Stakk lögreglumann með sprautunál og braust grímuklædd inn í gám Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. janúar 2018 08:00 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/pjetur Kona á þrítugsaldri var undir lok síðasta árs í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir, fíkniefnabrot og tilraun til þjófnaðar. Hún var sýknuð af ákæru um þriðju árásina. Konan var annars vegar dæmd fyrir að ráðast á aðra konu inni á Café Amour. Togaði hún hana í gólfið, sparkaði í höfuð hennar og hárreitti hana. Brotaþoli hlaut margskonar mar og tognun á hálsi af árásinni. Hins vegar var konan dæmd fyrir að stinga lögreglumann, sem ekki var á vakt, með sprautunál í september 2016. Lögreglumaðurinn hitti hana fyrir í annarlegu ástandi fyrir utan veitingastað á Akureyri. Konan vildi ekkert með nærveru hans hafa og skipaði honum burt. Lögreglumaðurinn vildi ekki skilja hana eftir „í svona ástandi, talandi samhengislaust út í loftið og greinilega í uppnámi.“ Hann hafi þekkt hana í gegnum starf sitt en konan hafði verið „viðloðin fíkniefnaheim og undirheima Akureyrar í langan tíma og allir þeir sem starfa á götunni í lögreglunni á Akureyri vita hver hún er.“ Konan fældist lögreglumanninn og reyndi að hlaupa frá honum. Skyndilega sneri hún sér snögglega að honum og stakk hann með sprautunál í gegnum hönd hans. Maðurinn hringdi á neyðarlínuna og fékk þaðan samband við fjarskiptamiðstöð lögreglunnar. Konan var handtekin skömmu síðar. Mikill munur var á framburði lögreglumannsins og ákærðu fyrir dómi. Konan mundi að vísu lítið eftir atburðum þar sem hún hefði verið „að éta einhverja sveppi“ og orðið raunveruleikafyrrt. Hún mundi ekki hvort hún hefði slegið til mannsins með nál og þá hefði hún ekki haft neinn ásetning til að skaða hann. Að mati dómsins var framburður lögreglumannsins skýrari en konunnar. Hin sakfellda reyndist smituð af lifrarbólgu C og var lögreglumaðurinn í eftirliti í hálft ár þar sem fylgst var með því hvort hann hefði smitast af sjúkdómnum vegna árásarinnar. Svo reyndist ekki. Var hún dæmd til að greiða lögreglumanninum tæplega 1,4 milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna árásarinnar. Skar aðra konu í neyðarvörn Konan var í þriðja lagi ákærð fyrir líkamsárás á annan í jólum 2016. Lögregla var þá kölluð til í heimahús á Akureyri upp úr hádegi. Bróðir hennar tók á móti lögreglumönnunum og sagði að systir sín hefði stungið aðra konu með skærum eftir að sú síðarnefnda stakk til ákærðu með hnífi. Hlaut sú síðarnefnda af tvo skurði í andliti. Báðar voru í slæmu ásigkomulagi en í skýrslu lögreglu sagði að brotaþoli hefði enga þjónustu viljað þiggja og að hún hafi reynt að hlaupast á brott. Hún hafi greinilega verið „í mjög annarlegu ástandi, með froðu í munnvikum og [vaðið] úr einu í annað“. Ákærða sat við borð í eldhúsi hússins þegar lögreglu bar að. Sagði hún að brotaþoli hefði verið með leiðindi og hótað sér öllu illu. Skyndilega hafi brotaþolinn gripið hníf, lagt til hennar og hæft hana í vinstri hendi. Hún hafi verið að verja sig. Fyrir dómi bar hin sakfellda því við að orsök átakanna hafi verið sú að brotaþoli ætlaði að yfirgefa húsið og viljað aka á brott á bifreið ákærðu. Þegar ákærða leyfði það ekki hafi konan brugðist hin versta við. Framburði þeirra tveggja bar ekki saman. Vitni voru að átökunum en framburður þeirra þótti hálfóáreiðanlegur þar sem þau voru einnig í annarlegu ástandi. Að mati fjölskipaðs héraðsdóms þóttu nægar líkur hafa verið færðar á að brotaþoli hefði lagt fyrst til ákærðu og að notkun skæranna hafi verið neyðarvörn. Var hún því ekki sakfelld fyrir þann lið. Reyndu að brjótast inn í gám í grímubúningum Þá var konan dæmd fyrir að reyna að brjótast inn í gám, í félagi við tvo aðra menn, við verslun Ormsson á Akureyri í maí 2017. Þegar lögreglu bar að garði var fólkið inni í gámnum, klætt í furðulegustu föt, og fundust fjórar öryggismyndavélar í tösku þar. Þá fannst þar einnig kúbein. Konan kvaðst fyrir dómi að hún hefði verið stödd í heimahúsi með kunningjum sínum og að þau hefðu eitthvað verið að fíflast. Þau hefðu ákveðið að fara út í göngutúr en forðast aðalgötur „því [við vorum eitthvað] búin að vera að fíflast þarna eitthvað í heimahúsi.“ Þá hefðu þau rekist á opin gám og fyrir forvitnis sakir skoðað hann. Aðspurð af hverju þau hefðu forðast aðalgötur bæjarins sagði konan að þau hefðu verið „klædd eins og fífl“ en þrímenningarnir voru öll grímubúin, með hárkollu og íklædda hönskum. Eða eins og konan orðaði það, „alveg frá toppi til táar bara asnaleg út í gegn.“ Opinn gámur sæist ekki á hverjum degi og því hefðu þau bara ætlað að skoða hann fyrir forvitnis sakir. Aldrei hefði staðið til að stela neinu. Dómurinn tók þessar skýringar ekki trúanlegar. Ekkert lægi fyrir um að nokkuð „grímuteiti“ hefði staðið yfir og að þau hefðu verið í gámnum í óleyfi án þess að nokkuð gæti réttlætt það að leita þar tímabundins skjóls. Voru þau því dæmd fyrir tilraun til þjófnaðar. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að konan hafði tekið upp betri lifnaðarhætti og reyndi nú að bæta ráð sitt og hugsa fyrst og fremst um börn sín. Í ljósi þess og að langt var liðið frá árásinni á Cafe Amour voru tólf mánuðir fangelsisvistarinnar, af fimmtán, bundnir skilorði til þriggja ára. Auk bótanna til lögreglumannsins var konan dæmd til að greiða tvo þriðju af launum verjanda síns, alls um 2 milljónir króna. Afgangurinn greiðist úr ríkissjóði. Hinir mennirnir tveir hlutu eins mánaðar fangelsi fyrir heimsóknina í gáminn. Refsingin fellur niður haldi þeir skilorð í tvö ár. Þá var öðrum þeirra gert að greiða 630 þúsund í sekt fyrir ýmis fíkniefna- og umferðarlagabrot. Dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Kona á þrítugsaldri var undir lok síðasta árs í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir, fíkniefnabrot og tilraun til þjófnaðar. Hún var sýknuð af ákæru um þriðju árásina. Konan var annars vegar dæmd fyrir að ráðast á aðra konu inni á Café Amour. Togaði hún hana í gólfið, sparkaði í höfuð hennar og hárreitti hana. Brotaþoli hlaut margskonar mar og tognun á hálsi af árásinni. Hins vegar var konan dæmd fyrir að stinga lögreglumann, sem ekki var á vakt, með sprautunál í september 2016. Lögreglumaðurinn hitti hana fyrir í annarlegu ástandi fyrir utan veitingastað á Akureyri. Konan vildi ekkert með nærveru hans hafa og skipaði honum burt. Lögreglumaðurinn vildi ekki skilja hana eftir „í svona ástandi, talandi samhengislaust út í loftið og greinilega í uppnámi.“ Hann hafi þekkt hana í gegnum starf sitt en konan hafði verið „viðloðin fíkniefnaheim og undirheima Akureyrar í langan tíma og allir þeir sem starfa á götunni í lögreglunni á Akureyri vita hver hún er.“ Konan fældist lögreglumanninn og reyndi að hlaupa frá honum. Skyndilega sneri hún sér snögglega að honum og stakk hann með sprautunál í gegnum hönd hans. Maðurinn hringdi á neyðarlínuna og fékk þaðan samband við fjarskiptamiðstöð lögreglunnar. Konan var handtekin skömmu síðar. Mikill munur var á framburði lögreglumannsins og ákærðu fyrir dómi. Konan mundi að vísu lítið eftir atburðum þar sem hún hefði verið „að éta einhverja sveppi“ og orðið raunveruleikafyrrt. Hún mundi ekki hvort hún hefði slegið til mannsins með nál og þá hefði hún ekki haft neinn ásetning til að skaða hann. Að mati dómsins var framburður lögreglumannsins skýrari en konunnar. Hin sakfellda reyndist smituð af lifrarbólgu C og var lögreglumaðurinn í eftirliti í hálft ár þar sem fylgst var með því hvort hann hefði smitast af sjúkdómnum vegna árásarinnar. Svo reyndist ekki. Var hún dæmd til að greiða lögreglumanninum tæplega 1,4 milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna árásarinnar. Skar aðra konu í neyðarvörn Konan var í þriðja lagi ákærð fyrir líkamsárás á annan í jólum 2016. Lögregla var þá kölluð til í heimahús á Akureyri upp úr hádegi. Bróðir hennar tók á móti lögreglumönnunum og sagði að systir sín hefði stungið aðra konu með skærum eftir að sú síðarnefnda stakk til ákærðu með hnífi. Hlaut sú síðarnefnda af tvo skurði í andliti. Báðar voru í slæmu ásigkomulagi en í skýrslu lögreglu sagði að brotaþoli hefði enga þjónustu viljað þiggja og að hún hafi reynt að hlaupast á brott. Hún hafi greinilega verið „í mjög annarlegu ástandi, með froðu í munnvikum og [vaðið] úr einu í annað“. Ákærða sat við borð í eldhúsi hússins þegar lögreglu bar að. Sagði hún að brotaþoli hefði verið með leiðindi og hótað sér öllu illu. Skyndilega hafi brotaþolinn gripið hníf, lagt til hennar og hæft hana í vinstri hendi. Hún hafi verið að verja sig. Fyrir dómi bar hin sakfellda því við að orsök átakanna hafi verið sú að brotaþoli ætlaði að yfirgefa húsið og viljað aka á brott á bifreið ákærðu. Þegar ákærða leyfði það ekki hafi konan brugðist hin versta við. Framburði þeirra tveggja bar ekki saman. Vitni voru að átökunum en framburður þeirra þótti hálfóáreiðanlegur þar sem þau voru einnig í annarlegu ástandi. Að mati fjölskipaðs héraðsdóms þóttu nægar líkur hafa verið færðar á að brotaþoli hefði lagt fyrst til ákærðu og að notkun skæranna hafi verið neyðarvörn. Var hún því ekki sakfelld fyrir þann lið. Reyndu að brjótast inn í gám í grímubúningum Þá var konan dæmd fyrir að reyna að brjótast inn í gám, í félagi við tvo aðra menn, við verslun Ormsson á Akureyri í maí 2017. Þegar lögreglu bar að garði var fólkið inni í gámnum, klætt í furðulegustu föt, og fundust fjórar öryggismyndavélar í tösku þar. Þá fannst þar einnig kúbein. Konan kvaðst fyrir dómi að hún hefði verið stödd í heimahúsi með kunningjum sínum og að þau hefðu eitthvað verið að fíflast. Þau hefðu ákveðið að fara út í göngutúr en forðast aðalgötur „því [við vorum eitthvað] búin að vera að fíflast þarna eitthvað í heimahúsi.“ Þá hefðu þau rekist á opin gám og fyrir forvitnis sakir skoðað hann. Aðspurð af hverju þau hefðu forðast aðalgötur bæjarins sagði konan að þau hefðu verið „klædd eins og fífl“ en þrímenningarnir voru öll grímubúin, með hárkollu og íklædda hönskum. Eða eins og konan orðaði það, „alveg frá toppi til táar bara asnaleg út í gegn.“ Opinn gámur sæist ekki á hverjum degi og því hefðu þau bara ætlað að skoða hann fyrir forvitnis sakir. Aldrei hefði staðið til að stela neinu. Dómurinn tók þessar skýringar ekki trúanlegar. Ekkert lægi fyrir um að nokkuð „grímuteiti“ hefði staðið yfir og að þau hefðu verið í gámnum í óleyfi án þess að nokkuð gæti réttlætt það að leita þar tímabundins skjóls. Voru þau því dæmd fyrir tilraun til þjófnaðar. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að konan hafði tekið upp betri lifnaðarhætti og reyndi nú að bæta ráð sitt og hugsa fyrst og fremst um börn sín. Í ljósi þess og að langt var liðið frá árásinni á Cafe Amour voru tólf mánuðir fangelsisvistarinnar, af fimmtán, bundnir skilorði til þriggja ára. Auk bótanna til lögreglumannsins var konan dæmd til að greiða tvo þriðju af launum verjanda síns, alls um 2 milljónir króna. Afgangurinn greiðist úr ríkissjóði. Hinir mennirnir tveir hlutu eins mánaðar fangelsi fyrir heimsóknina í gáminn. Refsingin fellur niður haldi þeir skilorð í tvö ár. Þá var öðrum þeirra gert að greiða 630 þúsund í sekt fyrir ýmis fíkniefna- og umferðarlagabrot. Dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira