Stórsigur West Ham í 200. deildarsigri Moyes | Úrslit dagsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2018 17:09 David Moyes var sigursæll í dag. Vísir/Getty West Ham hélt áfram góðu gengi sínu í ensku úrvalsdeildinni í dag, með 4-1 sigri á Huddersfield á útivelli. Þetta var 200. sigur stjórans David Moyes í ensku úrvalsdeildinni. Hamrarnir skoruðu þrjú mörk í síðari hálfleik og tryggðu sér þar með öruggan sigur. West Ham hefur nú aðeins tapað einum af síðustu átta leikjum og hefur Moyes tekist að koma liðinu upp í ellefta sæti eftir erfiða byrjun á tímabilinu undir stjórn Slaven Bilic, sem var látinn fara. Moyes komst í sögubækurnar með sigrinum en aðeins þrír stjórar hafa unnið fleiri leiki í sögu deildarinnar - Alex Ferguson, Arsene Wenger og Harry Redknapp. Huddersfield er eftir tapið aðeins fjórum stigum frá fallsæti. West Brom vann 2-0 sigur á Brighton, en liðið hafði leikið 20 leiki í röð án sigurs. Jonny Evans og Craig Dawson skoruðu mörk West Brom sem er enn í fallsæti. Botnlið Swansea náði í stig er liðið gerði 1-1 jafntefli við Newcastle á útivelli og þá gerðu Watford og Southampton 2-2 jafntefli.Úrslit dagsins:Chelsea - Leicester 0-0Crystal Palace - Burnley 1-0 1-0 Bakary Sako (21.).West Brom - Brighton 2-0 1-0 Jonny Evans (4.), 2-0 Craig Dawson (55.).Newcastle - Swansea 1-1 0-1 Jordan Ayew (60.), 1-1 Joselu (68.).Huddersfield - West Ham 1-4 0-1 Mark Noble (25.), 1-1 Joe Lolley (40.), 1-2 Marko Arnautovic (46.), 1-3 Manuel Lanzini (56.), 1-4 Manuel Lanzini (61.).Watford - Southampton 2-2 0-1 James Ward-Prowse (20.), 0-2 James Ward-Prowse (20.), 1-2 Andre Gray (58.), 2-2 Abdoulaye Doucoure (90.). Enski boltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira
West Ham hélt áfram góðu gengi sínu í ensku úrvalsdeildinni í dag, með 4-1 sigri á Huddersfield á útivelli. Þetta var 200. sigur stjórans David Moyes í ensku úrvalsdeildinni. Hamrarnir skoruðu þrjú mörk í síðari hálfleik og tryggðu sér þar með öruggan sigur. West Ham hefur nú aðeins tapað einum af síðustu átta leikjum og hefur Moyes tekist að koma liðinu upp í ellefta sæti eftir erfiða byrjun á tímabilinu undir stjórn Slaven Bilic, sem var látinn fara. Moyes komst í sögubækurnar með sigrinum en aðeins þrír stjórar hafa unnið fleiri leiki í sögu deildarinnar - Alex Ferguson, Arsene Wenger og Harry Redknapp. Huddersfield er eftir tapið aðeins fjórum stigum frá fallsæti. West Brom vann 2-0 sigur á Brighton, en liðið hafði leikið 20 leiki í röð án sigurs. Jonny Evans og Craig Dawson skoruðu mörk West Brom sem er enn í fallsæti. Botnlið Swansea náði í stig er liðið gerði 1-1 jafntefli við Newcastle á útivelli og þá gerðu Watford og Southampton 2-2 jafntefli.Úrslit dagsins:Chelsea - Leicester 0-0Crystal Palace - Burnley 1-0 1-0 Bakary Sako (21.).West Brom - Brighton 2-0 1-0 Jonny Evans (4.), 2-0 Craig Dawson (55.).Newcastle - Swansea 1-1 0-1 Jordan Ayew (60.), 1-1 Joselu (68.).Huddersfield - West Ham 1-4 0-1 Mark Noble (25.), 1-1 Joe Lolley (40.), 1-2 Marko Arnautovic (46.), 1-3 Manuel Lanzini (56.), 1-4 Manuel Lanzini (61.).Watford - Southampton 2-2 0-1 James Ward-Prowse (20.), 0-2 James Ward-Prowse (20.), 1-2 Andre Gray (58.), 2-2 Abdoulaye Doucoure (90.).
Enski boltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira