Óttast spjöll og kærðu leyfi fyrir línulögn Sveinn Arnarsson skrifar 13. janúar 2018 07:00 Lyklafellslína á að fara yfir ósnortið hraun austan við Helgafell sem er afar vel sóttur útivistarstaður af íbúum höfuðborgarsvæðisins. vísir/Ernir Eigendur jarðarinnar Selskarðs hafa kært framkvæmdaleyfi sem Garðabær hefur veitt Landsneti til lagningar háspennulínu yfir vatnsverndarsvæði ofan höfuðborgarsvæðisins, svokallaðrar Lyklafellslínu. Fyrir hafa Hraunavinir og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands kært framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar og Mosfellsbæjar til lagningar sömu línu. Kópavogur gaf út sitt framkvæmdaleyfi í vikunni. Hraunavinir segja lagningu Lyklafellslínu geta stórskaðað vatnsgæði höfuðborgarbúa og þar með tvo þriðju hluta landsmanna. Því sé mikið í húfi fyrir stóran hlut þjóðarinnar. Ragnhildur Jónsdóttir„Ný Lyklafellslína liggur yfir grannsvæði vatnsbóla alls höfuðborgarsvæðisins. Þegar lína er lögð fylgir mikið jarðrask um ósnortið hraun með vegarslóðum og steypuvinnu. Við teljum þetta óþarflega mikla áhættu fyrir þau mannréttindi okkar að hafa aðgang að hreinu og góðu vatni,“ segir Ragnhildur Jónsdóttir, formaður Hraunavina. „Þetta er að okkar mati óþörf aðgerð því hægt er að tryggja raforkuflutninga með öðrum leiðum. Þetta er eins konar rússnesk rúlletta í lélegri bíómynd,“ bætir Ragnhildur við. „Kópavogur samþykkti framkvæmdaleyfið á síðasta bæjarstjórnarfundi sínum og þá eru öll leyfin komin. Hins vegar bíðum við nú eftir úrskurði vegna kæranna sem við eigum von á í mars,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets.Steinunn Þorsteinsdóttir „Í undirbúningi er að bjóða út framkvæmdir við byggingu línunnar og tengivirkisins á Lyklafelli. Við gerum ráð fyrir að útboð verði auglýst á næstu vikum. Miðað við það, þá gerum við í dag ráð fyrir að nýju flutningsmannvirkin verði tekin í rekstur í lok árs 2019. Þá verður í framhaldi hægt að rífa Hamraneslínur niður.“ Lyklafellslína er lögð til að taka við raforkuflutningum af Hamraneslínu sem á að rífa, og spennistöð austan við Vallahverfið í Hafnarfirði verður færð af þeim sökum. Íbúar Hafnarfjarðar og bæjaryfirvöld hafa lagt áherslu á það í nokkurn tíma að taka niður Hamraneslínu þar sem nýtt Skarðshlíðarhverfi er hannað undir núverandi línustæði Hamraneslínu. Hverfið er nú í uppbyggingu. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Umhverfismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Eigendur jarðarinnar Selskarðs hafa kært framkvæmdaleyfi sem Garðabær hefur veitt Landsneti til lagningar háspennulínu yfir vatnsverndarsvæði ofan höfuðborgarsvæðisins, svokallaðrar Lyklafellslínu. Fyrir hafa Hraunavinir og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands kært framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar og Mosfellsbæjar til lagningar sömu línu. Kópavogur gaf út sitt framkvæmdaleyfi í vikunni. Hraunavinir segja lagningu Lyklafellslínu geta stórskaðað vatnsgæði höfuðborgarbúa og þar með tvo þriðju hluta landsmanna. Því sé mikið í húfi fyrir stóran hlut þjóðarinnar. Ragnhildur Jónsdóttir„Ný Lyklafellslína liggur yfir grannsvæði vatnsbóla alls höfuðborgarsvæðisins. Þegar lína er lögð fylgir mikið jarðrask um ósnortið hraun með vegarslóðum og steypuvinnu. Við teljum þetta óþarflega mikla áhættu fyrir þau mannréttindi okkar að hafa aðgang að hreinu og góðu vatni,“ segir Ragnhildur Jónsdóttir, formaður Hraunavina. „Þetta er að okkar mati óþörf aðgerð því hægt er að tryggja raforkuflutninga með öðrum leiðum. Þetta er eins konar rússnesk rúlletta í lélegri bíómynd,“ bætir Ragnhildur við. „Kópavogur samþykkti framkvæmdaleyfið á síðasta bæjarstjórnarfundi sínum og þá eru öll leyfin komin. Hins vegar bíðum við nú eftir úrskurði vegna kæranna sem við eigum von á í mars,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets.Steinunn Þorsteinsdóttir „Í undirbúningi er að bjóða út framkvæmdir við byggingu línunnar og tengivirkisins á Lyklafelli. Við gerum ráð fyrir að útboð verði auglýst á næstu vikum. Miðað við það, þá gerum við í dag ráð fyrir að nýju flutningsmannvirkin verði tekin í rekstur í lok árs 2019. Þá verður í framhaldi hægt að rífa Hamraneslínur niður.“ Lyklafellslína er lögð til að taka við raforkuflutningum af Hamraneslínu sem á að rífa, og spennistöð austan við Vallahverfið í Hafnarfirði verður færð af þeim sökum. Íbúar Hafnarfjarðar og bæjaryfirvöld hafa lagt áherslu á það í nokkurn tíma að taka niður Hamraneslínu þar sem nýtt Skarðshlíðarhverfi er hannað undir núverandi línustæði Hamraneslínu. Hverfið er nú í uppbyggingu.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Umhverfismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira