga eins og geitungur. Kári Stefánsson segir þá lýsingu eiga fullkomlega við Davíð Oddsson.Undir yfirborðinu, sem sumum kann að þykja full hart, leynist hjartahlýr maður og traustur vinur. En er Davíð ekki bara fyrst og fremst skáld? „Hann er í grunninn fyrst og fremst sögumaður. Það er ekki alveg það sama og skáld. Hann er ofboðslega skemmtilegur sögumaður. Tveir bestu sögumenn sem ég hef kynnst eru faðir minn, heitinn, og Davíð. Hann er ótrúlega lipur og skemmtilegur og þeir segja sögur um margt á svipaðan hátt, faðir minn og Davíð.“ Afmælisdagurinn 17. janúar er um margt merkilegur og ljóst má vera að það eru engar geðleysur sem koma í heiminn þennan dag en Davíð deilir afmælisdegi með ekki ómerkari harðjöxlum en glæpaforingjanum Al Capone og hnefaleikagoðsögninni Muhammad Ali. Með Ali í huga segir Kári: „Fyrirsögnin á þessu á auðvitað að vera: „Float like a butterfly, sting like a bee.“ Þannig nákvæmlega er Davíð Oddsson.“
Stj.mál Tengdar fréttir Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins verður sjötugur á morgun. 16. janúar 2018 15:25 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins verður sjötugur á morgun. 16. janúar 2018 15:25