Fatamerki um allan heim leita nú að aðferðum til að byggja upp upplifun viðskiptavinarins á merkinu, og er Gucci Osteria tilraun til þess. Á matseðlinum verður meðal annars boðið upp á sveppa-risotto og parmesan-pasta, og mun hver réttur kosta á bilinu 20- 30 evrur. Fínn matur er lúxus-vara rétt eins og tískan er, svo þetta gæti verið rétta skrefið fyrir Gucci.
Yfirkokkur veitingastaðarins heitir Massimo Bottura, en hann hefur hlotið þrjár Michelin-stjörnur á ferli sínum, fyrir staðinn Osteria Francescana. Maturinn verður án efa gómsætur.
Það verður gaman að sjá hvort önnur stór lúxus-tískuhús fylgi eftir Gucci í þessum efnum, en Gucci hefur verið ákveðinn brautryðjandi þegar kemur að markaðssetningu og ákvörðunum sem teknar voru á síðasta ári.
Sjá: Gucci hættir að nota loð.
