Neyðarástand hjá foreldrum ungra barna Baldur Guðmundsson skrifar 12. janúar 2018 06:00 Rebekka Júlía Magnúsdóttir ásamt dóttur sinni. vísir/stefán „Þetta veldur mér miklum áhyggjum. Ég hugsa um þetta á hverjum degi,“ segir Rebekka Júlía Magnúsdóttir, íbúi í Laugarnesi, sem ekki kemur dóttur sinni að hjá dagforeldri. Hún hefur frá því á meðgöngunni leitað að dagforeldri en fæðingarorlofi hennar lýkur eftir næsta mánuð. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er staðan „erfið“. Þangað hringja foreldrar í miklum mæli í þeirri viðleitni sinni að finna dagforeldri. Fram kemur í svari við fyrirspurn til sviðsins að dagforeldrum í Reykjavík hafi fækkað úr 170 í 140 á tveimur árum. Erfiðleikar við mönnun á leikskólum borgarinnar hefur tafið fyrir inntöku barna á leikskóla og það ýfi upp vandann. Því eru afar fá, ef einhver, pláss laus. Til að freista þess að leggja mat á umfang vandans stofnaði Rebekka á miðvikudag Facebook-hópinn Foreldrar sem fá ekki pláss hjá dagforeldrum fyrir börnin sín. Eftir einn dag voru meðlimirnir orðnir ríflega þrjú hundruð talsins og að hennar sögn eru allir í sömu sporum. „Hvað á allt þetta fólk að gera?“ spyr hún. Óhætt er að segja að um neyðarástand sé að ræða. Rebekka segir að ómögulegt sé að komast að nema þekkja til einhvers. Það sé dagforeldrum í sjálfsvald sett hvaða börn þau taki inn. „Ég er búin að hringja út um allt og taldi mig vera á biðlistum út um allt. En það eru engir biðlistar. Það er ekkert kerfi,“ segir hún og heldur áfram. „Þegar ég hringdi aftur í desember kannaðist enginn við mig.“„Þeir eru að bíða eftir mér“ Rebekka segist mögulega getað brúað bilið í mánuð með því að klára sumarfríið sitt og það geti eiginmaður hennar líka gert. En það leysi ekki vandann. „Ég veit ekki hvað ég ætti þá að gera við eldri stelpuna í júlí,“ segir hún en fjögur ár eru á milli barnanna þeirra tveggja. Hún tekur fram að húsnæðið hennar bjóði ekki upp á að hún geti ráðið sér au-pair. Hún segir að það hafi meðal annars hvarflað að sér að segja upp vinnunni en að hún eigi ekki bótarétt. Það gangi því heldur ekki upp. Hún segir að vinnuveitendur hennar séu meðvitaðir um stöðu mála en vænti hennar í mars. „Þau eru að bíða eftir mér,“ segir hún. Halldóra Björk Þórarinsdóttir er dagmóðir og stjórnarformaður Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík. Hún segir að ellefu börn séu á biðlista hjá sér. Þar sé um að ræða börn sem þurfi að komast að núna. Ekki sé útlit fyrir að hún geti tekið neitt þeirra barna inn. Hún segir að þessi mikli vandi sé nýtilkominn, hún hafi til að mynda ekki verið með fullt hjá sér fyrr en í nóvember. Manneklu á leikskólum borgarinnar sé um að kenna en hún nefnir einnig að margir foreldrar sæki um með engum fyrirvara. „En þetta stoppar hjá leikskólunum,“ segir hún. Rebekka viðurkennir að örvænting hafi gert vart við sig. Hún viti ekki hvað sé til ráða. Hún sé búin að hringja út um allt höfuðborgarsvæði, allt frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar, til að freista þess að komast að, jafnvel þó það kosti mikil ferðalög. Alls staðar sé staðan sú sama. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
„Þetta veldur mér miklum áhyggjum. Ég hugsa um þetta á hverjum degi,“ segir Rebekka Júlía Magnúsdóttir, íbúi í Laugarnesi, sem ekki kemur dóttur sinni að hjá dagforeldri. Hún hefur frá því á meðgöngunni leitað að dagforeldri en fæðingarorlofi hennar lýkur eftir næsta mánuð. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er staðan „erfið“. Þangað hringja foreldrar í miklum mæli í þeirri viðleitni sinni að finna dagforeldri. Fram kemur í svari við fyrirspurn til sviðsins að dagforeldrum í Reykjavík hafi fækkað úr 170 í 140 á tveimur árum. Erfiðleikar við mönnun á leikskólum borgarinnar hefur tafið fyrir inntöku barna á leikskóla og það ýfi upp vandann. Því eru afar fá, ef einhver, pláss laus. Til að freista þess að leggja mat á umfang vandans stofnaði Rebekka á miðvikudag Facebook-hópinn Foreldrar sem fá ekki pláss hjá dagforeldrum fyrir börnin sín. Eftir einn dag voru meðlimirnir orðnir ríflega þrjú hundruð talsins og að hennar sögn eru allir í sömu sporum. „Hvað á allt þetta fólk að gera?“ spyr hún. Óhætt er að segja að um neyðarástand sé að ræða. Rebekka segir að ómögulegt sé að komast að nema þekkja til einhvers. Það sé dagforeldrum í sjálfsvald sett hvaða börn þau taki inn. „Ég er búin að hringja út um allt og taldi mig vera á biðlistum út um allt. En það eru engir biðlistar. Það er ekkert kerfi,“ segir hún og heldur áfram. „Þegar ég hringdi aftur í desember kannaðist enginn við mig.“„Þeir eru að bíða eftir mér“ Rebekka segist mögulega getað brúað bilið í mánuð með því að klára sumarfríið sitt og það geti eiginmaður hennar líka gert. En það leysi ekki vandann. „Ég veit ekki hvað ég ætti þá að gera við eldri stelpuna í júlí,“ segir hún en fjögur ár eru á milli barnanna þeirra tveggja. Hún tekur fram að húsnæðið hennar bjóði ekki upp á að hún geti ráðið sér au-pair. Hún segir að það hafi meðal annars hvarflað að sér að segja upp vinnunni en að hún eigi ekki bótarétt. Það gangi því heldur ekki upp. Hún segir að vinnuveitendur hennar séu meðvitaðir um stöðu mála en vænti hennar í mars. „Þau eru að bíða eftir mér,“ segir hún. Halldóra Björk Þórarinsdóttir er dagmóðir og stjórnarformaður Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík. Hún segir að ellefu börn séu á biðlista hjá sér. Þar sé um að ræða börn sem þurfi að komast að núna. Ekki sé útlit fyrir að hún geti tekið neitt þeirra barna inn. Hún segir að þessi mikli vandi sé nýtilkominn, hún hafi til að mynda ekki verið með fullt hjá sér fyrr en í nóvember. Manneklu á leikskólum borgarinnar sé um að kenna en hún nefnir einnig að margir foreldrar sæki um með engum fyrirvara. „En þetta stoppar hjá leikskólunum,“ segir hún. Rebekka viðurkennir að örvænting hafi gert vart við sig. Hún viti ekki hvað sé til ráða. Hún sé búin að hringja út um allt höfuðborgarsvæði, allt frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar, til að freista þess að komast að, jafnvel þó það kosti mikil ferðalög. Alls staðar sé staðan sú sama.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent