Sjö sæta Alfa Romeo jeppi með mild-hybrid aflrás Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2018 10:00 Nýr og lengri jeppi Alfa Romeo verður byggður á sama undirvagni og Stelvio. Alfa Romeo hefur aðeins boðið sinn eina og fyrsta jeppa, Stelvio, í rúmt ár en áformar nú nýja og stærri gerð jeppa sem byggður verður á sama undirvagni og Stelvio. Þessi jeppi verður stærsti bíll sem Alfa Romeo hefur nokkurntíma framleitt og á að hafa rými fyrir 7 farþega. Ekki er enn komið nafn á þennan fyrirhugaða jeppa en hann verður með mild-hybrid kerfi sem fær meðal annars afl frá 48 volta rafmagnsforþjöppu. Búist er við því að afl jeppans verði á bilinu 350 til 400 hestöfl þrátt fyrir að sprengirými hans sé aðeins 2,0 lítrar. Það er nokkru meira en hinn 280 hestafla Stelvio sem þó telst enginn letingi. Alfa Romeo horfir til bílanna Audi Q7 og Volvo XC90 sem helstu keppinauta nýja jeppans. Audi býður Q7 jeppa sinn með 3,0 lítra og 333 hestafla vél og víst er að Alfa Romeo vill ekki að jeppi þeirra verði eftirbátur hans. Úr herbúðum Alfa Romeo hefur einnig heyrst að til greina komi að hætta smíði 4C bílsins vegna dræmrar sölu á bílnum. Líkt og hjá mörgum öðrum bílaframleiðandanum um þessar mundir telja þeir hjá Alfa Romeo að stór jeppi sé vænlegri söluvara, en vonandi mun Alfa Romeo áfram halda áfram að smíða fallega og öfluga fólksbíla með mikla akstursgetu. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent
Alfa Romeo hefur aðeins boðið sinn eina og fyrsta jeppa, Stelvio, í rúmt ár en áformar nú nýja og stærri gerð jeppa sem byggður verður á sama undirvagni og Stelvio. Þessi jeppi verður stærsti bíll sem Alfa Romeo hefur nokkurntíma framleitt og á að hafa rými fyrir 7 farþega. Ekki er enn komið nafn á þennan fyrirhugaða jeppa en hann verður með mild-hybrid kerfi sem fær meðal annars afl frá 48 volta rafmagnsforþjöppu. Búist er við því að afl jeppans verði á bilinu 350 til 400 hestöfl þrátt fyrir að sprengirými hans sé aðeins 2,0 lítrar. Það er nokkru meira en hinn 280 hestafla Stelvio sem þó telst enginn letingi. Alfa Romeo horfir til bílanna Audi Q7 og Volvo XC90 sem helstu keppinauta nýja jeppans. Audi býður Q7 jeppa sinn með 3,0 lítra og 333 hestafla vél og víst er að Alfa Romeo vill ekki að jeppi þeirra verði eftirbátur hans. Úr herbúðum Alfa Romeo hefur einnig heyrst að til greina komi að hætta smíði 4C bílsins vegna dræmrar sölu á bílnum. Líkt og hjá mörgum öðrum bílaframleiðandanum um þessar mundir telja þeir hjá Alfa Romeo að stór jeppi sé vænlegri söluvara, en vonandi mun Alfa Romeo áfram halda áfram að smíða fallega og öfluga fólksbíla með mikla akstursgetu.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent