Ódýrari og umhverfisvænni kostur Ritstjórn skrifar 14. janúar 2018 20:00 Mynd: Modibodi.is Svokallaðar túrnærbuxur hafa orðið gríðarlega vinsælar í heiminum undanfarið, og vakið upp umtal og spurningar. Þetta hljómar, í rauninni, allt of vel. Að geta sleppt túrtöppum og dömubindum og verið þess í stað einungis í þægilegum nærbuxum. Nú fást þessar nærbuxur á Íslandi. Arna Sigrún Haraldsdóttir flytur inn nærbuxurnar Modibodi, en þessar nærbuxur halda vökva eins og blæðingum, útferð og þvagi, og koma í stað dömubinda, innleggja og túrtappa. Efnið í buxunum dregur í sig vökva og heldur honum án þess að nokkuð leki í gegn, en efnið sem tekur við vökvanum er fjórfalt, og mikil vísindi á bakvið þróun efnisins. Við heyrðum í Örnu og spurðum hana aðeins út í Modibodi, og afhverju hún fór út í þennan bransa. Arna er fatahönnuður að mennt, og er einnig með MBA gráðu. Þetta var því rökrétt framhald fyrir Örnu, að finna sér verkefni sem hún trúir á. Arna er grænmetisæta og hugsar mikið um umhverfið, og var því fegin að vera laus við allt þetta rusl sem dömubindin og túrtapparnir búa til. ,,Þetta er að sjálfsögðu ódýrari og mun umhverfisvænni kostur, og var þetta því eðlilegt framhald og rökrétt skref fyrir mig,” segir Arna þegar hún er spurð út í það afhverju hún ákvað að prófa þetta. ,,Hugmyndin er algjör snilld.” Nærbuxurnar líta alveg eins út og venjulegar nærbuxur, og henta fyrir gríðarlega margar konur. Ungar stelpur sem eru að fara á blæðingar fyrstu skiptin, þegar þetta er oft mikið feimnismál, og blæðingarnar geta verið óreglulegar. Eftir barnsburð, og fyrir eldri konur þar sem þvagleki er algengt vandamál. Einnig eru margar konur sem eru viðkvæmar og eiga erfitt með að nota dömubindi og túrtappa, en Modibodi eru gerðar úr merino-ull og bambus, og henta því einstaklega vel fyrir þær konur. Hjá Modibodi er samfélagsleg ábyrgð tekin alvarlega og mikil áhersla lögð á líkamsvirðingu og fjölbreytileika. ,,Þetta virkar, í alvöru. Þú verður bara að prófa,” segir Arna að lokum, og ég er nánast sannfærð. Og ef satt reynist, er þetta mikil breyting fyrir konur, þar sem lausnir á borð við þessar eru alltaf kærkomnar. Ég verð bara að prófa. Nærbuxurnar fást á modibodi.is, þar sem hægt er að lesa um nærbuxurnar nánar. Mest lesið Leyfum sumarflíkunum að lifa í vetur Glamour Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour H&M gerir línu úr endurunnum fötum Glamour Lék sér með UGG-skóna umdeildu Glamour Beyonce í sérsaumuðu Balmain og Gucci Glamour Hvað er Met Gala? Glamour Gallabuxurnar - er eitthvað að þeim en ekki þér? Glamour Best klæddu konur vikunnar Glamour Louis Vuitton frumsýnir samstarfið við Supreme Glamour Miranda Kerr trúlofuð forstjóra Snapchat Glamour
Svokallaðar túrnærbuxur hafa orðið gríðarlega vinsælar í heiminum undanfarið, og vakið upp umtal og spurningar. Þetta hljómar, í rauninni, allt of vel. Að geta sleppt túrtöppum og dömubindum og verið þess í stað einungis í þægilegum nærbuxum. Nú fást þessar nærbuxur á Íslandi. Arna Sigrún Haraldsdóttir flytur inn nærbuxurnar Modibodi, en þessar nærbuxur halda vökva eins og blæðingum, útferð og þvagi, og koma í stað dömubinda, innleggja og túrtappa. Efnið í buxunum dregur í sig vökva og heldur honum án þess að nokkuð leki í gegn, en efnið sem tekur við vökvanum er fjórfalt, og mikil vísindi á bakvið þróun efnisins. Við heyrðum í Örnu og spurðum hana aðeins út í Modibodi, og afhverju hún fór út í þennan bransa. Arna er fatahönnuður að mennt, og er einnig með MBA gráðu. Þetta var því rökrétt framhald fyrir Örnu, að finna sér verkefni sem hún trúir á. Arna er grænmetisæta og hugsar mikið um umhverfið, og var því fegin að vera laus við allt þetta rusl sem dömubindin og túrtapparnir búa til. ,,Þetta er að sjálfsögðu ódýrari og mun umhverfisvænni kostur, og var þetta því eðlilegt framhald og rökrétt skref fyrir mig,” segir Arna þegar hún er spurð út í það afhverju hún ákvað að prófa þetta. ,,Hugmyndin er algjör snilld.” Nærbuxurnar líta alveg eins út og venjulegar nærbuxur, og henta fyrir gríðarlega margar konur. Ungar stelpur sem eru að fara á blæðingar fyrstu skiptin, þegar þetta er oft mikið feimnismál, og blæðingarnar geta verið óreglulegar. Eftir barnsburð, og fyrir eldri konur þar sem þvagleki er algengt vandamál. Einnig eru margar konur sem eru viðkvæmar og eiga erfitt með að nota dömubindi og túrtappa, en Modibodi eru gerðar úr merino-ull og bambus, og henta því einstaklega vel fyrir þær konur. Hjá Modibodi er samfélagsleg ábyrgð tekin alvarlega og mikil áhersla lögð á líkamsvirðingu og fjölbreytileika. ,,Þetta virkar, í alvöru. Þú verður bara að prófa,” segir Arna að lokum, og ég er nánast sannfærð. Og ef satt reynist, er þetta mikil breyting fyrir konur, þar sem lausnir á borð við þessar eru alltaf kærkomnar. Ég verð bara að prófa. Nærbuxurnar fást á modibodi.is, þar sem hægt er að lesa um nærbuxurnar nánar.
Mest lesið Leyfum sumarflíkunum að lifa í vetur Glamour Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour H&M gerir línu úr endurunnum fötum Glamour Lék sér með UGG-skóna umdeildu Glamour Beyonce í sérsaumuðu Balmain og Gucci Glamour Hvað er Met Gala? Glamour Gallabuxurnar - er eitthvað að þeim en ekki þér? Glamour Best klæddu konur vikunnar Glamour Louis Vuitton frumsýnir samstarfið við Supreme Glamour Miranda Kerr trúlofuð forstjóra Snapchat Glamour