Óttast spjöll og kærðu leyfi fyrir línulögn Sveinn Arnarsson skrifar 13. janúar 2018 07:00 Lyklafellslína á að fara yfir ósnortið hraun austan við Helgafell sem er afar vel sóttur útivistarstaður af íbúum höfuðborgarsvæðisins. vísir/Ernir Eigendur jarðarinnar Selskarðs hafa kært framkvæmdaleyfi sem Garðabær hefur veitt Landsneti til lagningar háspennulínu yfir vatnsverndarsvæði ofan höfuðborgarsvæðisins, svokallaðrar Lyklafellslínu. Fyrir hafa Hraunavinir og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands kært framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar og Mosfellsbæjar til lagningar sömu línu. Kópavogur gaf út sitt framkvæmdaleyfi í vikunni. Hraunavinir segja lagningu Lyklafellslínu geta stórskaðað vatnsgæði höfuðborgarbúa og þar með tvo þriðju hluta landsmanna. Því sé mikið í húfi fyrir stóran hlut þjóðarinnar. Ragnhildur Jónsdóttir„Ný Lyklafellslína liggur yfir grannsvæði vatnsbóla alls höfuðborgarsvæðisins. Þegar lína er lögð fylgir mikið jarðrask um ósnortið hraun með vegarslóðum og steypuvinnu. Við teljum þetta óþarflega mikla áhættu fyrir þau mannréttindi okkar að hafa aðgang að hreinu og góðu vatni,“ segir Ragnhildur Jónsdóttir, formaður Hraunavina. „Þetta er að okkar mati óþörf aðgerð því hægt er að tryggja raforkuflutninga með öðrum leiðum. Þetta er eins konar rússnesk rúlletta í lélegri bíómynd,“ bætir Ragnhildur við. „Kópavogur samþykkti framkvæmdaleyfið á síðasta bæjarstjórnarfundi sínum og þá eru öll leyfin komin. Hins vegar bíðum við nú eftir úrskurði vegna kæranna sem við eigum von á í mars,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets.Steinunn Þorsteinsdóttir „Í undirbúningi er að bjóða út framkvæmdir við byggingu línunnar og tengivirkisins á Lyklafelli. Við gerum ráð fyrir að útboð verði auglýst á næstu vikum. Miðað við það, þá gerum við í dag ráð fyrir að nýju flutningsmannvirkin verði tekin í rekstur í lok árs 2019. Þá verður í framhaldi hægt að rífa Hamraneslínur niður.“ Lyklafellslína er lögð til að taka við raforkuflutningum af Hamraneslínu sem á að rífa, og spennistöð austan við Vallahverfið í Hafnarfirði verður færð af þeim sökum. Íbúar Hafnarfjarðar og bæjaryfirvöld hafa lagt áherslu á það í nokkurn tíma að taka niður Hamraneslínu þar sem nýtt Skarðshlíðarhverfi er hannað undir núverandi línustæði Hamraneslínu. Hverfið er nú í uppbyggingu. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Umhverfismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Eigendur jarðarinnar Selskarðs hafa kært framkvæmdaleyfi sem Garðabær hefur veitt Landsneti til lagningar háspennulínu yfir vatnsverndarsvæði ofan höfuðborgarsvæðisins, svokallaðrar Lyklafellslínu. Fyrir hafa Hraunavinir og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands kært framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar og Mosfellsbæjar til lagningar sömu línu. Kópavogur gaf út sitt framkvæmdaleyfi í vikunni. Hraunavinir segja lagningu Lyklafellslínu geta stórskaðað vatnsgæði höfuðborgarbúa og þar með tvo þriðju hluta landsmanna. Því sé mikið í húfi fyrir stóran hlut þjóðarinnar. Ragnhildur Jónsdóttir„Ný Lyklafellslína liggur yfir grannsvæði vatnsbóla alls höfuðborgarsvæðisins. Þegar lína er lögð fylgir mikið jarðrask um ósnortið hraun með vegarslóðum og steypuvinnu. Við teljum þetta óþarflega mikla áhættu fyrir þau mannréttindi okkar að hafa aðgang að hreinu og góðu vatni,“ segir Ragnhildur Jónsdóttir, formaður Hraunavina. „Þetta er að okkar mati óþörf aðgerð því hægt er að tryggja raforkuflutninga með öðrum leiðum. Þetta er eins konar rússnesk rúlletta í lélegri bíómynd,“ bætir Ragnhildur við. „Kópavogur samþykkti framkvæmdaleyfið á síðasta bæjarstjórnarfundi sínum og þá eru öll leyfin komin. Hins vegar bíðum við nú eftir úrskurði vegna kæranna sem við eigum von á í mars,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets.Steinunn Þorsteinsdóttir „Í undirbúningi er að bjóða út framkvæmdir við byggingu línunnar og tengivirkisins á Lyklafelli. Við gerum ráð fyrir að útboð verði auglýst á næstu vikum. Miðað við það, þá gerum við í dag ráð fyrir að nýju flutningsmannvirkin verði tekin í rekstur í lok árs 2019. Þá verður í framhaldi hægt að rífa Hamraneslínur niður.“ Lyklafellslína er lögð til að taka við raforkuflutningum af Hamraneslínu sem á að rífa, og spennistöð austan við Vallahverfið í Hafnarfirði verður færð af þeim sökum. Íbúar Hafnarfjarðar og bæjaryfirvöld hafa lagt áherslu á það í nokkurn tíma að taka niður Hamraneslínu þar sem nýtt Skarðshlíðarhverfi er hannað undir núverandi línustæði Hamraneslínu. Hverfið er nú í uppbyggingu.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Umhverfismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira