Volvo XC60 öruggasti bíll í heimi Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2018 10:09 Volvo XC60 er nýkominn af nýrri kynslóð. Samkvæmt prófunum hjá bæði Euro NCAP í Evrópu og IIHS í Bandaríkjunum er Volvo XC60 sportjeppinn öruggasti bíll heims. Volvo XC60 hlaut einkunnina Top Safety Pick+ hjá IIHS umferðaröryggisstofnuninni, en afar fáir bílar náði þeirri einkunn á síðasta ári. Í prófunum IIHS á Volvo XC60 bílnum fékk hann hæstu mögulega einkunn á öllum sviðum nema hvað varðar aðalljós bílsins. Volvo XC60 náði einnig hæstu einkunn sem mæld hefur verið af Euro NCAP og áttu hin ýmsu öryggiskerfi sem er í Volvo XC60 bílnum mikinn þátt í því, en hann fékk einnig frábæra einkunn í árekstrarprófunum. Svo háa einkunn fékk XC60 að hann toppaði alla aðra bíla á öllum sviðum mælinganna (adult occupant protection, child occupant protection, pedestrian protection and safety assist).Volvo XC60 var reynsluekið af blaðamanni visir.is og Fréttablaðsins um daginn í Barcelona og reyndist hann frábær bíll í akstri. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent
Samkvæmt prófunum hjá bæði Euro NCAP í Evrópu og IIHS í Bandaríkjunum er Volvo XC60 sportjeppinn öruggasti bíll heims. Volvo XC60 hlaut einkunnina Top Safety Pick+ hjá IIHS umferðaröryggisstofnuninni, en afar fáir bílar náði þeirri einkunn á síðasta ári. Í prófunum IIHS á Volvo XC60 bílnum fékk hann hæstu mögulega einkunn á öllum sviðum nema hvað varðar aðalljós bílsins. Volvo XC60 náði einnig hæstu einkunn sem mæld hefur verið af Euro NCAP og áttu hin ýmsu öryggiskerfi sem er í Volvo XC60 bílnum mikinn þátt í því, en hann fékk einnig frábæra einkunn í árekstrarprófunum. Svo háa einkunn fékk XC60 að hann toppaði alla aðra bíla á öllum sviðum mælinganna (adult occupant protection, child occupant protection, pedestrian protection and safety assist).Volvo XC60 var reynsluekið af blaðamanni visir.is og Fréttablaðsins um daginn í Barcelona og reyndist hann frábær bíll í akstri.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent