Innlent

Gagnrýna töf á nýju elliheimili

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs.
Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs. vísir/Hanna
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna í bæjarráði Hafnafjarðar segja meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar hafa komið í veg fyrir að nýtt hjúkrunarheimili væri opnað snemma árs 2016.

„Þrátt fyrir margra ára undirbúningsvinnu og umtalsverða fjárfestingu ákvað meirihlutinn strax í upphafi þessa kjörtímabils að rjúfa þá þverpólitísku samstöðu sem verið hafði um byggingu hjúkrunarheimilis, heilsugæslu og þjónustuíbúða fyrir aldraða á Völlum allt frá árinu 2006,“ segir í bókun. Meirihlutinn hafnar þessum ásökunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×