Eiður Smári: Þegar við komum heim frá Frakklandi var næstum því eins og við hefðum unnið EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2018 11:30 Eiður Smári Guðjohnsen á EM 2016. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen er kominn til Indónesíu frá Kína og hann hélt í dag blaðamannafund á vegum Knattspyrnsambands Indónesíu í tilefni af tveimur vináttulandsleikjum Íslands og Indónesíu. Indónesíska knattspyrnusambandið bauð Eiði Smára til landsins í tilefni af leikjunum en hann er líklega þekktasti fótboltamaður Íslands frá upphafi enda varð hann á sínum tíma enskur meistari með Chelsea og vann þrefalt með Barcelona. Eiður Smári var spurður út í ýmislegt á blaðamannfundinum en að sjálfsögðu mest út í íslenska landsliðið og frábæran árangur þess á síðustu árum. Eiður Smári var með liðinu þegar liðið komst í átta liða úrslitin á EM 2016 en fylgdist með úr fjarlægð þegar liðið tryggði sér þátttökurétt á HM í fyrsta sinn. Hér fyrir neðan má sjá tengil á blaðamannafund Eiðs Smára Guðjohnsen í dag.Press Conference: PSSI, Mediapro Asia & Eidur Gudjohnsen https://t.co/dhemfQVxWk — PSSI - FAI (@pssi__fai) January 10, 2018Vísir/GettyEiður Smári var meðal annars spurður út í möguleika Íslands á HM í Rússlands næsta sumar: „Þetta snýst svolítið um hvaða möguleika við erum að tala því við þurfum að horfa raunhæft á stöðuna. Það eru ekki miklar líkur á því að við verðum heimsmeistarar en ég vil svara þessari spurningu á sama hátt og ég gerði þegar við fórum á EM,“ sagði Eiður Smári. „Okkar markmið á að vera það að þegar leikmennirnir koma heim þá á þeim að líða eins og þeir hafi gefið allt sitt í þetta, skilið allt eftir á vellinum. Þeirra markmið er að geta gengið af velli eftir síðasta flautið með höfuðið hátt. Það gerðum við á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi,“ sagði Eiður Smári.Vísir/AFP„Þegar við komum heim til Íslands eftir EM í Fraklandi þá var næstum því eins og við hefðum unnið mótið. Við gáfum fólkinu okkar svo mikla gleði ekki bara þeim sem komu til Frakklands heldur einnig fólkinu heima,“ sagði Eiður Smári. „Okkur finnst við hafa gefið heiminum mjög jákvæða mynd af Íslandi og það ætti líka að vera markmiðið okkar núna,“ sagði Eiður Smári. EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen er kominn til Indónesíu frá Kína og hann hélt í dag blaðamannafund á vegum Knattspyrnsambands Indónesíu í tilefni af tveimur vináttulandsleikjum Íslands og Indónesíu. Indónesíska knattspyrnusambandið bauð Eiði Smára til landsins í tilefni af leikjunum en hann er líklega þekktasti fótboltamaður Íslands frá upphafi enda varð hann á sínum tíma enskur meistari með Chelsea og vann þrefalt með Barcelona. Eiður Smári var spurður út í ýmislegt á blaðamannfundinum en að sjálfsögðu mest út í íslenska landsliðið og frábæran árangur þess á síðustu árum. Eiður Smári var með liðinu þegar liðið komst í átta liða úrslitin á EM 2016 en fylgdist með úr fjarlægð þegar liðið tryggði sér þátttökurétt á HM í fyrsta sinn. Hér fyrir neðan má sjá tengil á blaðamannafund Eiðs Smára Guðjohnsen í dag.Press Conference: PSSI, Mediapro Asia & Eidur Gudjohnsen https://t.co/dhemfQVxWk — PSSI - FAI (@pssi__fai) January 10, 2018Vísir/GettyEiður Smári var meðal annars spurður út í möguleika Íslands á HM í Rússlands næsta sumar: „Þetta snýst svolítið um hvaða möguleika við erum að tala því við þurfum að horfa raunhæft á stöðuna. Það eru ekki miklar líkur á því að við verðum heimsmeistarar en ég vil svara þessari spurningu á sama hátt og ég gerði þegar við fórum á EM,“ sagði Eiður Smári. „Okkar markmið á að vera það að þegar leikmennirnir koma heim þá á þeim að líða eins og þeir hafi gefið allt sitt í þetta, skilið allt eftir á vellinum. Þeirra markmið er að geta gengið af velli eftir síðasta flautið með höfuðið hátt. Það gerðum við á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi,“ sagði Eiður Smári.Vísir/AFP„Þegar við komum heim til Íslands eftir EM í Fraklandi þá var næstum því eins og við hefðum unnið mótið. Við gáfum fólkinu okkar svo mikla gleði ekki bara þeim sem komu til Frakklands heldur einnig fólkinu heima,“ sagði Eiður Smári. „Okkur finnst við hafa gefið heiminum mjög jákvæða mynd af Íslandi og það ætti líka að vera markmiðið okkar núna,“ sagði Eiður Smári.
EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira