New York stefnir olíufyrirtækjum vegna loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 11. janúar 2018 11:13 Hækkandi yfirborð sjávar ógnar New York og öðrum strandborgum. Yfirvöld þar hafa nú stefnt olíufyrirtækjum vegna ábyrgðar þeirra á hnattrænni hlýnun. Vísir/AFP Borgaryfirvöld í New York hafa stefnt fimm stærstu olíufyrirtækjum heims sem eru skráð á hlutabréfamarkað. Telja þau fyrirtækin ábyrg fyrir tjóni sem borgin verður fyrir af völdum loftslagsbreytinga í nútíð og framtíð. Losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með brennslu á jarðefnaeldsneyti, er orsök þeirrar hnattrænu hlýnunar sem á sér nú stað á jörðinni. Meðalhiti jarðar hefur hækkað í kringum 1°C frá iðnbyltingunni og spár gera ráð fyrir að hlýnunin gæti náð 3-4°C fyrir lok aldarinnar ef ekkert verður að gert. Loftslagsbreytingarnar hafa í för með sér auknar öfgar í veðurfari og hækkun yfirborðs sjávar svo eitthvað sé nefnt. Strandborgir eins og New York eru ekki síst viðkvæmar fyrir slíkum breytingum. Í stefnu New York-borgar gegn BP, Chevron, Conoco-Phillips, ExxonMobile og Royal Dutch Shell er því haldið fram að fyrirtækin hafi saman framleitt um 11% af þeim gróðurhúsalofttegundum sem verma nú jörðnia, að því er segir í frétt Washington Post. Eins er fullyrt að fyrirtækin hafi vitað af afleiðingum framleiðslu sinnar en þau hafi reynt að hylma yfir þær.Draga til baka fjárfestingar í jarðefnaeldsneytisiðnaðiBorgin segist verja milljörðum dollara í að verja strandlengjur sínar, innviði og borgara fyrir loftslagsbreytingum. Kostnaðurinn sé meiri en borgin ráði við. „Til að eiga við það sem framtíðin mun bera í skauti sér þarf borgin að reisa sjóvarnargarðar, flóðgarða, sandöldur og aðrar strandvarnir og hækka og tryggja fjölda bygginga í eigu borgarinnar, eignir og garða við strandlengjuna,“ segir í stefnunni. Auk málsóknarinnar ætlar borgin að draga til baka fjárfestingar sínar í 190 fyrirtækjum með tengsl við jarðefnaeldsneytisiðnaðinn upp á fimm milljarða dollara Loftslagsmál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Sjá meira
Borgaryfirvöld í New York hafa stefnt fimm stærstu olíufyrirtækjum heims sem eru skráð á hlutabréfamarkað. Telja þau fyrirtækin ábyrg fyrir tjóni sem borgin verður fyrir af völdum loftslagsbreytinga í nútíð og framtíð. Losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með brennslu á jarðefnaeldsneyti, er orsök þeirrar hnattrænu hlýnunar sem á sér nú stað á jörðinni. Meðalhiti jarðar hefur hækkað í kringum 1°C frá iðnbyltingunni og spár gera ráð fyrir að hlýnunin gæti náð 3-4°C fyrir lok aldarinnar ef ekkert verður að gert. Loftslagsbreytingarnar hafa í för með sér auknar öfgar í veðurfari og hækkun yfirborðs sjávar svo eitthvað sé nefnt. Strandborgir eins og New York eru ekki síst viðkvæmar fyrir slíkum breytingum. Í stefnu New York-borgar gegn BP, Chevron, Conoco-Phillips, ExxonMobile og Royal Dutch Shell er því haldið fram að fyrirtækin hafi saman framleitt um 11% af þeim gróðurhúsalofttegundum sem verma nú jörðnia, að því er segir í frétt Washington Post. Eins er fullyrt að fyrirtækin hafi vitað af afleiðingum framleiðslu sinnar en þau hafi reynt að hylma yfir þær.Draga til baka fjárfestingar í jarðefnaeldsneytisiðnaðiBorgin segist verja milljörðum dollara í að verja strandlengjur sínar, innviði og borgara fyrir loftslagsbreytingum. Kostnaðurinn sé meiri en borgin ráði við. „Til að eiga við það sem framtíðin mun bera í skauti sér þarf borgin að reisa sjóvarnargarðar, flóðgarða, sandöldur og aðrar strandvarnir og hækka og tryggja fjölda bygginga í eigu borgarinnar, eignir og garða við strandlengjuna,“ segir í stefnunni. Auk málsóknarinnar ætlar borgin að draga til baka fjárfestingar sínar í 190 fyrirtækjum með tengsl við jarðefnaeldsneytisiðnaðinn upp á fimm milljarða dollara
Loftslagsmál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Sjá meira