Starfsfólk RÚV foxillt vegna sekta Bílastæðasjóðs Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2018 13:52 Meðal þeirra sem fengu vænar sektir, sér til mikillar hrellingar, voru þau Þórhildur, Doddi litli og Gísli Einarsson. Mikil gremja er meðal starfsmanna RÚV vegna bílastæðamála sem eru í miklum ólestri við Efstaleitið. Mjög hefur þrengt að húsinu í kjölfar byggingaframkvæmda við húsið og bílastæðum fækkað. Hópur fjölmiðlafólks fékk fyrir helgi háar sektir, eða tíu þúsund króna sektarmiða, fyrir að leggja ólöglega. Þeirra á meðal eru útvarpsmaðurinn Doddi litli, Þórhildur Ólafsdóttir útvarpsmaður á Rás 1 og sjónvarpsstjarnan Gísli Einarsson. Þetta hleypti illu blóði í mannskapinn og var ekki á það bætandi því vegna skorts á bílastæðum og erfiðu aðgengi hefur borið á því að gestir hafi beinlínis hætt við að mæta í viðtöl vegna ástandsins. Þá eiga aldraðir og fatlaðir í stökustu vandræðum með að komast að húsinu, sem ekki er gott því auk Ríkisútvarpsins er Félagsþjónustan í Reykjavík með aðsetur í útvarpshúsinu við Efstaleiti. Sú stofnun leigir alla fjórðu hæð hússins, fimmtu einnig fyrir utan mötuneytið og góðan skerf af þeirri fyrstu af RÚV. Þar ríkir einnig mikil gremja vegna þessa ástands og er talað um svik og vísað til loforða þess efnis að stæðum við húsið myndi ekki fækka vegna byggingarframkvæmdanna. Sem ekki hefur staðist. Heimaþjónustan kemur ekki að um 30 bílum sem hún notar til starfseminnar við húsið með góðu móti. Eins og fram hefur komið seldi RÚV byggingarétt á lóð við Efstaleiti 1 fyrir 1.535 milljónir króna. Salan var umdeild en áhöld voru uppi um eignarrétt, hvort RÚV ætti í raun landið. Undanfarið hafa byggingar sprottið þar upp, með tilheyrandi raski en áætlanir gera ráð fyrir 350 íbúðum á lóðinni.Uppfært 16.01.18 kl. 12:00 Ábending hefur borist þess efnis að ekki sé um að ræða 250 íbúðir sem nú rísa við Efstaleiti, eins og áætlanir gerðu upphaflega ráð fyrir og sagði upphaflega í þessari frétt, heldur 350 íbúðir. Og munar um minna en þetta hefur nú verið lagfært. Fjölmiðlar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Mikil gremja er meðal starfsmanna RÚV vegna bílastæðamála sem eru í miklum ólestri við Efstaleitið. Mjög hefur þrengt að húsinu í kjölfar byggingaframkvæmda við húsið og bílastæðum fækkað. Hópur fjölmiðlafólks fékk fyrir helgi háar sektir, eða tíu þúsund króna sektarmiða, fyrir að leggja ólöglega. Þeirra á meðal eru útvarpsmaðurinn Doddi litli, Þórhildur Ólafsdóttir útvarpsmaður á Rás 1 og sjónvarpsstjarnan Gísli Einarsson. Þetta hleypti illu blóði í mannskapinn og var ekki á það bætandi því vegna skorts á bílastæðum og erfiðu aðgengi hefur borið á því að gestir hafi beinlínis hætt við að mæta í viðtöl vegna ástandsins. Þá eiga aldraðir og fatlaðir í stökustu vandræðum með að komast að húsinu, sem ekki er gott því auk Ríkisútvarpsins er Félagsþjónustan í Reykjavík með aðsetur í útvarpshúsinu við Efstaleiti. Sú stofnun leigir alla fjórðu hæð hússins, fimmtu einnig fyrir utan mötuneytið og góðan skerf af þeirri fyrstu af RÚV. Þar ríkir einnig mikil gremja vegna þessa ástands og er talað um svik og vísað til loforða þess efnis að stæðum við húsið myndi ekki fækka vegna byggingarframkvæmdanna. Sem ekki hefur staðist. Heimaþjónustan kemur ekki að um 30 bílum sem hún notar til starfseminnar við húsið með góðu móti. Eins og fram hefur komið seldi RÚV byggingarétt á lóð við Efstaleiti 1 fyrir 1.535 milljónir króna. Salan var umdeild en áhöld voru uppi um eignarrétt, hvort RÚV ætti í raun landið. Undanfarið hafa byggingar sprottið þar upp, með tilheyrandi raski en áætlanir gera ráð fyrir 350 íbúðum á lóðinni.Uppfært 16.01.18 kl. 12:00 Ábending hefur borist þess efnis að ekki sé um að ræða 250 íbúðir sem nú rísa við Efstaleiti, eins og áætlanir gerðu upphaflega ráð fyrir og sagði upphaflega í þessari frétt, heldur 350 íbúðir. Og munar um minna en þetta hefur nú verið lagfært.
Fjölmiðlar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira