Formaður UMFÍ: Hryggir mig hversu lengi einstaklingar hafa borið þessar sáru sögur innra með sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2018 11:30 Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ. Mynd/UMFÍ Ungmennafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess að margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. „Þetta eru hræðilegar sögur, frásagnir af hátterni sem á ekki að líðast og eru í algjörri andstöðu við þau gildi sem ungmennafélagshreyfingin stendur fyrir,“ segir ú upphafi yfirlýsingarinnar en þar kemur líka fram að að allir í hreyfingunni bera ábyrgð og að UMFÍ muni leggja sín lóð á vogarskálarnar til að útrýma þeirri neikvæðu og eyðileggjandi hegðun sem þeir hugrökku einstaklingar hafa nú sagt frá. Í yfirlýsingunni eru viðbrögð frá Auði Ingu Þorsteinsdóttiu, framkvæmdastjóri UMFÍ og Hauki Valtýssyni, formanni UMFÍ. „Það hryggir mig hversu lengi einstaklingar hafa borið þessar sáru sögur innra með sér. Á sama tíma er tilfinningin blendin því það er léttir að sá grundvöllur hefur skapast að hægt er að segja frá þessari hræðilegu misbeitingu. Við getum aldrei bætt fyrir brotin að fullu,“ segir Haukur. „Foreldrar koma sjálfviljugir með börn í ungmenna- og íþróttahreyfinguna í trausti þess að þar sé öruggt að vera. Því er algjört forgangsmál að skapa öruggar aðstæður. Við þekkjum vissulega til margra félaga þar sem faglega hefur verið tekið við ábendingum og í mörgum tilfellum hafa gerendur verið látnir fara frá félaginu,“ sagði Auður Inga. Hér fyrir neðan má sjá alla yfirlýsinguna frá UMFÍ:Yfirlýsing frá UMFÍ: Hátterni í algjörri andstöðu við gildi ungmennafélagshreyfingarinnar Margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. Þetta eru hræðilegar sögur, frásagnir af hátterni sem á ekki að líðast og eru í algjörri andstöðu við þau gildi sem ungmennafélagshreyfingin stendur fyrir. Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) harmar að hegðun sem þessi hafi átt sér stað. Á sama tíma er fagnaðarefni að þær aðstæður hafi skapast í samfélaginu sem veldur því að einstaklingar treysta sér nú til að stíga fram og greina frá kynferðisbrotum, kynbundnu áreiti og öðru ofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir. „Það er ljóst að fjöldi einstaklinga hefur ekki þorað að segja frá og við því verður að bregðast, meðal annars með því að stuðla að því að auðveldara verði að segja frá slíkum atvikum ásamt því að einstaklingurinn sem tekur málið upp geti verið viss um að málið fari í ákveðinn farveg,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Stjórn UMFÍ mun ræða málið á fundi sínum í kvöld. Á morgun hittast svo formenn allra 29 sambandsaðila UMFÍ og taka málið fyrir. Allir í hreyfingunni bera ábyrgð UMFÍ fordæmir óæskilega og neikvæða hegðun einnar manneskju gagnvart annarri og minnir á að aðgerðar- og viðbragðsáætlanir sem til eru. Samkvæmt Æskulýðslögum er óheimilt að ráða einstaklinga til starfa sem hafa hlotið refsidóma vegna ofbeldisbrota, ávana- og fíkniefna- eða kynferðisbrota. Við áréttum að æskilegt er að allir þeir sem starfa með börnum og ungmennum skili inn samþykkt fyrir því að aðildarfélag þeirra fái heimild til að sækja upplýsingar úr sakaskrá. UMFÍ getur aðstoðað aðildarfélög sín við það. „Það eru til bæklingar og upplýsingar og hafa verið til í þónokkur ár. Það breytir því hins vegar ekki að staðan er svona og hreyfingin öll ber ábyrgð á því að koma þessu í betri farveg. Þeir sem hafa orðið vitni að áreitni eða stjórnendur og ábyrgðarmenn sem hafa fengið tilkynningar og upplýsingar inn á sitt borð. Sameiginlega þurfum við að bregðast við. Þá er sérstakt áhyggjuefni að samkvæmt þeim frásögnum sem þarna birtast virðast einstaklingar flakka á milli félaga og halda uppi fyrra hátterni og það er mikið áhyggjuefni,“ bætir Auður við og heldur áfram: „Foreldrar koma sjálfviljugir með börn í ungmenna- og íþróttahreyfinguna í trausti þess að þar sé öruggt að vera. Því er algjört forgangsmál að skapa öruggar aðstæður. Við þekkjum vissulega til margra félaga þar sem faglega hefur verið tekið við ábendingum og í mörgum tilfellum hafa gerendur verið látnir fara frá félaginu. Það fellur hins vegar í skuggann vegna þeirra mála þar sem ekki hefur verið tekið á. Margir einstaklingar eiga sínar bestu minningar úr íþróttasölum landsins en miðað við upplýsingarnar sem nú liggja fyrir þá er ljóst að það eru líka fjölmargir sem eiga sínar verstu minningar og upplifanir á vettvangi ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar,“ segir Auður ennfremur. Við leggjum okkar af mörkum Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, segir: „Það hryggir mig hversu lengi einstaklingar hafa borið þessar sáru sögur innra með sér. Á sama tíma er tilfinningin blendin því það er léttir að sá grundvöllur hefur skapast að hægt er að segja frá þessari hræðilegu misbeitingu. Við getum aldrei bætt fyrir brotin að fullu. En við getum unnið að því að koma í veg fyrir þessa hegðun í framtíðinni. Í ungmennafélagshreyfingunni eru helstu íþrótta- og æskulýðsfélög landsins og innan þeirra fjöldi barna og ungmenna sem stunda íþróttir á Íslandi. Við viljum vera til fyrirmyndar og líðum ekki óæskilega hegðun innan hreyfingarinnar sem felur í sér brot gegn fólki og eyðileggur út frá sér. Við hjá UMFÍ munum leggja lóð okkar á vogarskálarnar til að útrýma þeirri neikvæðu og eyðileggjandi hegðun sem þeir hugrökku einstaklingar greina frá sem nú hafa stigið fram.“ Íþróttir MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08 Framkvæmdastjóri ÍSÍ: „Þetta er ólíðandi og við viljum ekki að þetta gerist innan okkar raða“ Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi sé ólíðandi og óvelkomið innan íþróttasamfélagsins. 11. janúar 2018 19:27 Sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga vegna #metoo Íþróttakonur kalla eftir að sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga með kröfum um skýra verkferla í ofbeldismálum. Formaður íþrótta- og tómstundaráðs segir að verið sé að vinna að slíkum skilyrðum. 11. janúar 2018 20:00 Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira
Ungmennafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess að margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. „Þetta eru hræðilegar sögur, frásagnir af hátterni sem á ekki að líðast og eru í algjörri andstöðu við þau gildi sem ungmennafélagshreyfingin stendur fyrir,“ segir ú upphafi yfirlýsingarinnar en þar kemur líka fram að að allir í hreyfingunni bera ábyrgð og að UMFÍ muni leggja sín lóð á vogarskálarnar til að útrýma þeirri neikvæðu og eyðileggjandi hegðun sem þeir hugrökku einstaklingar hafa nú sagt frá. Í yfirlýsingunni eru viðbrögð frá Auði Ingu Þorsteinsdóttiu, framkvæmdastjóri UMFÍ og Hauki Valtýssyni, formanni UMFÍ. „Það hryggir mig hversu lengi einstaklingar hafa borið þessar sáru sögur innra með sér. Á sama tíma er tilfinningin blendin því það er léttir að sá grundvöllur hefur skapast að hægt er að segja frá þessari hræðilegu misbeitingu. Við getum aldrei bætt fyrir brotin að fullu,“ segir Haukur. „Foreldrar koma sjálfviljugir með börn í ungmenna- og íþróttahreyfinguna í trausti þess að þar sé öruggt að vera. Því er algjört forgangsmál að skapa öruggar aðstæður. Við þekkjum vissulega til margra félaga þar sem faglega hefur verið tekið við ábendingum og í mörgum tilfellum hafa gerendur verið látnir fara frá félaginu,“ sagði Auður Inga. Hér fyrir neðan má sjá alla yfirlýsinguna frá UMFÍ:Yfirlýsing frá UMFÍ: Hátterni í algjörri andstöðu við gildi ungmennafélagshreyfingarinnar Margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. Þetta eru hræðilegar sögur, frásagnir af hátterni sem á ekki að líðast og eru í algjörri andstöðu við þau gildi sem ungmennafélagshreyfingin stendur fyrir. Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) harmar að hegðun sem þessi hafi átt sér stað. Á sama tíma er fagnaðarefni að þær aðstæður hafi skapast í samfélaginu sem veldur því að einstaklingar treysta sér nú til að stíga fram og greina frá kynferðisbrotum, kynbundnu áreiti og öðru ofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir. „Það er ljóst að fjöldi einstaklinga hefur ekki þorað að segja frá og við því verður að bregðast, meðal annars með því að stuðla að því að auðveldara verði að segja frá slíkum atvikum ásamt því að einstaklingurinn sem tekur málið upp geti verið viss um að málið fari í ákveðinn farveg,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Stjórn UMFÍ mun ræða málið á fundi sínum í kvöld. Á morgun hittast svo formenn allra 29 sambandsaðila UMFÍ og taka málið fyrir. Allir í hreyfingunni bera ábyrgð UMFÍ fordæmir óæskilega og neikvæða hegðun einnar manneskju gagnvart annarri og minnir á að aðgerðar- og viðbragðsáætlanir sem til eru. Samkvæmt Æskulýðslögum er óheimilt að ráða einstaklinga til starfa sem hafa hlotið refsidóma vegna ofbeldisbrota, ávana- og fíkniefna- eða kynferðisbrota. Við áréttum að æskilegt er að allir þeir sem starfa með börnum og ungmennum skili inn samþykkt fyrir því að aðildarfélag þeirra fái heimild til að sækja upplýsingar úr sakaskrá. UMFÍ getur aðstoðað aðildarfélög sín við það. „Það eru til bæklingar og upplýsingar og hafa verið til í þónokkur ár. Það breytir því hins vegar ekki að staðan er svona og hreyfingin öll ber ábyrgð á því að koma þessu í betri farveg. Þeir sem hafa orðið vitni að áreitni eða stjórnendur og ábyrgðarmenn sem hafa fengið tilkynningar og upplýsingar inn á sitt borð. Sameiginlega þurfum við að bregðast við. Þá er sérstakt áhyggjuefni að samkvæmt þeim frásögnum sem þarna birtast virðast einstaklingar flakka á milli félaga og halda uppi fyrra hátterni og það er mikið áhyggjuefni,“ bætir Auður við og heldur áfram: „Foreldrar koma sjálfviljugir með börn í ungmenna- og íþróttahreyfinguna í trausti þess að þar sé öruggt að vera. Því er algjört forgangsmál að skapa öruggar aðstæður. Við þekkjum vissulega til margra félaga þar sem faglega hefur verið tekið við ábendingum og í mörgum tilfellum hafa gerendur verið látnir fara frá félaginu. Það fellur hins vegar í skuggann vegna þeirra mála þar sem ekki hefur verið tekið á. Margir einstaklingar eiga sínar bestu minningar úr íþróttasölum landsins en miðað við upplýsingarnar sem nú liggja fyrir þá er ljóst að það eru líka fjölmargir sem eiga sínar verstu minningar og upplifanir á vettvangi ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar,“ segir Auður ennfremur. Við leggjum okkar af mörkum Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, segir: „Það hryggir mig hversu lengi einstaklingar hafa borið þessar sáru sögur innra með sér. Á sama tíma er tilfinningin blendin því það er léttir að sá grundvöllur hefur skapast að hægt er að segja frá þessari hræðilegu misbeitingu. Við getum aldrei bætt fyrir brotin að fullu. En við getum unnið að því að koma í veg fyrir þessa hegðun í framtíðinni. Í ungmennafélagshreyfingunni eru helstu íþrótta- og æskulýðsfélög landsins og innan þeirra fjöldi barna og ungmenna sem stunda íþróttir á Íslandi. Við viljum vera til fyrirmyndar og líðum ekki óæskilega hegðun innan hreyfingarinnar sem felur í sér brot gegn fólki og eyðileggur út frá sér. Við hjá UMFÍ munum leggja lóð okkar á vogarskálarnar til að útrýma þeirri neikvæðu og eyðileggjandi hegðun sem þeir hugrökku einstaklingar greina frá sem nú hafa stigið fram.“
Íþróttir MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08 Framkvæmdastjóri ÍSÍ: „Þetta er ólíðandi og við viljum ekki að þetta gerist innan okkar raða“ Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi sé ólíðandi og óvelkomið innan íþróttasamfélagsins. 11. janúar 2018 19:27 Sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga vegna #metoo Íþróttakonur kalla eftir að sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga með kröfum um skýra verkferla í ofbeldismálum. Formaður íþrótta- og tómstundaráðs segir að verið sé að vinna að slíkum skilyrðum. 11. janúar 2018 20:00 Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08
Framkvæmdastjóri ÍSÍ: „Þetta er ólíðandi og við viljum ekki að þetta gerist innan okkar raða“ Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi sé ólíðandi og óvelkomið innan íþróttasamfélagsins. 11. janúar 2018 19:27
Sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga vegna #metoo Íþróttakonur kalla eftir að sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga með kröfum um skýra verkferla í ofbeldismálum. Formaður íþrótta- og tómstundaráðs segir að verið sé að vinna að slíkum skilyrðum. 11. janúar 2018 20:00
Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00
Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00