Telur framgöngu dómsmálaráðherra hafa grafið undan trausti á nýtt dómstig Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. janúar 2018 17:03 Helgi Hrafn, þingmaður Pírata og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra tókust á um Landsréttarmálið. „Það sem er alvarlegt við þetta er ekki í sjálfu sér það að einhver lög hafi verið brotin. Það sem er alvarlegt við þetta er að þetta grefur undan trausti til þessa nýja dómstigs að því er virðist varanlega,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, um Landsréttarmálið svokallaða. Hæstiréttur Íslands komst í lok desember að þeirri niðurstöðu að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafi brotið lög við skipun dómara við Landsrétt, nýs dómstigs.Helgi Hrafn Gunnarsson og Sigríður Á. Andersen voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þingmennirnir tókust hart á um málið. Í þættinum segir Helgi Hrafn að það hafi ekki komið neitt nýtt fram í málinu frá því í byrjun sumars. „Vegna þess að skipunin sjálf er byggð á lögbroti sem var varað við og sérfræðingar sem komu fyrir Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á þeim tíma vöruðu við því að ef ráðherra myndi ekki mæta rannsóknarskyldu sinni þá myndi það grafa undan trausti dómstólsins,“ segir Helgi Hrafn. Helgi er þeirrar skoðunar að nægur tími hafi verið til stefnu að skipa dómarana. „Það þurfti ekki að skipa fyrr en fyrsta júlí og Alþingi hefði alveg getað leyft ráðherra að halda áfram vinnunni í einn mánuð og haft stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í einn mánuð í viðbót þá hefði ráðherrann alveg getað skipað þetta lögunum samkvæmt en svo var ekki þrátt fyrir viðvörunarorðin og Hæstiréttur einfaldlega staðfestir þetta.“Helgi Hrafn sagði að dómsmálaráðherrann hefði í því ljósi viðvarana sem hún fékk farið meðvitað á svig við lög. Sigríður tekur orðum Helga Hrafns óstinnt upp: „Það eru nú ansi þung orð. Mikil ásökun. Það er auðvitað ekki þannig að ég hafi meðvitað tekið ákvörðun um að brjóta lög. Það er alveg fráleitt. Einhverjir myndu nú kalla meiðyrði út af minni áskorun en þetta,“ segir Sigríður. Að mati Sigríðar, dómsmálaráðherra er rannsóknarákvæði stjórnsýslulaga matskennt. „Hvenær er mál nægilega rannsakað? Það eru hátt í hundrað mál sem hafa ratað fyrir hæstarétt um þessa rannsóknarreglu þannig að lokaorðið um þessa rannsóknarskyldu það hvílir auðvitað ekki á ráðherra eða framkvæmdavaldi hverju sinni. Lokaorðið heyrir til dómstóla, hvenær rannsóknarskyldu hefur verið sinnt nægilega og í þessu tilviki þá liggur það fyrir núna að rannsóknarskyldu hafi ekki verið nægilega framfylgt,“ segir Sigríður. Það er margt í þessu ferli sem Sigríði finnst einboðið að skoða betur eins og tveggja vikna frestinn sem gefinn er, skipan hæfnisnefndar og fyrirkomulagið í heild. Helgi Hrafn gefur ekki mikið fyrir svar Sigríðar. „Með vísan til vinnunnar sem hæfisnefndin fer í. Ráðherra þurfti ekkert að breyta þessari listun. Það var engin kvöð á ráðherra að gera það. Ráðherra sýndi mjög einbeittan vilja til þess að gera það og var varaður við í þinginu og það kemur alveg fram í skjölum á Alþingi að þessi hætta var til staðar. Það voru sérfræðingar kallaðir til og þeir vöruðu við því að það yrði grafið undan trúverðugleika og trausti Landsréttar ef þetta færi svona fram, á grundvelli sama dóms og hæstiréttur núna tekur til númer 412 frá 2010. Þannig að það hefur ekkert nýtt komið fram. Það er einfaldlega þannig að ráðherra ákvað að fara þessa leið þrátt fyrir viðvörunarorðin og þá hlýtur ráðherrann að bera ábyrgð á því.“Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
„Það sem er alvarlegt við þetta er ekki í sjálfu sér það að einhver lög hafi verið brotin. Það sem er alvarlegt við þetta er að þetta grefur undan trausti til þessa nýja dómstigs að því er virðist varanlega,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, um Landsréttarmálið svokallaða. Hæstiréttur Íslands komst í lok desember að þeirri niðurstöðu að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafi brotið lög við skipun dómara við Landsrétt, nýs dómstigs.Helgi Hrafn Gunnarsson og Sigríður Á. Andersen voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þingmennirnir tókust hart á um málið. Í þættinum segir Helgi Hrafn að það hafi ekki komið neitt nýtt fram í málinu frá því í byrjun sumars. „Vegna þess að skipunin sjálf er byggð á lögbroti sem var varað við og sérfræðingar sem komu fyrir Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á þeim tíma vöruðu við því að ef ráðherra myndi ekki mæta rannsóknarskyldu sinni þá myndi það grafa undan trausti dómstólsins,“ segir Helgi Hrafn. Helgi er þeirrar skoðunar að nægur tími hafi verið til stefnu að skipa dómarana. „Það þurfti ekki að skipa fyrr en fyrsta júlí og Alþingi hefði alveg getað leyft ráðherra að halda áfram vinnunni í einn mánuð og haft stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í einn mánuð í viðbót þá hefði ráðherrann alveg getað skipað þetta lögunum samkvæmt en svo var ekki þrátt fyrir viðvörunarorðin og Hæstiréttur einfaldlega staðfestir þetta.“Helgi Hrafn sagði að dómsmálaráðherrann hefði í því ljósi viðvarana sem hún fékk farið meðvitað á svig við lög. Sigríður tekur orðum Helga Hrafns óstinnt upp: „Það eru nú ansi þung orð. Mikil ásökun. Það er auðvitað ekki þannig að ég hafi meðvitað tekið ákvörðun um að brjóta lög. Það er alveg fráleitt. Einhverjir myndu nú kalla meiðyrði út af minni áskorun en þetta,“ segir Sigríður. Að mati Sigríðar, dómsmálaráðherra er rannsóknarákvæði stjórnsýslulaga matskennt. „Hvenær er mál nægilega rannsakað? Það eru hátt í hundrað mál sem hafa ratað fyrir hæstarétt um þessa rannsóknarreglu þannig að lokaorðið um þessa rannsóknarskyldu það hvílir auðvitað ekki á ráðherra eða framkvæmdavaldi hverju sinni. Lokaorðið heyrir til dómstóla, hvenær rannsóknarskyldu hefur verið sinnt nægilega og í þessu tilviki þá liggur það fyrir núna að rannsóknarskyldu hafi ekki verið nægilega framfylgt,“ segir Sigríður. Það er margt í þessu ferli sem Sigríði finnst einboðið að skoða betur eins og tveggja vikna frestinn sem gefinn er, skipan hæfnisnefndar og fyrirkomulagið í heild. Helgi Hrafn gefur ekki mikið fyrir svar Sigríðar. „Með vísan til vinnunnar sem hæfisnefndin fer í. Ráðherra þurfti ekkert að breyta þessari listun. Það var engin kvöð á ráðherra að gera það. Ráðherra sýndi mjög einbeittan vilja til þess að gera það og var varaður við í þinginu og það kemur alveg fram í skjölum á Alþingi að þessi hætta var til staðar. Það voru sérfræðingar kallaðir til og þeir vöruðu við því að það yrði grafið undan trúverðugleika og trausti Landsréttar ef þetta færi svona fram, á grundvelli sama dóms og hæstiréttur núna tekur til númer 412 frá 2010. Þannig að það hefur ekkert nýtt komið fram. Það er einfaldlega þannig að ráðherra ákvað að fara þessa leið þrátt fyrir viðvörunarorðin og þá hlýtur ráðherrann að bera ábyrgð á því.“Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira