Nassar misnotaði líka frægustu fimleikakonu heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2018 08:30 Simone Biles. Vísir/Getty Fjórfaldur Ólympíumeistari frá því í Ríó 2016 og frægasta fimleikakona samtímans, Simone Biles, hefur nú bæst í hóp þeirra sem saka lækni bandaríska fimleikalandsliðsins um misnotkum og kynferðisbrot. Simone Biles sagði frá því að Twitter að hún væri ein af fórnalömbum Larry Nassar og notað myllumerkin „Tilfinngar“ og „MeToo“.Feelings... #MeToopic.twitter.com/ICiu0FCa0n — Simone Biles (@Simone_Biles) January 15, 2018 „Flest ykkar vita að ég er glöð, flissgjörn og orkumikil stelpa en upp á síðkastið hef ég verið niðurbrotin. Því meira sem ég hef reynt að þagga niður í röddinni í hausnum á mér því hærra öskrar hún. Ég er ekki lengur hrædd við að segja sögu mína,“ skrifaði Simone Biles. Læknirinn, heitir Larry Nassar og var á dögunum dæmdur í sextíu ára fangelsi fyrir að hafa verið með mynefni sem sýndi barnaníð í tölvunni sinni. Þá hefur hann einnig viðurkennt að hafa misnotað fimleikastúlkur en þær hafa hver á fætur annarri stigið fram og sagt frá samskiptum sínum við hinn 54 ára gamla Nassar. Biles, sem vann fjögur ólympíugull á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst 2016. Í yfirlýsingu hennar segir að hún ætlaði ekki að láta Nassar stela frá sér ástinni og ánægjunni. „Ég veit að þessi hræðilega reynsla mun ekki skilgreina mig því ég er miklu meira en þetta,“ skrifaði Biles. Bandaríska fimleikasambandið sendi líka frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að fólk þar á bæ væri harmi lostið yfir þessum fréttum og mikil reiði og sorg væri með það að Simone Biles og allar hinar fimleikakonurnar hafi lent í þessum skelfilegu kringumstæðum. Simone Biles er staðráðin að komast í gegnum þetta og hefur sett stefnuna á að vinna fleiri Ólympíugull á ÓL í Tókýó 2020. „Ég er einstök, klár, hæfileikarík, staðráðin og ástríðufull. Ég hef lofað sjálfri mér að saga mín verði meira en þetta mál og ég lofa ykkur öllum að ég mun aldrei gefast upp. Ég elska þessa íþrótta of mikið og ég hætti aldrei. Ég læt ekki einn mann og aðra sem aðstoðuðu hann stela ást minni og hamingju,“ skrifaði Biles. Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Fjórfaldur Ólympíumeistari frá því í Ríó 2016 og frægasta fimleikakona samtímans, Simone Biles, hefur nú bæst í hóp þeirra sem saka lækni bandaríska fimleikalandsliðsins um misnotkum og kynferðisbrot. Simone Biles sagði frá því að Twitter að hún væri ein af fórnalömbum Larry Nassar og notað myllumerkin „Tilfinngar“ og „MeToo“.Feelings... #MeToopic.twitter.com/ICiu0FCa0n — Simone Biles (@Simone_Biles) January 15, 2018 „Flest ykkar vita að ég er glöð, flissgjörn og orkumikil stelpa en upp á síðkastið hef ég verið niðurbrotin. Því meira sem ég hef reynt að þagga niður í röddinni í hausnum á mér því hærra öskrar hún. Ég er ekki lengur hrædd við að segja sögu mína,“ skrifaði Simone Biles. Læknirinn, heitir Larry Nassar og var á dögunum dæmdur í sextíu ára fangelsi fyrir að hafa verið með mynefni sem sýndi barnaníð í tölvunni sinni. Þá hefur hann einnig viðurkennt að hafa misnotað fimleikastúlkur en þær hafa hver á fætur annarri stigið fram og sagt frá samskiptum sínum við hinn 54 ára gamla Nassar. Biles, sem vann fjögur ólympíugull á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst 2016. Í yfirlýsingu hennar segir að hún ætlaði ekki að láta Nassar stela frá sér ástinni og ánægjunni. „Ég veit að þessi hræðilega reynsla mun ekki skilgreina mig því ég er miklu meira en þetta,“ skrifaði Biles. Bandaríska fimleikasambandið sendi líka frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að fólk þar á bæ væri harmi lostið yfir þessum fréttum og mikil reiði og sorg væri með það að Simone Biles og allar hinar fimleikakonurnar hafi lent í þessum skelfilegu kringumstæðum. Simone Biles er staðráðin að komast í gegnum þetta og hefur sett stefnuna á að vinna fleiri Ólympíugull á ÓL í Tókýó 2020. „Ég er einstök, klár, hæfileikarík, staðráðin og ástríðufull. Ég hef lofað sjálfri mér að saga mín verði meira en þetta mál og ég lofa ykkur öllum að ég mun aldrei gefast upp. Ég elska þessa íþrótta of mikið og ég hætti aldrei. Ég læt ekki einn mann og aðra sem aðstoðuðu hann stela ást minni og hamingju,“ skrifaði Biles.
Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira