Eins og gjarna er með þessar fyrirsætur þá veita þær líka innblástur fyrir tískuvit sitt og á dögunum mátti sjá Gerber klæðast einu heitasta skótrendi ársins, gegnsæ stígvél, beint frá tískupalli Chanel.
Gerber var einmitt stödd í Hong Kong þar sem hún var viðstödd opnun Mademoiselle Privé sýningar Chanel en franska tískuhúsið heldur mikið upp á Gerber sem gekk tískupallinn í fyrsta sinn fyrir þau í haust.
Stígvélin fara henni vel en stóra spurningin er að ef við ættum að leika trendið eftir hér á Íslandi væri; sokkar eða ekki sokkar?
