Sprenging í komu ferðamanna í Fjaðrárgljúfur eftir nærbuxnamyndband Biebers Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. janúar 2018 12:38 Justin Bieber slakaði á í Fjaðrárgljúfri. Skjáskot Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. Samkvæmt teljara Umhverfisstofnunar komu 282.423 gestir í Fjaðrárgljúfur á síðasta ári, samanborið við 154.948 gestir sem komu í gljúfrið árið 2016. Er þetta fjölgun um 82 prósent á milli ára. Í frétt á vef Umhverfisstofnunar segir að Vegagerðin hafi aukið þjónustustig á veginum að Fjaðrárgljúfri vegna vinsældanna. Því megi gera ráð fyrir að fjöldi ferðamanna sem heimsæki gljúfrið muni fjölga en forsvarsmenn Skaftárhrepps óskuðu eftir því á síðasta ári að landvarsla yrði aukin á svæðinu vegna ágangs ferðamanna þar sem svæðið láti mikið á sjá en einnig til að auka öryggi gesta, sérstaklega yfir vetrartímann.Fjaðrárgljúfur.Mynd/UmhverfisstofnunÞví hafi landvörður verið með daglegt eftirlit með svæðinu að undanförnu. Helstu verkefni hafa verið að leiðbeina fólki um svæðið, veita upplýsingar og vara fólk við hættum, eins og hálku á göngustígum sem voru oftar en ekki ófærir nema fyrir þá sem voru á mannbroddum. Landvörður hefur einnig reglulega verið í sambandi við Vegagerðina vegna hálku og ófærðar á veginum að Fjaðrárgljúfri þegar ferðamenn hafa lent í vandræðum, að því er segir í frétt Umhverfisstofnunar. Fjaðrárgljúfur varð skyndileg heimsfrægt árið 2015 þegar einn vinsælasti tónlistarmaður heims tók upp tónlistarmyndband í gljúfrinu. Var hann á nærbuxunum í myndbandinu auk þess að myndir af honum við tökur fóru víða á samfélagsmiðlum. Alls hefur verið horft á myndband Bieber við lagið I'll Show You hátt í 400 milljón sinnum og er víðfarnari auglýsing fyrir Ísland vandfundin. Ferðamennska á Íslandi Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber kynnir nýju plötuna með myndbandi frá Íslandi Bieber fór víða um hér á landi í september, bæði um landið sem og á samfélagsmiðlum. 1. nóvember 2015 18:57 Bieber á nærbuxunum í Fjaðrárgljúfri Justin Bieber er heldur betur ennþá á landinu en hann birti rétt í þessu fallega mynd af sér á Calvin Klein nærbuxunum einum í Fjaðrárgljúfri við Kirkjubæjarklaustur. 22. september 2015 16:02 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. Samkvæmt teljara Umhverfisstofnunar komu 282.423 gestir í Fjaðrárgljúfur á síðasta ári, samanborið við 154.948 gestir sem komu í gljúfrið árið 2016. Er þetta fjölgun um 82 prósent á milli ára. Í frétt á vef Umhverfisstofnunar segir að Vegagerðin hafi aukið þjónustustig á veginum að Fjaðrárgljúfri vegna vinsældanna. Því megi gera ráð fyrir að fjöldi ferðamanna sem heimsæki gljúfrið muni fjölga en forsvarsmenn Skaftárhrepps óskuðu eftir því á síðasta ári að landvarsla yrði aukin á svæðinu vegna ágangs ferðamanna þar sem svæðið láti mikið á sjá en einnig til að auka öryggi gesta, sérstaklega yfir vetrartímann.Fjaðrárgljúfur.Mynd/UmhverfisstofnunÞví hafi landvörður verið með daglegt eftirlit með svæðinu að undanförnu. Helstu verkefni hafa verið að leiðbeina fólki um svæðið, veita upplýsingar og vara fólk við hættum, eins og hálku á göngustígum sem voru oftar en ekki ófærir nema fyrir þá sem voru á mannbroddum. Landvörður hefur einnig reglulega verið í sambandi við Vegagerðina vegna hálku og ófærðar á veginum að Fjaðrárgljúfri þegar ferðamenn hafa lent í vandræðum, að því er segir í frétt Umhverfisstofnunar. Fjaðrárgljúfur varð skyndileg heimsfrægt árið 2015 þegar einn vinsælasti tónlistarmaður heims tók upp tónlistarmyndband í gljúfrinu. Var hann á nærbuxunum í myndbandinu auk þess að myndir af honum við tökur fóru víða á samfélagsmiðlum. Alls hefur verið horft á myndband Bieber við lagið I'll Show You hátt í 400 milljón sinnum og er víðfarnari auglýsing fyrir Ísland vandfundin.
Ferðamennska á Íslandi Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber kynnir nýju plötuna með myndbandi frá Íslandi Bieber fór víða um hér á landi í september, bæði um landið sem og á samfélagsmiðlum. 1. nóvember 2015 18:57 Bieber á nærbuxunum í Fjaðrárgljúfri Justin Bieber er heldur betur ennþá á landinu en hann birti rétt í þessu fallega mynd af sér á Calvin Klein nærbuxunum einum í Fjaðrárgljúfri við Kirkjubæjarklaustur. 22. september 2015 16:02 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Bieber kynnir nýju plötuna með myndbandi frá Íslandi Bieber fór víða um hér á landi í september, bæði um landið sem og á samfélagsmiðlum. 1. nóvember 2015 18:57
Bieber á nærbuxunum í Fjaðrárgljúfri Justin Bieber er heldur betur ennþá á landinu en hann birti rétt í þessu fallega mynd af sér á Calvin Klein nærbuxunum einum í Fjaðrárgljúfri við Kirkjubæjarklaustur. 22. september 2015 16:02