Allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. janúar 2018 08:15 Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum segir að kerfið hafi miklu meiri getu en vatnsneyslan gerir ráð fyrir. Vísir/Vilhelm „Það er rétt að gerlafjöldi mældist yfir viðmiðunarmörkum,“ segir Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum. Í gærkvöldi var tilkynnt að mælst hefði fjölgun jarðvegsgerla í kalda vatninu Í Reykjavík en tvö sýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók 12. janúar stóðust ekki viðmið í reglugerð. Hún ítrekar í samtali við Bítið nú í morgun að engin hætta sé á ferðum og að það sé „allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu.“ Spjallið við Ólöfu má heyra má hér að neðan Ekkert mál Ólöf segir að Heilbrigðiseftirlitið hafi mælt með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar væri soðið til að gæta ítrustu varúðar. Var þá bara átt við neytendur sem eru viðkvæmir, til dæmis með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Við hin drekkum þetta vatn, þetta er ekki mál fyrir okkur og örugglega engan.“ Leiðbeiningarnar frá Heilbrigðiseftirlitinu áttu við öll hverfi borgarinnar nema Grafarvog, Norðlingaholt, Úlfarsárdal, Kjalarnes auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk þar sem ekki hefur mælst gerlafjöldi yfir viðmiðunarmörkum. „Við ákváðum að fara út með þetta svo fólk gæti tekið upplýsta ákvörðun. Jarðvegsgerlarnir eru heiti yfir allar bakteríur, fyrir utan E.coli og coli, sem finnast í umhverfi okkar. Þær eru nauðsynlegar fyrir lífríkið og alveg skaðlausar. Það þarf enginn að vera hræddur við þær.“ Ólöf segir að ástæðan fyrir frávikinu í gerlamagni sé mikil hlákutíð undanfarið í kjölfar langs frostakafla. Við slíkar aðstæður getur yfirborðsvatn komist í grunnvatn og flutt með sér gerla. Ef gerlamagn í borholu mælist yfir mörkum er vatnstöku úr henni hætt. Anna eftirspurn eins og staðan er núnaUmræða hefur skapast um hugsanlegan vatnsskort þar sem í tilkynningunni kom fram að sú staða sé komin upp að búið er að taka það margar holur úr rekstri Veitna að ekki er hægt að anna vatnsþörf viðskiptavina ef þær verða fleiri. Ólöf telur að einstaklingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af slíku. „Við erum búin að vera að loka holum og eins og er þá erum við að anna vatnsþörf og ég held að almenningur og flest fyrirtæki þurfi ekki að hafa áhyggjur. Það sem við erum náttúrulega að hugsa helst um núna, ef við höldum þessu svona, er að eiga nægt vatn til brunavarna. Kerfið er náttúrulega ekki bara neyslukerfi heldur líka brunavarnakerfi.“ Ólöf segir að kerfið hafi miklu meiri getu en neyslan gerir ráð fyrir af því að það þurfi líka að vera viðbúið því að það komi stórir brunar. „Eins og núna erum við á pari en ef við þyrftum að loka fleirum þá þyrftum við að fara að skoða brunavarnirnar en eins og núna er ekkert sem gefur það til kynna. Ef það kemur upp stórbruni og við erum með meira lokað en við erum með núna og það kæmi líka stórbruni þá gætum við þurft að grípa til einhverra aðgerða.“ Telur hún að ekki muni koma til þess þar sem hlákan er ekki lengur til staðar og komið frost. „Við erum að vonast til að þessu sé lokið, þetta var bara óvenjulegt veðurskeið þessi langi frostkafli og þessi mikla hláka í kjölfarið.“ Eftirfarandi orðsending barst frá Veitum í gærkvöldi: Í fréttatilkynningu Veitna frá því fyrr í kvöld urðu þau mistök að listi yfir hverfi sem fá vatn úr þeim hluta veitukerfisins þar sem mældist aukinn fjöldi jarðvegsgerla var ekki kórréttur. Hér er réttur listi: Öll hverfi Reykjavíkur vestan Elliðaáa auk Bryggjuhverfis, Grafarvogs utan Húsahverfis, Ártúnshöfða, Kjalarnes sem og Seltjarnarnes.Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út að engin hætta sé á ferðum. Þó er áfram, af varúðarástæðum, mælt með að íbúar ofantalinna hverfa sjóði vatn ef neytendur eru viðkvæmir. Fréttin var uppfærð klukkan 09:15. Heilbrigðismál Umhverfismál Tengdar fréttir Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. janúar 2018 19:27 Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
„Það er rétt að gerlafjöldi mældist yfir viðmiðunarmörkum,“ segir Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum. Í gærkvöldi var tilkynnt að mælst hefði fjölgun jarðvegsgerla í kalda vatninu Í Reykjavík en tvö sýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók 12. janúar stóðust ekki viðmið í reglugerð. Hún ítrekar í samtali við Bítið nú í morgun að engin hætta sé á ferðum og að það sé „allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu.“ Spjallið við Ólöfu má heyra má hér að neðan Ekkert mál Ólöf segir að Heilbrigðiseftirlitið hafi mælt með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar væri soðið til að gæta ítrustu varúðar. Var þá bara átt við neytendur sem eru viðkvæmir, til dæmis með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Við hin drekkum þetta vatn, þetta er ekki mál fyrir okkur og örugglega engan.“ Leiðbeiningarnar frá Heilbrigðiseftirlitinu áttu við öll hverfi borgarinnar nema Grafarvog, Norðlingaholt, Úlfarsárdal, Kjalarnes auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk þar sem ekki hefur mælst gerlafjöldi yfir viðmiðunarmörkum. „Við ákváðum að fara út með þetta svo fólk gæti tekið upplýsta ákvörðun. Jarðvegsgerlarnir eru heiti yfir allar bakteríur, fyrir utan E.coli og coli, sem finnast í umhverfi okkar. Þær eru nauðsynlegar fyrir lífríkið og alveg skaðlausar. Það þarf enginn að vera hræddur við þær.“ Ólöf segir að ástæðan fyrir frávikinu í gerlamagni sé mikil hlákutíð undanfarið í kjölfar langs frostakafla. Við slíkar aðstæður getur yfirborðsvatn komist í grunnvatn og flutt með sér gerla. Ef gerlamagn í borholu mælist yfir mörkum er vatnstöku úr henni hætt. Anna eftirspurn eins og staðan er núnaUmræða hefur skapast um hugsanlegan vatnsskort þar sem í tilkynningunni kom fram að sú staða sé komin upp að búið er að taka það margar holur úr rekstri Veitna að ekki er hægt að anna vatnsþörf viðskiptavina ef þær verða fleiri. Ólöf telur að einstaklingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af slíku. „Við erum búin að vera að loka holum og eins og er þá erum við að anna vatnsþörf og ég held að almenningur og flest fyrirtæki þurfi ekki að hafa áhyggjur. Það sem við erum náttúrulega að hugsa helst um núna, ef við höldum þessu svona, er að eiga nægt vatn til brunavarna. Kerfið er náttúrulega ekki bara neyslukerfi heldur líka brunavarnakerfi.“ Ólöf segir að kerfið hafi miklu meiri getu en neyslan gerir ráð fyrir af því að það þurfi líka að vera viðbúið því að það komi stórir brunar. „Eins og núna erum við á pari en ef við þyrftum að loka fleirum þá þyrftum við að fara að skoða brunavarnirnar en eins og núna er ekkert sem gefur það til kynna. Ef það kemur upp stórbruni og við erum með meira lokað en við erum með núna og það kæmi líka stórbruni þá gætum við þurft að grípa til einhverra aðgerða.“ Telur hún að ekki muni koma til þess þar sem hlákan er ekki lengur til staðar og komið frost. „Við erum að vonast til að þessu sé lokið, þetta var bara óvenjulegt veðurskeið þessi langi frostkafli og þessi mikla hláka í kjölfarið.“ Eftirfarandi orðsending barst frá Veitum í gærkvöldi: Í fréttatilkynningu Veitna frá því fyrr í kvöld urðu þau mistök að listi yfir hverfi sem fá vatn úr þeim hluta veitukerfisins þar sem mældist aukinn fjöldi jarðvegsgerla var ekki kórréttur. Hér er réttur listi: Öll hverfi Reykjavíkur vestan Elliðaáa auk Bryggjuhverfis, Grafarvogs utan Húsahverfis, Ártúnshöfða, Kjalarnes sem og Seltjarnarnes.Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út að engin hætta sé á ferðum. Þó er áfram, af varúðarástæðum, mælt með að íbúar ofantalinna hverfa sjóði vatn ef neytendur eru viðkvæmir. Fréttin var uppfærð klukkan 09:15.
Heilbrigðismál Umhverfismál Tengdar fréttir Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. janúar 2018 19:27 Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. janúar 2018 19:27
Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30