Veigar Páll á kaflaskilum: Sárt að rifja upp viðskilnaðinn við landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2018 12:30 Veigar í leik með Stjörnunni. vísir/hanna Veigar Páll Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, ákvað nýverið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna og taka stöðu í þjálfaraliði Stjörnunnar, æskufélagi sínu. Veigar Páll varð Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2014 en fór frá félaginu fyrir ári síðan og gekk í raðir FH. Þaðan fór hann til Víkings í sumar. Hann lék einni lengi með Stabæk í Noregi sem og Strömsgodset og Vålerenga þar í landi. Hann var einnig á mála hjá Nancy í Frakklandi á sínum tíma. „Þetta er nýtt fyrir mér og ég á örugglega eftir að fá sjokkið,“ sagði Veigar Páll í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu. „En þetta var orðið erfitt fyrir mig og þetta var orðið vont. Leikmenn í dag eru orðnir aðeins of fljótir fyrir mig. Ég fann fyrir því sjálfur að þetta er rétti tímapunkturinn til að hætta,“ sagði hann. Veigar Páll fór um víðan völl í viðtalinu en meðal þess sem þeir ræddu var viðskilnaðurinn við landsliðið árið 2011. Veigar Páll hafði þá verið í landsliðinu í áratug og skorað alls sex mörk í 34 leikjum. „Það er sárt og erfitt. En þetta gerðist og ég þarf að kyngja því,“ sagði hann en honum sinnaðist við Ólaf Jóhannesson, þáverandi landsliðsþjálfara, og viðurkenndi Veigar að hafa brotið reglur landsliðsins um áfengisbann. „Maður lærir af mistökum og þetta er eitthvað sem ég mun vara unga og efnilega leikmenn við að gera. Að gera ekki sömu mistök.“ „En eins og ég segi. Þetta er búið og gert. Ég geng sáttur frá borði.“ Veigar Páll þurfti oft að sætta sig við bekkjarsetu í landsleikjum en hann hann hafði skýringu á því. „Maður hefði viljað fleiri leiki í byrjunarliðinu en því miður var maður að nafni Eiður Smári í sömu stöðu og ég. Ég hafði skilning á því,“ sagði hann í léttum dúr. Viðtalið allt má heyra hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, ákvað nýverið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna og taka stöðu í þjálfaraliði Stjörnunnar, æskufélagi sínu. Veigar Páll varð Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2014 en fór frá félaginu fyrir ári síðan og gekk í raðir FH. Þaðan fór hann til Víkings í sumar. Hann lék einni lengi með Stabæk í Noregi sem og Strömsgodset og Vålerenga þar í landi. Hann var einnig á mála hjá Nancy í Frakklandi á sínum tíma. „Þetta er nýtt fyrir mér og ég á örugglega eftir að fá sjokkið,“ sagði Veigar Páll í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu. „En þetta var orðið erfitt fyrir mig og þetta var orðið vont. Leikmenn í dag eru orðnir aðeins of fljótir fyrir mig. Ég fann fyrir því sjálfur að þetta er rétti tímapunkturinn til að hætta,“ sagði hann. Veigar Páll fór um víðan völl í viðtalinu en meðal þess sem þeir ræddu var viðskilnaðurinn við landsliðið árið 2011. Veigar Páll hafði þá verið í landsliðinu í áratug og skorað alls sex mörk í 34 leikjum. „Það er sárt og erfitt. En þetta gerðist og ég þarf að kyngja því,“ sagði hann en honum sinnaðist við Ólaf Jóhannesson, þáverandi landsliðsþjálfara, og viðurkenndi Veigar að hafa brotið reglur landsliðsins um áfengisbann. „Maður lærir af mistökum og þetta er eitthvað sem ég mun vara unga og efnilega leikmenn við að gera. Að gera ekki sömu mistök.“ „En eins og ég segi. Þetta er búið og gert. Ég geng sáttur frá borði.“ Veigar Páll þurfti oft að sætta sig við bekkjarsetu í landsleikjum en hann hann hafði skýringu á því. „Maður hefði viljað fleiri leiki í byrjunarliðinu en því miður var maður að nafni Eiður Smári í sömu stöðu og ég. Ég hafði skilning á því,“ sagði hann í léttum dúr. Viðtalið allt má heyra hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira