Netið í fyrsta sinn stærsti birtingamiðillinn Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. janúar 2018 07:30 Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Pipar/MEDIA Ljósmynd/Pipar Vefmiðlar voru í fyrra með stærsta hlutann af birtingakökunni hjá Pipar/Media, birtingaarmi Pipar/TBWA, einnar stærstu auglýsingastofu landsins. Er það í fyrsta sinn sem vefmiðlar taka fram úr dagblöðum í auglýsingabirtingum. Um 33 prósentum af birtingafé Pipar/MEDIA var varið í auglýsingar í vefmiðlum á síðasta ári. Til samanburðar var hlutfallið 27 prósent árið 2016. Þar á eftir komu dagblöð með 24 prósenta hlutdeild og sjónvarp með 23 prósent, en hlutdeild þeirra miðla lækkaði nokkuð á milli ára. Fór hlutdeild dagblaðsins úr 28 í 24 prósent og sjónvarpsins úr 25 í 23 prósent. Þá stóð útvarpsmiðillinn í stað með um 17 prósent birtingafjár. Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Pipar/MEDIA, segir auglýsingamarkaðinn breytast hratt um þessar mundir. Staða vefbirtinga sé að styrkjast jafnt og þétt á kostnað prent- og sjónvarpsmiðla. „Þróunin hefur verið stigvaxandi í þessa átt undanfarin ár. Hækkandi hlutdeild stafrænna birtinga hjá okkur er í takt við það sem er að gerast úti í heimi. Allur vettvangur fyrir stafræna markaðssetningu hefur farið stigvaxandi hjá okkur sem og annars staðar undanfarin ár. Á næstu árum er því spáð að stafrænar birtingar verði komnar yfir 50 prósent af heildarbirtingum. Hvort sú þróun muni eiga við hérlendis mun svo koma í ljós en þróunin er klárlega í þá átt,“ segir hún.Netmiðlar sækja hratt fram á auglýsingamarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/EPAHún bendir á að víða erlendis sé sjónvarpið yfirleitt stærsti birtingarmiðillinn. Hér á landi hafi dagblöðin hins vegar lengst af verið í afar sterkri stöðu með mestu hlutdeildina. Netið sé þó óðum að ná yfirhöndinni. Samhliða aukningu vefbirtinga hefur hlutfall erlendra netauglýsinga, svo sem á Google, Facebook, Instagram og YouTube, aukist jafnt og þétt síðustu ár. Rannveig segir að birtingar á erlendum vefmiðlum og umsjón og vinna við samfélagsmiðla hafi á síðasta ári verið 52 prósent af öllum vefbirtingum. Það sé mikil aukning frá fyrra ári þegar hlutfallið var 39 prósent. „Sama er uppi á teningnum í mörgum löndum í kringum okkar, þar sem netið er þegar orðið stærsti miðillinn og hefur á mörgum stöðum nú þegar tekið fram úr sjónvarpsauglýsingum sem hafa verið stærsti vettvangurinn erlendis hingað til,“ nefnir hún. Þess ber að geta að umræddar tölur um skiptingu birtingafjár hjá Pipar/MEDIA í fyrra eru meðaltalstölur. Þær sýna því ekki fullkomna skiptingu birtingafjárins.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Fjölmiðlar Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Vefmiðlar voru í fyrra með stærsta hlutann af birtingakökunni hjá Pipar/Media, birtingaarmi Pipar/TBWA, einnar stærstu auglýsingastofu landsins. Er það í fyrsta sinn sem vefmiðlar taka fram úr dagblöðum í auglýsingabirtingum. Um 33 prósentum af birtingafé Pipar/MEDIA var varið í auglýsingar í vefmiðlum á síðasta ári. Til samanburðar var hlutfallið 27 prósent árið 2016. Þar á eftir komu dagblöð með 24 prósenta hlutdeild og sjónvarp með 23 prósent, en hlutdeild þeirra miðla lækkaði nokkuð á milli ára. Fór hlutdeild dagblaðsins úr 28 í 24 prósent og sjónvarpsins úr 25 í 23 prósent. Þá stóð útvarpsmiðillinn í stað með um 17 prósent birtingafjár. Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Pipar/MEDIA, segir auglýsingamarkaðinn breytast hratt um þessar mundir. Staða vefbirtinga sé að styrkjast jafnt og þétt á kostnað prent- og sjónvarpsmiðla. „Þróunin hefur verið stigvaxandi í þessa átt undanfarin ár. Hækkandi hlutdeild stafrænna birtinga hjá okkur er í takt við það sem er að gerast úti í heimi. Allur vettvangur fyrir stafræna markaðssetningu hefur farið stigvaxandi hjá okkur sem og annars staðar undanfarin ár. Á næstu árum er því spáð að stafrænar birtingar verði komnar yfir 50 prósent af heildarbirtingum. Hvort sú þróun muni eiga við hérlendis mun svo koma í ljós en þróunin er klárlega í þá átt,“ segir hún.Netmiðlar sækja hratt fram á auglýsingamarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/EPAHún bendir á að víða erlendis sé sjónvarpið yfirleitt stærsti birtingarmiðillinn. Hér á landi hafi dagblöðin hins vegar lengst af verið í afar sterkri stöðu með mestu hlutdeildina. Netið sé þó óðum að ná yfirhöndinni. Samhliða aukningu vefbirtinga hefur hlutfall erlendra netauglýsinga, svo sem á Google, Facebook, Instagram og YouTube, aukist jafnt og þétt síðustu ár. Rannveig segir að birtingar á erlendum vefmiðlum og umsjón og vinna við samfélagsmiðla hafi á síðasta ári verið 52 prósent af öllum vefbirtingum. Það sé mikil aukning frá fyrra ári þegar hlutfallið var 39 prósent. „Sama er uppi á teningnum í mörgum löndum í kringum okkar, þar sem netið er þegar orðið stærsti miðillinn og hefur á mörgum stöðum nú þegar tekið fram úr sjónvarpsauglýsingum sem hafa verið stærsti vettvangurinn erlendis hingað til,“ nefnir hún. Þess ber að geta að umræddar tölur um skiptingu birtingafjár hjá Pipar/MEDIA í fyrra eru meðaltalstölur. Þær sýna því ekki fullkomna skiptingu birtingafjárins.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Fjölmiðlar Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira