Árlegur djúskúr Nova hefur reynst starfsmönnum erfiður Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2018 13:45 Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, var á djúskúrnum í fyrra en tekur grænmetismánuð í ár. Vísir Starfsmenn fjarskiptafyrirtækisins Nova eru nú á lokadegi djúskúrs sem hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Þegar einhver fer á djúskúr drekkur hann aðeins safa yfir daginn og neytir því ekki fastrar fæðu.Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason greindi í gær frá samskiptum sínum við tvo unga starfsmenn Nova sem hann hafði ekki fengið neina úrlausn hjá á sínum málum.Á leið sinni út úr þjónustuverinu vatt sér upp að honum hressileg stúlka sem bauðst til aðstoða Hallgrím og fékk hann líka þessa fínustu þjónustu. Hallgrímur segist hafa spurt stúlkuna hvernig stæði á því að þessir piltar hefðu ekki getað aðstoðað hann. Stúlkan greindi Hallgrími frá því að þeir væru á djúskúr fyrirtækisins og næðu vart að hugsa heila hugsun fyrir svengd.Fékk enga úrlausn hjá Nova eftir að hafa talað við 2 unga tappa. Á útleið vildi hressileg stúlka aðstoða mig og gerði það svona líka vel. Ég spurði afhverju strákarnir væru svona slappir. Hún: "Þeir eru allir á þessum fáránlega djúskúr fyrirtækisins og hálf heilalausir af svengd"— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) January 9, 2018 Hallgrímur greindi frá málinu á Twitter en Nova brást við því með því að senda skáldinu djúskúrinn heim að dyrum í gær en pakkanum fylgdi sú skipun að Hallgrímur mætti alls ekki fóðra sendilinn.Rithöfundurinn greindi frá því í dag að hann hefði byrjað á kúrnum í gær og litist nokkuð vel á hann. Segist hann ætla að vera á kúrnum í þrjá daga og að hann finndi strax mun á sér og grínaðist með að honum litist hreinlega vel á Eyþór Arnalds sem oddvita á lista Sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.Ath: Fékk sjálfan safakúrinn sendan heim í gær frá Nova (!) og er byrjaður, verð á honum næstu 3 daga. Mun ekki keyra bíl eða kaupa á netinu og ekki hringja í mig fyrr en um helgina. Takk samt @nova_island (Finn strax fyrir breytingu, líst bara vel á Eyþór Arnalds í borgina..) pic.twitter.com/cWfUuuPQPN— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) January 10, 2018 Styttu kúrinn í ár af fenginni reynslu Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segir í samtali við Vísi að Nova hafi boðið starfsmönnum sínum upp á þennan djúskúr í janúar síðastliðin þrjú ár.„Það er fín byrjun á árinu að taka smá hreinsun,“ segir Liv en fyrstu tvö skiptin voru starfsmennirnir á þessum djúskúr í heila vinnuviku en af fenginni reynslu var ákveðið að stytta kúrinn niður í þrjá daga í ár.„Þetta hefur reynst starfsfólkinu erfitt þannig að við tökum þrjá daga í ár en ekki fimm,“ segir Lvi.Forstjórinn tekur grænmetismánuð Hún segir starfsfólkið fá senda þrjá poka af djús á mánudegi sem þeir drekka yfir daginn. Um er að ræða blöndu af allskyns söfum en heilt yfir mega starfsmennirnir drekka átta slíka drykki á dag og þurfa auk þess að halda sig frá kaffi og víni á meðan kúrnum stendur.Liv segist hafa tekið þátt í þessum lúr í fyrra en ekki í ár. „Ég held auðvitað að þetta geti gert fólki gott en ég fer frekar í grænmetismánuð frekar en að djúsa,“ segir Liv.65 af 140 starfsmönnum Nova taka þátt í þessum kúr í ár en Liv segir fólk fara misvel út úr djúskúrnum.„Margir hafa ekki úthald í þrjá daga en langflestir komast í gengum þetta,“ segir Liv. Heilsa Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Starfsmenn fjarskiptafyrirtækisins Nova eru nú á lokadegi djúskúrs sem hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Þegar einhver fer á djúskúr drekkur hann aðeins safa yfir daginn og neytir því ekki fastrar fæðu.Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason greindi í gær frá samskiptum sínum við tvo unga starfsmenn Nova sem hann hafði ekki fengið neina úrlausn hjá á sínum málum.Á leið sinni út úr þjónustuverinu vatt sér upp að honum hressileg stúlka sem bauðst til aðstoða Hallgrím og fékk hann líka þessa fínustu þjónustu. Hallgrímur segist hafa spurt stúlkuna hvernig stæði á því að þessir piltar hefðu ekki getað aðstoðað hann. Stúlkan greindi Hallgrími frá því að þeir væru á djúskúr fyrirtækisins og næðu vart að hugsa heila hugsun fyrir svengd.Fékk enga úrlausn hjá Nova eftir að hafa talað við 2 unga tappa. Á útleið vildi hressileg stúlka aðstoða mig og gerði það svona líka vel. Ég spurði afhverju strákarnir væru svona slappir. Hún: "Þeir eru allir á þessum fáránlega djúskúr fyrirtækisins og hálf heilalausir af svengd"— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) January 9, 2018 Hallgrímur greindi frá málinu á Twitter en Nova brást við því með því að senda skáldinu djúskúrinn heim að dyrum í gær en pakkanum fylgdi sú skipun að Hallgrímur mætti alls ekki fóðra sendilinn.Rithöfundurinn greindi frá því í dag að hann hefði byrjað á kúrnum í gær og litist nokkuð vel á hann. Segist hann ætla að vera á kúrnum í þrjá daga og að hann finndi strax mun á sér og grínaðist með að honum litist hreinlega vel á Eyþór Arnalds sem oddvita á lista Sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.Ath: Fékk sjálfan safakúrinn sendan heim í gær frá Nova (!) og er byrjaður, verð á honum næstu 3 daga. Mun ekki keyra bíl eða kaupa á netinu og ekki hringja í mig fyrr en um helgina. Takk samt @nova_island (Finn strax fyrir breytingu, líst bara vel á Eyþór Arnalds í borgina..) pic.twitter.com/cWfUuuPQPN— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) January 10, 2018 Styttu kúrinn í ár af fenginni reynslu Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segir í samtali við Vísi að Nova hafi boðið starfsmönnum sínum upp á þennan djúskúr í janúar síðastliðin þrjú ár.„Það er fín byrjun á árinu að taka smá hreinsun,“ segir Liv en fyrstu tvö skiptin voru starfsmennirnir á þessum djúskúr í heila vinnuviku en af fenginni reynslu var ákveðið að stytta kúrinn niður í þrjá daga í ár.„Þetta hefur reynst starfsfólkinu erfitt þannig að við tökum þrjá daga í ár en ekki fimm,“ segir Lvi.Forstjórinn tekur grænmetismánuð Hún segir starfsfólkið fá senda þrjá poka af djús á mánudegi sem þeir drekka yfir daginn. Um er að ræða blöndu af allskyns söfum en heilt yfir mega starfsmennirnir drekka átta slíka drykki á dag og þurfa auk þess að halda sig frá kaffi og víni á meðan kúrnum stendur.Liv segist hafa tekið þátt í þessum lúr í fyrra en ekki í ár. „Ég held auðvitað að þetta geti gert fólki gott en ég fer frekar í grænmetismánuð frekar en að djúsa,“ segir Liv.65 af 140 starfsmönnum Nova taka þátt í þessum kúr í ár en Liv segir fólk fara misvel út úr djúskúrnum.„Margir hafa ekki úthald í þrjá daga en langflestir komast í gengum þetta,“ segir Liv.
Heilsa Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira