Íslenska vegakerfið fær lága einkunn Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. janúar 2018 21:00 Umferðaröryggissérfræðingur segir óásættanlegt að alvarlegum slysum fjölgi í umferðinni meðan þeim hefur snarfækkað í annars konar samgöngum. Hægt væri að stórfækka slysum með nokkuð einföldum aðferðum. Yfir 70% íslenskra vega fá aðeins eina til tvær stjörnur af fimm mögulegum í sérstakri öryggisúttekt EuroRAP Tvö banaslys hafa orðið í umferðinni á fyrstu dögum ársins 2018. Þá voru alvarleg slys einnig mörg á síðasta ári, sérstaklega á fjölförnum þjóðvegum á suðvesturhorni landsins. Ólafur Guðmundsson er tæknistjóri hjá EuroRAP á Íslandi, en það eru samtök 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu sem í samstarfi við Evrópusambandið og fleiri aðila vinna að gæða- og öryggismati á vegum. Ólafur segir að eftir því sem umferðarþungi hefur stóraukist á tilteknum köflum, hafi eðli hættunnar breyst mikið. „Karakter vega breytist svolítið þegar umferðarmagnið eykst. Þá aukast líkurnar á að lenda í framanáárekstri verulega og fara yfir að vera helmingur af líkunum á því að fara út af veginum. Framanáárekstrar á þeim hraða sem við leyfum á þessum vegum, sem er 90, eru bara stóralvarlegt mál og það er ástæðan fyrir því að við fáum þessi vondu slys á þessum vegum.“ Þetta segir Ólafur hins vegar að þurfi ekki kosta svo mikið að leysa, enda hafi einfaldar lausnir oft skilað miklum árangri. „Á milli Hveragerðis og Selfoss var t.d. mikið af alvarlegum framanáárekstrum. Þeir nánast hurfu við það að setja bara rillur í malbikið á miðjunni til að vekja ökumenn þegar þeir voru að fara yfir á öfugan vegarhelming,“ segir Ólafur.70 prósent með eina eða tvær stjörnur EuroRAP gerir úttektir á þjóðvegum og gefur þeim einkunn með hliðsjón af öllum öryggisþáttum. Um 4 þúsund kílómetrar af þjóðvegakerfi Íslands hafa nú verið teknir út, en Ólafur segir þá í heildina litið skora alltof lágt. „Yfir 70 prósent af vegakerfinu á Íslandi er að fá eina eða tvær stjörnur af fimm mögulegum. Megnið af þessum vegum í kringum Reykjavík eru að fá þrjár stjörnur. Við getum sagt að það sé ásættanleg áhætta, en magnið í umferð og slysum er of mikið.“ Ólafur segir einfaldlega nauðsynlegt að ráðist verði í raunverulegt átak til að auka öryggi á þjóðvegum landsins. Það hafi hins vegar verið gert á öðrum sviðum og t.a.m. hafi hvorki orðið banaslys í flugi né á sjó árið 2017. Þróunin í akstri sé hins vegar allt önnur, ef litið er til samtölu alvarlegra slysa og banaslysa. „Þegar við gerum það þá er árið 2016 versta árið okkar fyrir síðustu tíu ár og 2017 sýnist mér ætla að enda í öðru eða þriðja sæti. Þetta er í kringum 200 manns sem við erum að missa alvarlega slasaða eða látna í umferðinni á ári og það er bara óásættanlegt,“ segir Ólafur að lokum. Samgöngur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Umferðaröryggissérfræðingur segir óásættanlegt að alvarlegum slysum fjölgi í umferðinni meðan þeim hefur snarfækkað í annars konar samgöngum. Hægt væri að stórfækka slysum með nokkuð einföldum aðferðum. Yfir 70% íslenskra vega fá aðeins eina til tvær stjörnur af fimm mögulegum í sérstakri öryggisúttekt EuroRAP Tvö banaslys hafa orðið í umferðinni á fyrstu dögum ársins 2018. Þá voru alvarleg slys einnig mörg á síðasta ári, sérstaklega á fjölförnum þjóðvegum á suðvesturhorni landsins. Ólafur Guðmundsson er tæknistjóri hjá EuroRAP á Íslandi, en það eru samtök 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu sem í samstarfi við Evrópusambandið og fleiri aðila vinna að gæða- og öryggismati á vegum. Ólafur segir að eftir því sem umferðarþungi hefur stóraukist á tilteknum köflum, hafi eðli hættunnar breyst mikið. „Karakter vega breytist svolítið þegar umferðarmagnið eykst. Þá aukast líkurnar á að lenda í framanáárekstri verulega og fara yfir að vera helmingur af líkunum á því að fara út af veginum. Framanáárekstrar á þeim hraða sem við leyfum á þessum vegum, sem er 90, eru bara stóralvarlegt mál og það er ástæðan fyrir því að við fáum þessi vondu slys á þessum vegum.“ Þetta segir Ólafur hins vegar að þurfi ekki kosta svo mikið að leysa, enda hafi einfaldar lausnir oft skilað miklum árangri. „Á milli Hveragerðis og Selfoss var t.d. mikið af alvarlegum framanáárekstrum. Þeir nánast hurfu við það að setja bara rillur í malbikið á miðjunni til að vekja ökumenn þegar þeir voru að fara yfir á öfugan vegarhelming,“ segir Ólafur.70 prósent með eina eða tvær stjörnur EuroRAP gerir úttektir á þjóðvegum og gefur þeim einkunn með hliðsjón af öllum öryggisþáttum. Um 4 þúsund kílómetrar af þjóðvegakerfi Íslands hafa nú verið teknir út, en Ólafur segir þá í heildina litið skora alltof lágt. „Yfir 70 prósent af vegakerfinu á Íslandi er að fá eina eða tvær stjörnur af fimm mögulegum. Megnið af þessum vegum í kringum Reykjavík eru að fá þrjár stjörnur. Við getum sagt að það sé ásættanleg áhætta, en magnið í umferð og slysum er of mikið.“ Ólafur segir einfaldlega nauðsynlegt að ráðist verði í raunverulegt átak til að auka öryggi á þjóðvegum landsins. Það hafi hins vegar verið gert á öðrum sviðum og t.a.m. hafi hvorki orðið banaslys í flugi né á sjó árið 2017. Þróunin í akstri sé hins vegar allt önnur, ef litið er til samtölu alvarlegra slysa og banaslysa. „Þegar við gerum það þá er árið 2016 versta árið okkar fyrir síðustu tíu ár og 2017 sýnist mér ætla að enda í öðru eða þriðja sæti. Þetta er í kringum 200 manns sem við erum að missa alvarlega slasaða eða látna í umferðinni á ári og það er bara óásættanlegt,“ segir Ólafur að lokum.
Samgöngur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira